HÚSBRÉFIÐ

11. ÁRG., 26. TBL

DAGSKRÁ VIKUNNAR 4. APRÍL - 10. APRÍL

MÁNUDAGUR 4. APRÍL

Valgreinakynning fyir 7. 8. og 9. bekk í anddyri Bs kl. 10:20 - 12:00


ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL

Nemendaverndaráðsfundur í Hs kl. 8:15

Deildarfundir í báðum húsum kl. 14:30


MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL

Kynning á námsmati frá Menntamálastofnun í Bs 13:45 - 15:45.


FIMMTUDAGUR 7. APRÍL

Faglegur þriðjudagur/fimmtudagur kl. 15:00 í sal Hs

Stjórnendafundur kl. 14:45


FÖSTUDAGUR 8. APRÍL


Takk fyrir góða viku

Þrif á skólalóðum

Hamarsskóli 4. ALS

Barnaskóli 9. ÁST

Áhugaverð atriði næstu vikur

 • Valgreinakynning í Bs mánudaginn 4. apríl frá kl. 10:20 - 12:00 í anddyri skólans.
 • Stærðfræðinámskeið fyrir kennara á unglingastigi verður kl. 13:00 - 16:00 miðvikudaginn 13. apríl í Bs. Allir þeir sem kenna stærðfræði og hafa áhuga að vera með eru velkomnir. Kennari Þóra Þórðardóttir framhaldsskólakennari. Skráning hjá deildarstjórum.
 • Kynning á námsmati frá Menntamálastofnun verður 6. apríl fyrir alla kennara í Bs kl. 13:45 - 15:45. Ef það eru kennarar á yngra stigi sem hafa áhuga á að mæta eru þeir velkomnir.
 • Faglaglegur þriðjudagur verður fimmtudaginn 7. apríl í sal Hs kl. 15:00 :) Sjá fréttabréf: https://tackk.com/faglegurgrv
 • Skóladagur Barnaskólans verður 20. apríl.
 • Fjölgreindarleikar í staðin fyrir Sólskinsdaga/öðruvísidaga. Kennarar á mið- og yngstastigi hafa ákveðið að vera með fjölgreindarleika 1. - 3. júní. Allt starfsfólk á mið- og yngstastigi er hvatt til að horfa á youtubemyndböndin frá Vogaskóla til að kynna sér hvernig þessir leikar fara fram. Hér eru linkarnir https://www.youtube.com/watch?v=acXY8JdTR7E - https://www.youtube.com/watch?v=4shl5kPhEnc

Tilkynningar !!


 • Dagur barnabókarinnar þriðjudaginn 5. apríl - Sagan Andvaka eftir Birgittu E Hassel og Mörtu H. Magnadóttur verður flutt á Rás 1 kl. 9:10. Námsefnisveitan 123skoli.is mun bjóða skólanum upp á verkefnapakkka fyrir alla hópa endurgjaldslaust.

 • Námskeið/fyrirlestur fyrir kennara verður þriðjudaginn 26. apríl kl.13:00 - 16:00 í Hs. Sigríður Ólafsdóttir kennari/doktor mun kynna rannsókn sína á Þróun orðaforða og lesskilingi íslenskra grunnskólanema sem eiga annað móðurmál en íslensku og Hulda Karen Daníelsdóttir, verefnastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða verður með vinnusmiðjur fyrir kennara.

 • Þorgrímur Þráinsson mun væntanlega heimsækja nemendur okkar mánudaginn 11. apríl, nánar auglýst síðar.

 • Árleg söfnun ABC barnahjálpar hófst 1. apríl, það eru nemendur í 4. bekk sem sjá um söfnunina.

 • Aðstoð við heimalestur og heimanám erlendra nemenda er á Bókasafni Vestmannaeyja, mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 16:15 - 17:15. Hvetjum nemendur til að nota sér þessa aðstoð.

 • Menntaspjall á Twitter: http://ingvihrannar.com/menntaspjall/ annan hvern sunnudag. Oft mjög áhugaverðar umræður.

Afmælisbörn næstu tvær vikur:

Þuríður Ósk Georgsdóttir 5. apríl

Sverrir M. Jónson 10. apríl - 35 ára

Hrós vikunnar fær

Stjórn starfsmannafélags GRV fyrir mikla vinnu í kringum starfsmannafélagið og þá sérstakleaga fyrir allar gjafirnar sem þær eru búnar að vera versla í vetur. Þetta kaupir sig ekki sjálft.

Gáta vikunnar

Hákarl þetta heiti ber,

og hafís líka, trúðu mér,

latínu sá lesa kann,

á ljósum hesti nafnið fann.

Svar við síðustu gátu

Kúla

Spakmæli vikunnar

Settu á þig gleraugu bjartsýninnar og þú munt sjá heiminn í nýju ljósi, fullan af tækifærum.

Uppskrift vikunnar

Kókoskjúklingur með sætkartöflusalati

Rétturinn er fyrir ca. 4
1 heill kjúklingur
3 msk kókosmjöl
3 msk saxaðar möndlur
1 msk fiskisósa (fish sauce, td. frá Blue Dragon)
1/2 dl ólífuolía
3 msk sítrónusafi
handfylli ferskt kóriander, saxað
2 msk gott fljótandi hunang
1 tsk turmerik
2 hvítlauksrif, kramin eða rifin
salt og pipar

 1. Byrjið á því að klippa hrygginn úr kjúklingnum þannig að hann fletjist auðveldlega út. Blandið öllu saman sem á að fara í marineringuna og smyrjið því á kjúklinginn.
 2. Leyfið þessu að marinerast í a.m.k. klukkustund. Hitið ofninn í 180° og eldið neðarlega í 40-50 mínútur eða þangað til kjúklingurinn er safaríkur og algjörlega tilbúinn. Ef ykkur finnst hann vera farinn að brúnast of mikið er ekkert mál að skella smá álpappír eða loki yfir hann.
 3. Ég mæli með því að skafa alla marineringuna sem verður eftir í botninum, þið viljið ekki missa af neinu af góðgætinu!

Sætkartöflusalat
1 stór sæt kartafla
2 cm bútur af blaðlauk, smátt saxaðir
3 msk rúsínur
50 gr pecan hnetur
lítil handfylli söxuð steinselja
lítil handfylli saxað kóriander
1 lítið þurrkað chilli, mulið í mortéli

Sósan
4 msk ólífuolía
2 msk gott fljótandi hunang
1 msk balsamik edik
1 msk sítrónusafi
2 msk appelsínusafi
2 cm bútur af engifer, fínt rifið
1/2 tsk kanill
pínu salt

 1. Skerið sætu kartöflurnar í ca. munnbita og setjið á ofnplötu með ólífuolíu, salti og pipar. Bakið við 180° í 30 mínútur. Blandið öllu sem á að fara í sósuna og hellið henni yfir kartöflurnar þegar þær koma blússandi heitar út úr ofninum.
 2. Bætið hinu hráefninu saman við og berið fram volgt.

Big image

Brosmildar

Brostu framan í heiminn þá brosir hann framan í þig.