Gerum gott betra

Málþing um reynslu og lærdóm þriggja skóla

#gerumgottbetra

Hvað er Gerum gott betra?

Á skólaárinu 2018-2019 unnu Dalvíkurskóli, Naustaskóli og Þelamerkurskóli saman að verkefninu Gerum gott betra. Verkefnið hlaut styrk úr Sprotasjóði og síðasti hluti þess er að miðla til annarra reynslunni og lærdómnum af verkefninu með málþingi.


Málþingið verður haldið miðvikudaginn 9. október kl. 13:00-17:00 í salnum Hömrum, í menningarhúsinu Hofi á Akureyri.


Meginmarkmið Gerum gott betra er að bæta þjónustu við nemendur sem þurfa mikla námsaðlögun. Verkefnið var unnið sem starfendarannsókn þar sem starfsmenn skólanna þriggja innleiddu og skoðuðu saman hvernig þeim tókst að vinna að markmiðum verkefnisins.


Gerum gott betra á rætur í Erasmus+ verkefni sem m.a. var skólaheimsókn iðjuþjálfa og aðstoðarskólastjóra og þáverandi skólastjóra Þelamerkurskóla í sérskólann De Wijnberg í Hollandi, haustið 2017. Í De Wijnberg er notast við fjölfaglega og heildstæða nálgun í námi og allri þjónustu við nemendur og fjölskyldur þeirra. Aðalfyrirlesarar málþingsins koma frá De Wijnberg skólanum.


Málþingið er í senn formleg lok á Sprotasjóðsverkefninu Gerum gott betra og uppskeruhátíð þess. Það er opið öllum áhugasömum.

Dagskrá málþings Gerum gott betra 9. október

12:40 Húsið opnar.

Kaffi, te og vatn í boði


13:00 Setning málþings

Ingileif Ástvaldsdóttir fyrrverandi skólastjóri Þelamerkurskóla


13:15 Hugmyndafræði og starf De Wijnberg skólans í Venlo í Hollandi

Annemarie Graus, Behavioural scientist MSc

Esther van Eeten, Policy advisor (quality and business operations)


14:10 Gerum gott betra. Erindi um reynslu og lærdóm af verkefninu

Valdís Guðbrandsdóttir iðjuþjálfi Dalvíkurskóla og Arna Stefánsdóttir þroskaþjálfi Dalvíkurskóla - glærurnar

Ingunn Heiðdís Yngvadóttir, iðjuþjálfi Naustaskóla - glærurnar

Sigríður Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi Þelamerkuskóla - glærurnar


15:30 Kaffihlé með hressingu


15:50 Pallborð um lærdóm dagsins og tækifærin sem hann færir verkefninu til framtíðar

Dr. Hermína Gunnþórsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri

Jóhann Rúnar Pálsson, skólastjóri Þingeyjarskóla

Jónína Garðarsdóttir, sérkennari Glerárskóla

Karl Frímannsson, sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar


Pallborðinu stýrir Anna Guðmundsdóttir sérkennari


16:30 Samantekt

Dr. Rúnar Sigþórsson prófessor við Háskólann á Akureyri


16:45 Slit


Málþingsstjóri verður Jón Svanur Jóhannsson verkefnastjóri skólahluta Erasmus+

Málþing Gerum gott betra

Niðurstöður úr viðbrögðum þátttakenda

Umfjallanir um verkefnið og málþingið í fjölmiðlum

Skráningu lauk á hádegi mánudaginn 7. okt.

Skráðu þig á málþingið með því að smella hérna eða á hnappinn hérna fyrir neðan.

Skráningargjald málþingsins er 3.000 kr. fyrir hvern þátttakanda.

Leggðu skráningargjaldið inn á reikninginn 0177-15-200465, kt. 561106-0610.

Sendu staðfestingu á greiðslu á netfangið gerumgottbetra@bjarkir.net

Skráningin telst gild við móttöku á staðfestingu greiðslu.