Bundið áfangaval og valáfangar

VOR 2020

MUNIÐ AÐ HUGA AÐ UNDANFÖRUM!

Big picture

AFREKSÍÞRÓTTASVIÐ - BLAK (BLAK2ÍS05)

BUNDIÐ ÁFANGAVAL Á AFREKSÍÞRÓTTASVIÐI

Undanfari: Nauðsynlegt að vera skráður á afreksíþróttasvið

Afreksíþróttasviðsáfangi í blaki. Áhersla á íþróttasálfræði.

AFREKSÍÞRÓTTASVIÐ - DANS (DANA2ÍS05)

BUNDIÐ ÁFANGAVAL Á AFREKSÍÞRÓTTASVIÐI
Undanfari: Nauðsynlegt að vera skráður á afreksíþróttasvið

Afreksíþróttasviðsáfangi í dansi. Áhersla á íþróttasálfræði.

AFREKSÍÞRÓTTASVIÐ - HANDBOLTI (HAND2ÍS05)

VALÁFANGI

Undanfari: HAND1NÆ05

Afreksíþróttasviðsáfangi í handbolta. Áhersla á íþróttasálfræði.

AFREKSÍÞRÓTTASVIÐ - KNATTSPYRNA (KNAT2ÍS05)

BUNDIÐ ÁFANGAVAL Á AFREKSÍÞRÓTTASVIÐI
Undanfari: Nauðsynlegt að vera skráður á afreksíþróttasvið

Afreksíþróttasviðsáfangi í knattspyrnu. Áhersla á íþróttasálfræði.

AFREKSÍÞRÓTTASVIÐ - KÖRFUBOLTI (KÖRF2ÍS05)

BUNDIÐ ÁFANGAVAL Á AFREKSÍÞRÓTTASVIÐI
Undanfari: Nauðsynlegt að vera skráður á afreksíþróttasvið

Afreksíþróttasviðsáfangi í körfubolta. Áhersla á íþróttasálfræði.

AFREKSÍÞRÓTTASVIÐ - SKÍÐAGANGA (SKÍG2ÍS05)

BUNDIÐ ÁFANGAVAL Á AFREKSÍÞRÓTTASVIÐI
Undanfari: Nauðsynlegt að vera skráður á afreksíþróttasvið

Afreksíþróttasviðsáfangi á gönguskíðum. Áhersla á íþróttasálfræði.

BOOT CAMP (ÍÞRÓ2BC02)

VALÁFANGI

Undanfari: Enginn

Í áfanganum kynnast nemendur hinu fjölbreytta æfingakerfi Boot Camp.

DANSKAR KVIKMYNDIR (DANS2DK05)

Valáfangi

Undanfari: DANS2BF05

Í áfanganum er lögð áhersla á aukna færni nemenda í dönsku með dönskum kvikmyndum. Áfanginn fjallar um danskar kvikmyndir þar sem horft verður á kvikmyndir frá mismunandi tímabilum, þær greinar og tengdar við lesið efni sem tengist þeim eða þemu þeirra. Lögð er áhersla á alla þætti tungumálsins, að efla sjálfsöryggi nemandans, tjáningu og að koma hugsunum sínum til skila á skýran hátt.

EÐLISFRÆÐI - VARMAFRÆÐI, HRINGHREYFING, SVEIFLUR OG BYLGJUR (EÐLI3SB05)

BUNDIÐ ÁFANGAVAL/VALÁFANGI

Undanfari: EÐLI2AF05 og STÆR2VH05

Í þessum áfanga er farið yfir grunnatriði í tengslum við varmafræði, hreyfingu hluta í fleti og hringhreyfingu. Þyngdarlögmálið, sveiflu- og bylgjuhreyfingar og bylgjur í fleti. Nemendur vinna bæði sjálfstætt og í hópum og lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu.

