HREKKJAVAKA Setrið og Setbergsskóli

Október 2020

Hryllilega gaman...

Það var mikið fjör í hrekkjavökuvikunni bæði í skólanum og félagsmiðstöðinni. Í Setrinu var haldið upp á Hrekkjavöku alla vikuna. Krakkarnir í miðdeildinni komu í búningum, horfðu á mynd og höfðu gaman. Unglingarnir horfðu á hryllingsmynd á miðvikudaginn og voru þar mættir 54 unglingar sem er nú bara met og allir skemmtu sér vel.


Í skólanum stóð hrekkjavökunefndin fyrir keppni um hryllilegustu hurðaskreytinguna í öllum deildum skólans og nemendur kepptust við að skreyta hurðina sína með alls konar draugum og fígúrum. Metnaðurinn var mikill og skemmtileg stemning hvar sem gengið var um skólann. Allir fengu umsögn dómnefndar enda hver huðin annarri flottari.


Vinninghafar í hurðakeppninni voru;
1. bekkur á yngsta stigi, 5. ALÞ á miðstigi og Berg á unglingastigi.

Hurðirnar hryllilegu..

Hrekkjavökubúningar

Á föstudeginum mætti þorri nemenda í búningum og margir hófu skóladaginn á dansfjöri á sal. Í Setrinu kepptu nemendur í unglingadeild sín á milli um hryllilegasta búninginn.


Það er einstaklega ánægjulegt hve góð þátttaka nemenda var, hvað margir mættu í búningum og nutu þess að taka þátt í fjörinu í Setrið í hrekkjavikunni. Þar er verið að skapa ótrúlegar minningar. Myndir segja meira en mörg orð.

Big picture
Big picture
Big picture

Setrið

Setrið er félagsmiðstöð við Setbergsskóla.