Chatter Pix Kids

Krógaból

ChatterPix í leikskólastarfi


ChatterPix er skemmtilegt smáforrit sem hvetur börn til að tjá sig. Hugmyndin á bak við forritið er einföld - að láta myndir tala. Notandinn velur mynd og getur skreytt hana og ljáð henni rödd. Myndin getur verið af hverju sem er fólki, dýrum, hlutum, landslagi, mat o.s.frv.


Myndbandið getur mest verið 30 sek.

Verkin tala


Á Krógabóli höfum við mest notað ChatterPix til að láta sköpunarverk barnanna tala, t.d. alls kyns fígúrur sem þau hafa föndrað og myndir sem þau hafa teiknað og málað.

ChatterPix gefur okkur möguleika á að búa til stutt myndbönd á einfaldan hátt sem ýta undir tjáningu barnanna og gera okkur kleift að deila upplifun þeirra með foreldrum á skemmtilegan hátt.

Þemaverkefni, sköpun og barnabækur


Oftast nýtum við snjalltæknina í tengslum við þemaverkefni. Við vinnum mikið út frá bókum og tengjum verkefnin við sköpun, lífsleikni og vinnu með tungumálið. Hér má sjá teikningu af bangsanum úr bókinni Gott kvöld. Myndin var teiknuð í tengslum við þemavinnu úr bókinni. Við hlið myndarinnar er Qr kóði en hann er hægt að skanna og skoða hvað bangsinn hefur að segja.


Við notum Qr kóða mikið til að gera verk barnanna sýnileg og þá sérstaklega verk sem unnin eru með snjalltækni. Qr kóði er nokkurskonar strikamerki sem hægt er að geyma gögn á bak við. Með því að nota app úr síma eða öðru snjalltæki er hægt að skanna strikamerkið og skoða efnið sem tengt er kóðanum.

ChatterPix Kids og ChatterPix


ChatterPix er til í Kids útgáfu og við mælum frekar með henni, eini munurinn á öppunum er á límmiðunum sem eru í boði til að skreyta myndirnar.


Í ChatterPix eru t.d. staupglös og fleira í þeim dúr í boði sem er ekki í Kids útgáfunni.