Grunnskóli Hornafjarðar
8. desember 2020
Fréttir af Covid-19 málum í skólanum
Frá og með morgundeginum 9. des verður opnað fyrir mat hjá 5. og 6. bekk og vonandi getur Heppuskóli mætt í mat fljótlega eftir áramót. Frá og með fimmtudegi 10. desember fellur grímuskylda og 2 metra reglan niður hjá nemendum í 8. - 10. bekk.
Það styttist í jólin sem við viljum öll halda með fjölskyldunni laus við að sóttkví eða einangrun. Því leggjum við áherslu á að vanda okkur síðustu dagana fyrir jólafrí og passa vel upp á persónulegar smitvarnir.
Við erum öll almannavarnir
Samanburður á lykiltölum í lífi barna frá því í febrúar 2020 og október 2020. Tölurnar eru unnar upp úr könnun frá Rannsókn og greiningu en hér eru kannanirnar í heild sinni https://gs.hornafjordur.is/stefna-og-aaetlun/sjalfsmat/ytramat/.
Á þessum upplýsingafundi verður farið yfir niðurstöður könnunar sem Rannsókn og greining gerði í október á líðan og hegðun barna í 8. - 10. bekk og rætt um hvað foreldrar gætu gert til að koma til móts við þarfir barna sinna.
19. nóvember síðastliðinn var haldið skólaþing í Grunnskóla Hornafjarðar. Umfjöllunarefnið að þessu sinni var Covid-19 og bar skipulag þingsins þess vitni. Hver bekkur vann í sinni stofu, ýmist í hópum eða allur bekkurinn saman.