Skólafréttir Urriðaholtsskóla

2. nóvember 2020

Tökum höndum saman - fylgjum nýjum áherslum

Kæru foreldrar og forráðamenn


Skólastarf hefst að nýju á morgun þar sem ný reglugerð vegna Covid-19 er höfð að leiðarljósi í skipulagi starfsins. Við vorum með starfið okkar vel hólfað en gerum nokkrar breytingar á hverju skólastigi.


Helstu reglur í skólastarfi 3.-17. nóvember má finna á vef ráðuneytisins https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/11/01/Ny-reglugerd-um-skolastarf-tekur-gildi-3.-november-Skolar-afram-opnir/


Við treystum á ykkur að vinna að þessu með okkur, þannig náum við að mæta þessari vá sem veiran er. Svona verður lífið annars vegar á leikskólastigi og hins vegar grunnskólastigi næstu tvær vikur.


Nú göngum við saman í takt og tökum af festu á þessum veiru fjanda.


Takk fyrir samstarfið, jákvæðnina og velviljann kæru fjölskyldur.

Kær kveðja frá okkur öllum í Urriðaholtsskóla

Leikskólastig

Hvert heimasvæði sem deilir forstofu er eitt sóttvarnarrými, þau svæði hjálpast að við opnun og lokun. Það er grímuskylda hjá fullorðnum þegar komið er með barn og það sótt. Foreldrar koma ekki inn í skólann nema brýna nauðsyn krefjist, foreldrar sýnið þolinmæði, opnið ekki dyrnar og virðið tveggja metra reglu á meðan beðið er eftir barni. Starfsfólk skal halda 2 metra fjarlægðarmörkum sín á milli eða nota grímu ef ekki er hægt að verða við því. Reynt að raska skólastarfi barnanna eins lítið og kostur er.


Sóttvarnarhólf eru eftirfarandi:.

 • Kelda og Kjarr - mæta og sótt við sína forstofu

 • Klettur og Klif - mæta og sótt við sína forstofu

 • Klöpp og Kriki mæta og sótt við sína forstofu

 • Holt mæta og sótt við sína forstofu.


Stoðþjónusta þessa daga er skert að einhverju leyti en við reynum eftir bestu getu að færa stuðning inn á heimasvæði barna ef sá möguleiki er fyrir hendi.

Komi til veikinda starfsfólks sem skólinn getur ekki brugðist við munum við þurfa að senda börn heim. Meta þarf aðstæður hverju sinni.


Afar mikilvægt er að virða skráðan tíma barns. Við lok vistunartíma barns reynum við að hafa barnið tilbúið til að stytta biðtíma þess sem sækir. Ef barn er sótt fyrr þarf að láta vita með fyrirvara og þá hvenær ráðgert er að sækja það. Minnum á að skólanum er lokað kl. 17:00. Búið er að skipta upp útsvæði miðað við fjölda barna og starfsfólk og þess gætt að ekki sé skörun á milli.

Grunnskólastig

  • Skólinn er læstur og ekki ætlast til að foreldrar komi inn. Mikilvægt er að virða upphafstíma skóladagsins, kennsla hefst úti kl. 8:15 hjá öllum hópum.

  • Stoðþjónusta á meðan reglugerð er í gildi er skert að hluta. Komi upp hegðunartilfelli sem kennarar eða stoðþjónusta getur ekki brugðist við vegna reglugerðar verða foreldrar beðnir um að sækja barn í skólann.

  • Heimalestur er mikilvægur, ekki síst þessa daga þegar röskun verður á námshópum og við treystum á ykkur að sinna honum virkilega vel með barni ykkar.

  • Komi til veikinda starfsfólks sem skólinn hefur ekki mannskap til að bregðast við munu börn verða send heim.


  Sóttvarnarhólf eru eftirfarandi:


  Yngsta stig er tvö sóttvarnarrými:

  • 1.-2. bekkur er einn hópur bæði á skólatíma og í frístund, mætir á völlinn í útihreysti 8:15. Þessi hópur borðar í matsal, grímuskylda starfsmanna í matartíma.

  • 3.-4. bekkur er einn hópur bæði á skólatíma og í frístund, mætir við starfsmanna bílastæði aftan við skólann í útihreysti 8:15. Borða á sínu heimasvæði með kennara.

  • Nemendur í 1.-4. bekk eru undanþegnir tveggja metra reglu og grímuskyldu. Engin skerðing verður á skóladegi yngsta stigs en innan dagsins verða einhverjar breytingar.

  Miðstig:

  • 5.-6. bekkur er einn hópur mætir á leikskólalóð 8:15 og skóladagurinn varir til 12:30.

  • Um þau gildir tveggja metra regla og grímuskylda þar sem tveggja metra reglu verður ekki við komið. Borða hádegisverð á sínu heimasvæði.

  • Þetta þýðir að þau þurfa að mæta með grímu í skólann. Grímuna þurfa þau að nota í sameiginlegum rýmum svo sem anddyri og á göngum. Á heimasvæði er búið að stilla upp borðum þannig að hægt er að virða tveggja metra regluna og því þurfa þau ekki að bera grímu þegar þau eru sætum sínum.

  • Lagt upp með að dagurinn sé eins samfelldur og vel nýttur og mögulegt er til að bregðast við óhjákvæmilegri skerðingu.

Gullkorn inn í daginn

Ég get lýst í þremur orðum öllu sem ég hef lært um lífið.

Það heldur áfram.

URRIÐAHOLTSSKÓLI ER HNETULAUS SKÓLI