EFNAFRÆÐI - LÍFRÆN EFNAFRÆÐI (EFNA3LÍ05)

BUNDIÐ ÁFANGAVAL/VALÁFANGI

Undanfari: EFNA2AE05

Í þessum áfanga eru nemendur undirbúnir fyrir framhaldsnám í lífrænni efnafræði, lífefnafræði og nám á heilbrigðisvísindasviði. Áhersla er lögð á þekkingu á einkennum lífrænna efna og tengihæfni kolefnisfruneindarinnar. Fjallað verður um helstu flokka lífrænna efna og veitt innsýn í nafnakerfi þeirra ásamt megingerðum lífrænna efnahvarfa.

EFNAFRÆÐI - ÓLÍFRÆN EFNAFRÆÐI (EFNA3ÓL05)

BUNDIÐ ÁFANGAVAL/VALÁFANGI

Undanfari: EFNA3EJ05

Helstu viðfangsefni áfangans eru: Jafnvægi og jafnvægisfastar. Sölt í vatnslausnum. Sýrur, basar og sýrustig. Stillingar á efnajöfnum með oxunartölum. Rafefnafræði.

ENSKA - FAGORÐAFORÐI OG FERÐAMÁL (ENSK3FO05)

BUNDIÐ ÁFANGAVAL/VALÁFANGI

Undanfari: ENSK3HO05

Nemendur þjálfast í að tileinka sér aukinn orðaforða vísinda og fræða, verða læsir á flóknari texta en áður, tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og rökstyðja skoðanir sínar. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða.

ENSKA - YNDISLESTUR (ENSK3YN05) - FJARNÁMSÁFANGI

BUNDIÐ ÁFANGAVAL/VALÁFANGI

Undanfari: ENSK3HO05

Nemendur lesa sér til ánægju og skila skýrslum og lestrardagbókum. Nemendur hafa frjálst val að mestu leyti hvaða bækur þeir velja með nokkrum reglum.

Áfanginn er kenndur sem fjarnámsáfangi.

ERLEND SAMSKIPTI (ERLS1NF03)

VALÁFANGI

Undanfari: ERLS1UF02

Um það bil annað hvert ár frá árinu 2004 hefur nemendum í MÍ boðist að taka þátt í skiptinámi við menntaskóla í Sables d‘Olonne í norðvesturhluta Frakklands. Skiptinámið felst aðallega í tvennu. Í fyrsta lagi að taka á móti frönskum nemendum á Ísafirði, m.a. í gistingu. Í öðru lagi er svo námsferð til Frakklands þar sem MÍ-ingar gista hjá frönskum nemendum.

FÉLAGSFRÆÐI ÞRÓUNARLANDA (FÉLA3ÞF05)

BUNDIÐ ÁFANGAVAL/VALÁFANGI

Undanfari: FÉLA2KS05

Í áfanganum er fjallað ítarlega um skiptingu heimsins í efnahags-, og menningarsvæði. Skilgreindar eru hugmyndir sem liggja að baki hugtökum sem lýsa mismunandi stöðu ríkja, svo sem ”vanþróuð lönd”, ”þriðji heimurinn” og ”Suðrið”. Fjallað er um ólíka merkingu þróunarhugtaksins og gerð grein fyrir sögulegum, efnahagslegum, stjórnmálalegum og menningarlegum einkennum þróunarlanda. Kynntar verða kenningar um orsakir vanþróunar og hugmyndum um möguleika þróunarlanda í framtíðinni. Þróunarsamvinna og þróunaraðstoð Íslendinga verður skoðuð í ljósi kenninga.

