DJÚPAVOGSSKÓLI

FRÉTTIR ÚR SKÓLASTARFI

NÆSTA VIKA

Mánudagur 30.ágúst

  • Góður dagur til að fara í berjamó.

Þriðjudagur 31.ágúst

  • Upplagt að nota góða veðrið.

Miðvikudagur 1.september

  • Lengd viðvera hefst á Helgafelli (síminn hennar Svölu:895-8757)
  • Nemendur sem fara með skólabíl hafa aðstöðu á Helgafelli.

Fimmtudagur

  • Förum jákvæð inn í daginn.

Föstudagur

  • Förum hress inn í gott helgarfrí.

MATSEÐILL NÆSTU VIKU

Big picture
Big picture

MATSEÐIL MÁ FINNA Á HEIMASÍÐU SKÓLANS

MUNUM EFTIR SUND-OG ÍÞRÓTTAFÖTUM OG AÐ VERA KLÆDD EFTIR VEÐRI

RÁHERRAHEIMSÓKN FRESTAÐ TIL 6.SPETEMBER

Ráðherra menntamála er á leiðinni til okkar í heimsókn ásamt fulltrúa Heimilis og skóla. Til stóð að hópurinn kæmi í næstu viku en því hefur verið frestað til mánudagsins 6.september.

UPPHAF SKÓLAÁRS 2021-2022

Hér má sjá nokkrar myndir frá starfi skólans. Þarna má líka sjá hvernig staðan er á framkvæmdum á skólalóðinni. Á næstu vikum verður sett upp skýli fyrir ofan pallinn. Það koma nýjar rólur og tröppuveggur bakvið nýbygginguna verður steyptur.

Þarna má sjá mynd úr vinnuaðstöðu starfsfólks en nú hafa allar kennslubækur og ýmiskonar kennaraefni verið fært inn í vinnuherbergið til að auðvelda aðgengi og bæta vinnuaðstöðu.

Þarna er líka mynd frá nýja kennslurýminu sem stoðþjónustan hefur (þar sem gömlu salernin voru). Þar á eftir að klára að leggja rafmagn áður en hægt er að taka það í notkun.

Það er búið að kaupa þrjú svokölluð bananaborð á yngstastig. Við bananaborð situr kennarinn í miðjunni og nemendur á móti.

Nemendur í unglingadeild að vinna með sögu - nemendur túlka setningu á myndrænan hátt - reyna að raða henni í rétta röð og búa til myndasögu. Í framhaldi búa þau til nýja sögu þar sem passa þarf uppá uppbyggingu texta

Big picture
Big picture

Bestu kveðjur frá starfsfólki Djúpavogsskóla