Fréttabréf Vesturbæjarskóla

Fréttir og upplýsingar um skólastarfið í Vesturbæjarskóla

Desember

Jóladagskrá í Vesturbæjarskóla

Í desember er margt um að vera í skólanum. Vinahópar hittast, börnin gera jólaföndur, skreyta stofur og glugga, baka piparkökur og æfa atriði fyrir jólaskemmtanir.
Big picture

Samsöngur

Eins og venjulega er samsöngur alla föstudaga kl. 8:40. Samsöngur í desember verður auðvitað jólalegur og munum við halda áfram þeirri hefð að kveikja á aðventukertunum. Síðasti samsöngur þessa árs verður reyndar á fimmtudegi (á rauða deginum).
Big picture

Rauður dagur 19. desember

Þennan dag verður sérstaklega rauður og fallegur samsöngur kl. 8:40. Þennan dag mæta þeir sem vilja í rauðu. Eins og hefð er fyrir í skólanum fá nemendur piparkökur og kakó í nestistímanum sem þau hafa bakað sjálf í desember í heimilisfræði. Generalprufa 7. bekkjar á jólaleikritinu verður kl. 13:30 og eru foreldrar nemenda í 7. bekk sérstaklega velkomnir.

Jólaleikrit 7. bekkjar

7. bekkur hefur unnið hörðum höndum í allan vetur að því að búa til jólaleikrit sem þau sýna öllum árgöngum á jólaskemmtunum 20. desember. Nemendur hafa valið sér hlutverk í leikritinu og eru ýmist í búningahönnun, sviðsmynd, hljóðmenn, handritsgerð og að leika.
Big picture

Jólaskemmtanir 20. desember

Á jólaskemmtunum mæta nemendur á ákveðnum tíma á sýna skemmtun. Allir árgangar eru með söngatriði, 7. bekkur sýnir jólaleikritið og að lokum spilar kennarahljómsveitin fyrir jólaballi þar sem allir dansa í kringum jólatréð.


Jólaskemmtun 1., 3. og 5. bekkjar

9:00 - 10:30


Jólaskemmtun 2., 4. og 6. bekkjar

11:00 - 12:30

Jólafrí

Jólafríið byrjar 21. desember og stendur til 1. janúar. Börnin mæta stundvíslega í skólann kl. 8:30 fimmtudaginn 2. janúar.
Big picture