FORRITUN (TÖLF2TF05)

BUNDIÐ ÁFANGAVAL/VALÁFANGI

Undanfari: Enginn

Farið er lauslega yfir sögu forritunar, uppbyggingu tölvu og helstu stýrikerfi. Farið er í undirstöðuatriði forritunar og lausnir einfaldra forritunarverkefna í hlutbundnu forritunarmáli, t.d. Python og Pygame eða Java. Áfanginn getur hentað nemendum á öllum brautum. Helstu hugtök: Uppbygging tölvu, hugbúnaður og vélbúnaður, breytur, virkjar, fylki, heiltölur, kommutölur, gildissvið (scope), slembitölur, strengir, listar, grafík, föll, stafasett, tvíundar-, tuga- og sextándaform, búlskar segðir og skilyrðissetningar, lykkjur, inntak og úttak í textabundnum notendaskilum, athugasemdir röðun, prófun og villuleit.

FRANSKT SAMFÉLAG OG MENNING (FRAN2FS05)

VALÁFANGI

Undanfari: Enginn

Franska tungumálið veitir aðgang að marglituðum menningarheimi. Þessi áfangi býður upp á að kynnast þessum heim í gegnum kvíkmyndir, bókmenntir og tónlist. Farið verður í ýmsum þætti menningar og samfélaga í frönskumælandi löndum.

LÍFFRÆÐI - FJARAN (LITTORAL ZONE), LÍFFRÆÐILEGUR FJÖLBREYTILEIKI OG VERNDUN (LÍFF2LI05)

VALÁFANGI

Undanfari: NÁTV1IF05

Áfanginn er hugsaður fyrir alla nemendur sem hafa áhuga á líffræðilegum fjölbreytileika, rannsóknum á náttúrunni til að viðhalda þeim fjölbreytileika og að stuðla um leið að náttúruvernd. Áfanginn er um vistkerfi mismunandi fjörugerða, við sjó, stöðuvötn eða ár. Fjara (littoral zone) er svæði milli vatns og lands þar sem bæði hafa mikil áhrif á lífríkið og fjölbreytileika tegunda sem þar geta búið. Þetta svæði hefur margvísleg einkenni og er markmið áfangans að kynna nemendur fyrir nokkrum mismunandi gerðum fjara og hvernig lífríki þeirra lagar sig að aðstæðum t.d. frá vetri til vors og frá vætu til þurrka. Nemendum gefst kostur á útiveru, skoðun og skráningu fjöruvista á margvíslega vegu í kraft eigin sköpunar ásamt stöðluðum aðferðum megindlegra vísindagreina. Nemendur munu einnig vinna að hreinsun og skráningu mengandi úrgangs í fjörum og finna leiðir til að fræða almenning um mikilvægi og fjölbreytileika fjörunnar. Nemendur taka þátt í öflun þekkingar og að móta viðfangsefni kennslustundanna sem verða til helminga útivera við skoðun og sýnasöfnun annars vegar og hins vegar undirbúningur og úrvinnsla í skólanum.

LÍFFRÆÐI - LÍFFRÆÐILEGUR FJÖLBREYTILEIKI OG VERNDUÐ SVÆÐI (LÍFF2ÚT05)

VALÁFANGI

Undanfari: Enginn

Áfanginn er valáfangi fyrir alla nemendur sem hafa áhuga á líffræðilegum fjölbreytileika, rannsóknum á náttúru jarðar til að viðhalda þeim fjölbreytileika og að stuðla um leið að náttúruvernd. Áfanginn er undirbúningur fyrir námsferð og rannsóknarvinnu í 2 vikur sumarið 2020 til tveggja svæða í Madagaskar eyju við Austur-Afríku. Rannsóknir og skipulag þeirra með þátttöku menntaskólanema er á ábyrgð breska fyrirtækisins Operation Wallacea (biological and conservation management research program).

