Lista- og nýsköpunarbraut

NEMENDUR Á 2. ÁRI

Big picture

Til nemenda

Allir nemendur sem ætla að stunda nám við skólann á vorönn 2020 verða að velja áfanga í INNU. Námsframboð er birt með fyrirvara um næga þátttöku í áföngum.


Fullt nám eru 30-35 einingar. Mundu að velja íþróttir (nema þú sért nemandi á afreksíþróttasviði). Gættu að reglum um undanfara.


Nemendur sem ætla að útskrifast í maí 2020 af lista- og nýsköpunarbraut þurfa að panta tíma hjá áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjafa til að fara yfir valið.

Almennur kjarni

Þeir sem hafa ekki lokið:

HUGN1HN05 Hugmyndir og nýsköpun

 • Undanfari: Enginn


ÍSLE2BR05 Bókmenntir, málnotkun og ritun

 • Undanfari: ÍSLE1LR05 eða einkunnin C+ í grunnskólaUPPT1UV05 Upplýsingatækni og vefsíðugerð

 • Undanfari: EnginnÍÞRÓTTIR (allir nema nemendur á afreksíþróttasviði velja íþróttir):

ÍÞRÓ1AL01 Íþróttir og útivist

 • Undanfari: Enginn

Bundið áfangaval

FORR2SF05 Skapandi forritun

VALÁFANGI

 • Undanfari: Enginn

Í áfanganum læra nemendur að forrita og tengja saman forritun við sköpunarkraft sinn. Nemendur læra á forritunartungumálið MAX sem er búið til sérstaklega með listamenn í huga.

Farið er yfir grunnatriðin í forritun með MAX og þau tengd saman við þær listgreinar sem nemandinn hefur áhuga á s.s. tónlist, myndlist, myndbönd, innsetningar eða gjörninga.

Í sköpunarferli með MAX er hægt að tengja hvað sem er saman. Hægt er t.d. að nota vefmyndavél til að stjórna tónverki eða láta tónlist stjórna myndbandi. Hægt er að gera forrit sem nær í myndbönd af Youtube og notar það sem innblástur í nýtt myndverk. Tölvuleikir, hljóðfæri, gagnasöfnun, hljóð og myndvinnsla. Möguleikarnir eru í raun óteljandi.


LIST2LF03 TÖFRAR HVERSDAGSINS - LIST OG FRÆÐI - KENNT Í LOTU

VALÁFANGI

 • Undanfari: FÉLV1IV05

Í þessum valáfanga fá nemendur að kynnast rannsóknum innan hug- og félagsvísinda sem eru á mörkum lista og fræða. Þar má nefna sjónræna mannfræði, heimildamyndir, útgáfuverk, sýningar, gjörningalist, ritlist og fleira. Áhersla er lögð á uppgötvunarnám þar sem nemendur fá að grúska í og skoða fjölbreytt verk undir leiðsögn kennara og vinna svo að eigin verkefni og sameiginlegri sýningu. Nemendur fá að kynnast því hvernig hægt er að nota skapandi leiðir til að miðla rannsóknum og hugmyndum og hvernig fræði eru notuð sem grunnur í listsköpun.

Athugið að áfanginn er kenndur í í lotu en ekki yfir alla önnina.


NÝSK1SS05 Smiðjur - skapandi vinna

VALÁFANGI

 • Undanfari: Enginn

Í fyrri hluta þessa áfanga er unnið markvisst með skapandi vinnu s.s. hugmyndavinnu, nýsköpun, vinnuteikningar, gagnasöfnun, rannsóknir, menningarlæsi o.fl. Í seinni hluta áfangans vinna nemendur með útfærslur, handbragð, markvissa vinnu í að skapa hlut, markaðsetja, kynna o.fl. Unnið er í smiðjum. Í síðustu vikunni eru skil á uppsetningu og markaðssetningu.


NÝSK1FA05 Nýsköpun - Fab lab

VALÁFANGI

 • Undanfari: Enginn

Farið er almennt yfir búnað í Fab lab smiðjunni og þá möguleika sem felast í notkun hennar. Kennt hvernig teikna á upp hluti, breyta og flytja á mismunandi skráarsnið. Kennt hvernig á að breyta raster myndum í vektor myndir. Farið er yfir grunnatriði í notkun á teikniforritinu Inkscape, þrívíddarforritinu Google Sketchup og Blender og hvernig hægt er að nýta sér þau til ýmissa verkefna. Farið er yfir grunnatriði í notkun á laser-skurðartæki, vínylskera og tölvustýrðum fræsara. Unnið er með sköpunarkraft nemenda og samvinnu.


FORR2SF05 Skapandi forritun

VALÁFANGI

 • Undanfari: Enginn

Í áfanganum læra nemendur að forrita og tengja saman forritun við sköpunarkraft sinn. Nemendur læra á forritunartungumálið MAX sem er búið til sérstaklega með listamenn í huga.

Farið er yfir grunnatriðin í forritun með MAX og þau tengd saman við þær listgreinar sem nemandinn hefur áhuga á s.s. tónlist, myndlist, myndbönd, innsetningar eða gjörninga.

Í sköpunarferli með MAX er hægt að tengja hvað sem er saman. Hægt er t.d. að nota vefmyndavél til að stjórna tónverki eða láta tónlist stjórna myndbandi. Hægt er að gera forrit sem nær í myndbönd af Youtube og notar það sem innblástur í nýtt myndverk. Tölvuleikir, hljóðfæri, gagnasöfnun, hljóð og myndvinnsla. Möguleikarnir eru í raun óteljandi.

Bóklegir áfangar

Nemendur sem ætla að taka lista- og nýsköpunarbraut samhliða opinni stúdentsbraut þurfa að huga að bóklegum áföngum:


DANS1SK05 Danska með áherslu á sköpun
 • Undanfari: Einkunn D í grunnskóla
DANS2BF05 Danskt mál og samfélag
 • Einkunn A, B+, B, B+, C+ og C í grunnskóla


ENSK2RR05 Enska í ræðu og riti

 • Undanfari: ENSK2DM05

ENSK2DM05 Enska - daglegt mál

 • Undanfari: ENSK1GR05


FÉLV1IF05 Inngangur að félagsvísindum

 • Undanfari: Enginn

EÐA

NÁTV1IF05 Inngangur að náttúruvísindum

 • Undanfari: EnginnÍSLE2MG05 Bókmenntir, mál- og menningarsaga

 • Undanfari: ÍSLE2BR05

ÍSLE2BR05 Bókmenntir, málnotkun og ritun

 • Undanfari: ÍSLE1LR05


ÍSAN2SF05 Íslenska sem annað tungumál 4

 • Undanfari: ÍSAN2FF05STÆR1SF05 Almenn stærðfræði - grunnur

 • Undanfari: STÆR1FO05

STÆR2RU05 Rúmfræði og hornaföll

 • Undanfari. STÆR1SF05

STÆR2LT05 Tölfræði, talningar, líkindi

 • Undanfari: STÆR2GF05
VALÁFANGAR OG ÁFANGAR Í BUNDNU ÁFANGAVALI

Allir sem ætla að vera í fullu námi þurfa að velja valáfanga. Nemendur á afreksíþróttasviði velja viðeigandi afreksáfanga. Velja má áfanga í bundnu áfangavali sem valáfanga.