DJÚPAVOGSSKÓLI

FRÉTTIR ÚR SKÓLASTARFI

MAÍ OG JÚNÍ

26.maí - Uppstigningardagur - frídagur.

27.maí - Héraðsleikar.

Vordagar og útikennsla.

03. júní - Skólaslit.

Skipulagsdagar starfsfólks.

NÆSTA VIKA

Mánudagur 23.maí

  • Tökum vel á móti nýrri viku.

Þriðjudagur 24.maí

  • 14:30 Teymisfundur.

Miðvikudagur 25.maí

  • Njótum þess að fá auka frí.


Fimmtudagur 26.maí - frídagur


Föstudagur 27.maí

  • Héraðsleikar.
  • Förum í gott helgarfrí.

MATSEÐILL NÆSTU VIKU

Big picture

ÞAÐ STYTTIST Í VORDAGA

Nú eru bara tvær vikur þar til nemendur komast í kærkomið sumarfrí.

Í næstu viku mun starfsfólk skólans nota til að klára skipulag vordaga, námsmat og fleira.


Það verður kennt samkvæmt stundarskrá en við reynum líka alltaf að nýta góða veðrið vel og vonandi getum við farið að vera meira úti.


Á föstudaginn er svo stefnt á að fara í rútuferð á hérað með yngsta- og miðstig, nánari upplýsingar um það eftir helgi.

MÍLAN HENNAR MARÍU

María Dögg er með miðstigið í heilsueflandi verkefni en þau ganga mílu á dag.

Verkefnið er að skoskri fyrirmynd og kallast "the daily mile".


Rannsóknir sýna að með þessari einföldu leið má bæta líðan, einbeitingu og samskipti. Þetta eykur sjálfstraust og þrautseigju og dregur úr streitu og kvíða.

Þetta er ekki keppni, bara félagsskapur og gleði, allir fara á sínum forsendum. Nemendur geta hlaupið, skokkað eða gengið í 15 mínútur. Reynslan hefur sýnt að margir fara um eina mílu, 1,6 km, á 15 mínútum og þess vegna heitir þetta The Daily Mile.


Fyrstu míluna fór hópurinn þann 27. Apríl í blíðskaparveðri, síðustu daga hefur rigningin ekki stoppa neinn og þetta ætla þau að gera alla daga fram að skólalokum.


Vel gert hjá þeim og alveg til fyrirmyndar fyrir okkur hin.

Big picture
Big picture

FRÁBÆRIR TÓNLEIKAR HJÁ TÓNLISTARSKÓLA DJÚPAVOGS

Á miðvikudaginn voru vortónleikar nemenda í tónlistarskólanum. Tónleikarnir heppnuðust frábærlega og þarna mátti sjá nemendur spila á hljóðfæri, syngja og dansa.


Berglind stýrði þessu með leikrænum tilburðum þannig að úr varð frábær skemmtun. Nemendur spiluðu saman og sumir eru greinilega tilbúnir í að stofna hljómsveit :)


Þórdís aðstoðarskólastjóri tók líka þátt og spilaði undir með Matta, vel gert hjá þeim.


Berglind er búin að vinna frábært starf í vetur. Með fjölbreyttum og skapandi aðferðum tekst henni að búa til ævintýra heim með þeim yngstu. Hún hefur mætt þeim eldri þar sem áhugi þeirra liggur og það má sjá góðar framfarir hjá nemendum.

Það verður gaman að sjá hvernig tónlistarskólinn þróast áfram næsta vetur.

CITTASLOW WORKSHOP Í TRYGGVABÚÐ

Í síðasta fréttabréfi sögðum við frá honum Adrien sem er að vinna doktorsverkefni við háskóla í London. Á laugardaginn stendur hann fyrir vinnustofu sem fjallar um hvernig íslenskt þjóðfélag getur lifað innan marka jarðarinnar. Við hvetjum alla til að kynna sér þetta vel og mæta í vinnustofuna á laugardaginn kl. 10 í Tryggvabúð.

Big picture
Big picture