Nemendum gefst tækifæri til rannsókna á alþjóðlega mikilvægum svæðum í frumskógi og við kóralrif undir handleiðslu kennara og alþjóðlegra vísindamanna. Undirbúningurinn felur í sér þjálfun í vísindalegum aðferðum (m.a. söfnun, skráningu og úrvinnslu gagna), þekkingu á rannsóknarsvæðunum og helstu lífverum þeirra og stöðu rannsókna sem birtar hafa verið í vísindaritum um viðfangsefni vísindamanna á svæðunum. Nemendur taka þátt í öflun þekkingar og að móta viðfangsefni kennslustundanna. Námið er leiðsagnarnám með áherslu á jafningjafræðslu. Undirbúningurinn fer fram á vorönn með þátttöku í markvíslegum verkefnum til að geta tekið þátt í rannsóknarstörfum á fjarlægum slóðum, þar sem nemendur munu halda nákvæma dagbók um framvindu verkefnisins.

Athugið að þátttaka í ferðinni kostar.

ÍSLENSKA - GLÆPASÖGUR (ÍSLE3GL05)

BUNDIÐ ÁFANGAVAL/VALÁFANGI

Undanfari: ÍSLE2MG05

Í áfanganum verða lesnar íslenskar og erlendar glæpasögur, lítillega fjallað um sögu glæpasagnaritunar og nokkrir þekktir glæpasagnahöfundar kynntir. Glæpasöguformið verður skoðað og skilgreint og fjallað um stöðu glæpasögunnar innan bókmenntanna. Í áfanganum verða einnig skoðuð tengsl þessara bókmennta við aðra miðla svo sem sjónvarp og kvikmyndir. Nemendur lesa glæpasögur og vinna ýmis verkefni sem tengjast glæpasagnageiranum og semja meðal annars eigið hugverk á þessum nótum.

ÍSLENSKA - ÍSLENSKAR SKÁLDSÖGUR (ÍSLE3SK05)

Bundið áfangaval/valáfangi

Undanfari: ÍSLE2MG05

Í áfanganum kynnast nemendur völdum íslenskum skáldsögum. Þeir fá einnig þjálfun í greiningu þeirra og lesa jafnframt ýmsar fræðigreinar um bókmenntir. Nemendur gera einnig grein fyrir lestrarreynslu sinni munnlega og skriflega. Lesnar verða 5-6 íslenskar skáldsögur frá upphafi skálsagnaritunar á Íslandi til okkar daga. Flestar bækur verða valdar af kennara en stundum fá nemendur frjálsar hendur um val. Krafa um mikinn lestur.

ÍÞRÓTTIR - HREYFING OG HEILSURÆKT (ÍÞRÓ1HH01)

ALMENNUR KJARNI/VALÁFANGI

Undanfari: 4 einingar í íþróttum

Hreyfing og heilsurækt utan skóla í samstarfi við íþróttakennara.

ÍÞRÓTTIR - SÉRHÆFING Í ÍÞRÓTTAGREIN (ÍÞRÓ1SÉ01)

ALMENNUR KJARNI/VALÁFANGI

Undanfari: Enginn

Áfangi ætlaður nemendum sem leggja stund á íþróttagreinar en eru ekki nemendur á afreksíþróttasviði.

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDAUPPELDISFRÆÐI (UPPE2ÍT05)

BUNDIÐ ÁFANGAVAL/VALÁFANGI

Undanfari: UPPE2UM05/AFREKSÍÞRÓTTASVIÐSÁFANGI

Í áfanganum er fjallað almennt um íþrótta- og tómstundaiðkun barna og unglinga. Þá aðila sem sjá um og skipuleggja íþróttir og tómstundir, mikilvægi uppbyggingar félagsstarfs, íþróttastarfs og íþróttafélags. Farið er í uppeldis-, sálfræði- og kennslufræðilega þætti og kenningar sem tengjast íþróttum. Fjallað er um aga og forvarnir, t.d. hvað varðar áfengis- og tóbaksneyslu og einelti, til að koma í veg fyrir brottfall barna og unglinga úr íþróttum. Nemendur kynna sér rannsóknir á kynjamun í tengslum við íþróttaiðkun og eiga að geta rætt fordómalaust um þær sem og keppnis- og áhugamannaíþróttir, hóp- og einstaklingsíþróttir. Lögð er áhersla á mikilvægi foreldrastarfs en jafnframt fjallað um kosti þess og galla.

