Fréttamolar úr MS

14. janúar 2022

Dagsetingar framundan

21. janúar, föstudagur - Valdagur nýnema

25. janúar, þriðjudagur - Matsdagur

26. janúar, miðvikudagur - Matsdagur


Hér er svo hlekkur á skóladagatal ársins 2021 - 2022.

Upphaf skólaársins og næstu dagar

Skólastarfið hér í MS hefur gengið vel þrátt fyrir talsverða fjarveru nemenda og starfsmanna vegna aðstæðna í samfélaginu. Nemendur og starfsmenn hafa staðið sig frábærlega í krefjandi aðstæðum.


Mikil áhersla er á grímunotkun og aðrar sóttvarnaráðstafanir og gengur það almennt vel þó alltaf megi gera betur.


Þrátt fyrir að hertar samkomutakmarkanir séu að koma til í samfélaginu þá verða aðgerðir ekki hertar innan skólanna og getum við því haldið okkar striki. Hvað nemendur varðar verður skólastarf því með óbreyttum hætti í næstu viku. Okkur hefur gengið vel að tryggja öryggi allra í skólanum og vonum við að svo verði áfram.

Flott frammistaða í Gettu betur

Gettu betur lið skólans atti kappi við lið MR á miðvikudagskvöldið. Andstæðingurinn var aðeins of sterkur að þessu sinni og er þátttöku MS lokið í keppninni þetta árið. Við erum stollt af okkar keppendum, framundan er það spennandi verkefni að byggja upp enn öflugra lið til að keppa á næsta ári og mun liðið okkar miðla reynslu sinni áfram.

Vertu breytingin

Styrkir fyrir ungt fólk til að framkvæma verkefni sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið


Ertu á aldrinum 18-30 ára?

Þá ertu boðin/nn á kynninguna Vertu breytingin! um styrki fyrir ungt fólk til að framkvæma verkefni sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið fimmtudaginn 20. janúar kl. 15:00! ➡️ https://www.facebook.com/events/894393367889265


Skráning hér https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScA_rYevmBM2BOFCfTT4J_ZzQ7SUw7BCUGSdSelwOjOba0Fjg/viewform?usp=sf_link 🌼


Styrkirnir eru fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 sem láta gott af sér leiða í sínu nærsamfélagi eða til einhvers ákveðins markhóps. Það þarf 5 ungmenni (18-30 ára) til að mynda hóp sem sér um framkvæmd verkefnisins og það er hægt að fá styrk fyrir 2-12 mánaða verkefni. Styrkupphæð er á bilinu €1000-6000 (150.000-900.000 m.v. núverandi gengi).


Næsti umsóknafrestur er 23. febrúar næstkomandi kl. 10.


Ætlunin er að útskýra hugmyndafræðina á bakvið styrkina, skoða skráningarferlið og umsóknarformið auk þess að svara spurningum. Tilvalið tækifæri til að skoða hvort að hugmyndin þín eða þeirra ungmenna sem þú starfar með geti ekki fengið styrk.


Dæmi um verkefni gæti verið:

 • Umhverfisvernd
 • Taka á samfélagslegum vanda
 • Hvetja til heilbrigðs lífernis
 • Heimildamynd
 • Gjörningar
 • List
 • Vinnustofur
 • Vinnusmiðjur
 • Vitundarvakning
 • Herferð
 • Matarkvöld
 • Regluleg viðburðakvöld á vegum nemendafélaga
 • Skatepark
 • Podcast
Og margt fleira!


Kynntu þér málið: https://www.erasmusplus.is/taekifaeri/european-solidarity-corps/samfelagsverkefni/

Ef þið hafið áhuga á frekari upplýsingum um Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlanirnar þá hvet ég ykkur til að skrá ykkur á póstlista hér:
https://rannis.us4.list-manage.com/subscribe?u=b4c67d6c6d0cc896cdaaa4248&id=6c7daa53e9

Big picture

Bílabíó næsta fimmtudag!

Við látum sóttvarnareglur ekki stoppa okkur og leitum leiða til að hafa gaman saman! Nemendafélagið stefnir á að hafa bílabíó fimmtudaginn 20. janúar. Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur!