Menntabúðir um stærðfræði

Flötur, samtök stærðfræðikennara í samstarfi við . . . . . . . . . Stærðfræðitorg, starfssamfélag stærðfræðikennara

Hvenær: Miðvikudaginn 10. maí kl. 16:00 - 18:00. Hvar: Menntavísindasvið HÍ v/Stakkahlíð í K-103


Spennandi vettvangur fyrir þá sem hafa áhuga á stærðfræði.


Nútíma starfsþróun

Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Þær eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum og kennaranemum.


Meginmarkmið menntabúða er að:

- skapa jafningjaumhverfi þar sem miðlun þekkingar og reynslu á sér stað

- veita þátttakendum tækifæri til að læra og prófa sig áfram með ýmis áhugaverð viðfangsefni

- stuðla að tengslamyndun og samvinnu fólks sem hefur áhuga á stærðfræði

Vinsamlegast skráið ykkur hér.


Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.