Þú getur fengið aðstoð við valið!

Hægt er að fá aðstoð við valið hjá umsjónarkennurum, áfangastjóra og náms- og starfsráðgjafa.

JARÐFRÆÐI (JARÐ2EJ05)

BRAUTARKJARNI/VALÁFANGI

Forkröfur: VÍSV2VV03

Innræn og útræn öfl með sérstakri áherslu á jarðfræði Íslands. Flekakenningin og komið inn á þau gögn sem styðja hana. Flekarek og heitir reitir, jarðskjálftar og brotalínur, landmótun jökla og vatnsfalla. Farið er í mismunandi gerðir eldvirkni, mismunandi kvikugerðir og storkubergsmyndanir. Eðli og uppruni mismunandi steinda er skýrður þar sem sérstaklega er fjallað um þær frumsteindir og holufyllingar sem helst finnast í íslensku storkubergi. Fjallað er um mismunandi gerðir kviku, bergraðirnar þrjár, djúpbergsmyndanir, mismunandi hraungerðir, flokkun bergs, eldstöðvakerfi, helstu gerðir eldgosa, móbergsmyndanir, dyngjur, jarðvarmasvæði og jarðvarmaleit. Unnið er með jarðfræðikort og þætti í staðfræði Íslands sem viðkoma jarðfræði. Fjallað er um jökla, ár og vötn ásamt útrænum öflum almennt og komið inn á jarðsögu Íslands. Nemandi vinnur sjálfstætt og í hópum að lausn verkefna. Áhersla er lögð á tengingu við umhverfi og reynsluheim nemenda.

NÝSKÖPUN - FAB LAB (NÝSK1FA05)

VALÁFANGI

Undanfari: Enginn

Farið er almennt yfir búnað í Fab lab smiðjunni og þá möguleika sem felast í notkun hennar. Kennt hvernig teikna á upp hluti, breyta og flytja á mismunandi skráarsnið. Kennt hvernig á að breyta raster myndum í vektor myndir. Farið er yfir grunnatriði í notkun á teikniforritinu Inkscape, þrívíddarforritinu Google Sketchup og Blender og hvernig hægt er að nýta sér þau til ýmissa verkefna. Farið er yfir grunnatriði í notkun á laser-skurðartæki, vínylskera og tölvustýrðum fræsara. Unnið er með sköpunarkraft nemenda og samvinnu.

NÆRINGAFRÆÐI (NÆRI2GR05)

VALÁFANGI

Undanfari: Enginn

Nemendur kynnast áhrifum næringar og mataræðis á líðan og heilsu einstaklinga og þekki samspil næringar og hreyfingar. Kynntar eru ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um mataræði og næringarefni. Skoðað er hvað liggur til grundvallar þeim ráðleggingum og hvaða ávinning hægt er að ná með því að fylgja þeim. Í áfanganum er farið í orkuþörf og næringarefnaþörf líkamans og ráðlagða dagskammta. Einnig er fjallað er um hreyfingu, holdafar og meltingu. Farið er í mataræði og fjallað um máltíðaskipan, skammtastærðir, fjölbreytni, fæðuflokka og mikilvægi hvers fæðuflokks. Næring er skoðuð m.a. orkuefnin, vítamín, steinefni og önnur efni.

