HÚSBRÉFIÐ

11. ÁRG., 28. TBL

DAGSKRÁ VIKUNNAR 18. APRÍL - 24. APRÍL

MÁNUDAGUR 18. APRÍL


ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL

Nemendaverndaráðsfundur í Hs kl. 8:10

Stjórnendafundur kl. 14:30MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL

Skóladagur Barnaskólans kl. 17:00

Fagfundur í íslensku í Bs- fagstjóri boðar til fundar

Deildarfundur í Hs kl. 14:30


FIMMTUDAGUR 21. APRÍL- SUMARDAGURINN FYRSTI

GLEÐILEGT SUMAR :)


FÖSTUDAGUR 22. APRÍL

Takk fyrir góða viku

Þrif á skólalóðum

Hamarsskóli 5. ES

Barnaskóli 9. RÖ

Áhugaverð atriði næstu vikur


Tilkynningar !!


  • Námskeið/fyrirlestur fyrir kennara verður þriðjudaginn 26. apríl kl.13:00 - 16:00 í Hs. Sigríður Ólafsdóttir kennari/doktor mun kynna rannsókn sína á Þróun orðaforða og lesskilingi íslenskra grunnskólanema sem eiga annað móðurmál en íslensku og Hulda Karen Daníelsdóttir, verefnastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða verður með vinnusmiðjur fyrir kennara.

  • GRV fræðsla- kennarar eru duglegir að setja inn efni á GRV fræðslu facebook síðuna, endilega skoðið hana. https://www.facebook.com/groups/985308401484961/?fref=ts

  • Kennarar og nemendur í 5. bekk eru byrjaðir að undirbúa hlutaveltuna fyrir skóladaginn, ef starfsfólk þarf að losa sig við eigulega hluti þá eru þeir vel þegnir.

  • Aðstoð við heimalestur og heimanám erlendra nemenda er á Bókasafni Vestmannaeyja, mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 16:15 - 17:15. Kennarar eru beðnir um að hvetja sína nemendur til að nota sér þessa aðstoð. Drífa Þöll sér um þetta verkefni en það eru sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum ásamt nemendum úr FÍV sem sjá um að láta nemendurna lesa.

  • Menntaspjall á Twitter: http://ingvihrannar.com/menntaspjall/ annan hvern sunnudag. Oft mjög áhugaverðar umræður.

Afmælisbörn næstu viku:

Kristín Halldórs 19. apríl

Unnur Bald. 20. apríl

Hrós vikunnar fá

Þeir sem byrjaðir eru að nota góða veðrið til útikennslu

Gáta vikunnar

Er á fiðlu alltaf hann,
oft að vetri þungfær hann,
mislangur á mönnum hann,
mótaður úr gleri hann.


Svar við síðustu gátu

Steypa

Spakmæli vikunnar

Þeir vita það best, hvað vetur er, sem vorinu heitast unna.


Davíð Stefánsson:Nú skil ég stráin

Bráðhollt engiferskot

Engifer skot með appelsínum og blóðgrape
100 gr engifer, saxað
2-3 appelsínur, afhýddar
1-2 blóðgrape, afhýdd


  1. Setjið öll hráefnin í safapressu (Gyða mælir með Oscar safapressu) og setjið síðan á flösku. Engiferskotið geymist vel í ísskáp. Fyrir þá sem eiga ekki safapressu er allt sett í blandara ~ en þá verður að sía með síupoka í lokin og tappa síðan á flösku.
Big image
Jo Boaler: Start a Math Revolution

Skoðið þetta stutta myndband frá Jo Boaler

Endilega skoðið myndbönd/fyrirlestra með Jo Boaler og heimasíðuna https://www.youcubed.org/

Ótrúlega margar góðar hugmyndir um stærðfræði og hvernig opna á samærðuna um stærðfræði.