SAGA - ÞJÓÐARMORÐ OG ÞJÓÐERNISHREINSANIR (SAGA3ÞM05)

Bundið áfangaval/valáfangi

Undanfari: SAGA2GR05

Í áfanganum verður valdir atburðir úr mannkynssögunni skoðaðir út frá skilgreiningunni þjóðarmorð og/eða ofsóknir. Áherslan verður á þátt opinberra aðila og ráðamanna í tengslum við slíka voðaatburði. Refsingar og nútímastríðsglæpadómstólar verða einnig til umfjöllunar. Nemendur eiga að kynna sér ýmis þjóðarmorð og voðaverk sem framin hafa verið á sl. rúmum hundrað árum einkum af opinberum aðilum eða ríkisstjórnum. Einnig á að skoða refsingar og stríðsglæpadómstóla

SÁLFRÆÐI - INNGANGUR AÐ SÁLFRÆÐI (SÁLF2IS05)

BRAUTARKJARNI/VALÁFANGI

Undanfari: VÍSV2VV03

Áfanginn er byrjunaráfangi í sálfræði. Fræðigreinin sálfræði er kynnt fyrir nemendum, upphaf hennar og þróun. Helstu kenningar og fræðimenn sálfræðinnar eru skoðaðar. Rannsóknaraðferðir sem notaðar eru í sálfræði eru kynntar fyrir nemendum og þeir vinna verkefni þar sem þeir spreyta sig á vísindalegum vinnubrögðum sálfræðinnar. Grunnhugtök og sálfræðistefnur eru kynntar og sérstaklega er komið inn á námssálarfræðina og nemendur læra um mismunandi tegundir náms og minnisaðferðir. Sérstaklega er fjallað um samspil á milli hugsunar, hegðunar og tilfinninga. Sjálfsmynd og mannleg samskipti eru skoðuð og aðferðir sálfræðinnar skoðaðar.

SÁLFRÆÐI - GEÐHEILSA OG GEÐRASKANIR (SÁLF3AF05)

BUNDIÐ ÁFANGAVAL/VALÁFANGI
Undanfari: SÁLF2IS05

Í áfanganum verður gefið yfirlit yfir helstu geðraskanir og einkenni þeirra. Farið verður í helstu kenningar um orsakir geðraskana. Rætt verður um ýmsa þætti sem hafa áhrif á geðraskanir, t.d. þátt erfða og taugaboðefna sem og áhættuþætti tengda umhverfi. Nemendur kynnast flokkunarkerfi geðraskana, DSM-V, og fá þjálfun í að nota kerfið til að leita sér upplýsinga um geðraskanir.

SJÁLFSÞEKKING OG SAMSKIPTI (SJÁL1SS05)

VALÁFANGI

Undanfari: Enginn

Við erum þátttakendur í verkefninu heilsueflandi menntaskólar. Einn partur af því er geðrækt. Ég hef lesið mikið af bókum sem tengjast sjálfsrækt, það er alltaf ein sem stendur uppúr og ég gef öllum í kringum mig til gjafa. Þetta er bókin En með þessum markmiðum erum við að skila af okkur einstaklingum með betra sjálfsálit, betri líðan , aem bera virðingu fyrir náunganum. Sem dregur úr einelti og nemendur þjálfast í samskiptum við og í samfélagið.

SKAPANDI FORRITUN (FORRF2SF05)

BUNDIÐ ÁFANGAVAL Á LISTA- OG NÝSKÖPUNARBRAUT/VALÁFANGI

Undanfari: Enginn

Í áfanganum læra nemendur að forrita og tengja saman forritun við sköpunarkraft sinn. Nemendur læra á forritunartungumálið MAX sem er búið til sérstaklega með listamenn í huga.

Farið er yfir grunnatriðin í forritun með MAX og þau tengd saman við þær listgreinar sem nemandinn hefur áhuga á s.s. tónlist, myndlist, myndbönd, innsetningar eða gjörninga.

Í sköpunarferli með MAX er hægt að tengja hvað sem er saman. Hægt er t.d. að nota vefmyndavél til að stjórna tónverki eða láta tónlist stjórna myndbandi. Hægt er að gera forrit sem nær í myndbönd af Youtube og notar það sem innblástur í nýtt myndverk. Tölvuleikir, hljóðfæri, gagnasöfnun, hljóð og myndvinnsla. Möguleikarnir eru í raun óteljandi.

SMIÐJUR - SKAPANDI VINNA (NÝSK1SS05)

VALÁFANGI

Undanfari: Enginn

Í fyrri hluta þessa áfanga er unnið markvisst með skapandi vinnu s.s. hugmyndavinnu, nýsköpun, vinnuteikningar, gagnasöfnun, rannsóknir, menningarlæsi o.fl. Í seinni hluta áfangans vinna nemendur með útfærslur, handbragð, markvissa vinnu í að skapa hlut, markaðsetja, kynna o.fl. Unnið er í smiðjum. Í síðustu vikunni eru skil á uppsetningu og markaðssetningu.

STÆRÐFRÆÐI - FÖLL, MARKGILDI OG DEILDUN (STÆR3DF05)

BUNDIÐ ÁFANGAVAL/VALÁFANGI

Undanfari: STÆR2VH05

Meginefni áfangans eru föll, markgildi, deildareikningur og kynning á deildun. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: Föll: Veldisföll, vísisföll, lograföll, andhverf föll og samskeytt föll. Markgildi og deildun: Markgildishugtakið. Skilgreining á afleiðu falls. Deildun veldisfalla, vísisfalla, lografalla og hornafalla. Reiknireglur fyrir deildun margfeldis, ræðra falla og samskeyttra falla. Samfeldni og deildanleiki falla. Aðfellur. Hagnýting deildunar við könnun falla, s.s. að finna staðbundin hágildi og lággildi, einhallabil, beygjuskil og jöfnu snertils. Gröf falla. Noktun deildareiknings við hagnýt viðfangsefni.

STÆRÐFRÆÐI - STRJÁL STÆRÐFRÆÐI (STÆR3SS05)

BUNDIÐ ÁFANGAVAL/VALÁFANGI

Undanfari: STÆR2GN05 eða STÆR2GF05

Efnissvið áfangans eru mengjafræði, rökfræði, talningarfræði, reiknirit og talnafræði. Náttúrlegar tölur eru sameiginlegt viðfangsefni þessara sviða. Helstu efnisatriði eru: Mengi, vensl, varpanir og helstu hugtök varðandi þessi atriði, talningarfræði, rökreglur, mótdæmi, rakning, þrepun, reiknirit, raðir, jafnmunaröð, jafnhlutfallaröð, deilanleiki talna og frumtölur, sætiskerfi með öðrum grunntölum en 10, leifaflokkar og aðgerðir með leifaflokkum.

TÖFRAR HVERSDAGSINS - LIST OG FRÆÐI (LIST2LF03) - KENNT Í LOTU

VALÁFANGI

Undanfari: FÉLV1IV05

Í þessum valáfanga fá nemendur að kynnast rannsóknum innan hug- og félagsvísinda sem eru á mörkum lista og fræða. Þar má nefna sjónræna mannfræði, heimildamyndir, útgáfuverk, sýningar, gjörningalist, ritlist og fleira. Áhersla er lögð á uppgötvunarnám þar sem nemendur fá að grúska í og skoða fjölbreytt verk undir leiðsögn kennara og vinna svo að eigin verkefni og sameiginlegri sýningu. Nemendur fá að kynnast því hvernig hægt er að nota skapandi leiðir til að miðla rannsóknum og hugmyndum og hvernig fræði eru notuð sem grunnur í listsköpun.

Athugið að áfanginn er kenndur í í lotu en ekki yfir alla önnina.

UPPLÝSINGATÆKNI OG VEFSÍÐUGERÐ (UPPT1UV05)

ALMENNUR KJARNI/VALÁFANGI

Undanfari: Enginn

Í áfanganum þjálfast nemendur í notkun töflureiknis og hugbúnaðar til ritvinnslu, glærugerðar og tölvupóstssamskipta. Þá verður farið í leit á Netinu og hvernig meta á gögn sem leitað er eftir. Einnig kynnast nemendur einfaldri vefsíðugerð.