DJÚPAVOGSSKÓLI
FRÉTTIR ÚR SKÓLASTARFI
NÆSTA VIKA
Mánudagur 30.ágúst
- Góður dagur til að fara í berjamó.
Þriðjudagur 31.ágúst
- Upplagt að nota góða veðrið.
Miðvikudagur 1.september
- Lengd viðvera hefst á Helgafelli (síminn hennar Svölu:895-8757)
- Nemendur sem fara með skólabíl hafa aðstöðu á Helgafelli.
Fimmtudagur
- Förum jákvæð inn í daginn.
Föstudagur
- Förum hress inn í gott helgarfrí.
MATSEÐILL NÆSTU VIKU


MATSEÐIL MÁ FINNA Á HEIMASÍÐU SKÓLANS
MUNUM EFTIR SUND-OG ÍÞRÓTTAFÖTUM OG AÐ VERA KLÆDD EFTIR VEÐRI
RÁHERRAHEIMSÓKN FRESTAÐ TIL 6.SPETEMBER
UPPHAF SKÓLAÁRS 2021-2022
Þarna má sjá mynd úr vinnuaðstöðu starfsfólks en nú hafa allar kennslubækur og ýmiskonar kennaraefni verið fært inn í vinnuherbergið til að auðvelda aðgengi og bæta vinnuaðstöðu.
Þarna er líka mynd frá nýja kennslurýminu sem stoðþjónustan hefur (þar sem gömlu salernin voru). Þar á eftir að klára að leggja rafmagn áður en hægt er að taka það í notkun.
Það er búið að kaupa þrjú svokölluð bananaborð á yngstastig. Við bananaborð situr kennarinn í miðjunni og nemendur á móti.
Nemendur í unglingadeild að vinna með sögu - nemendur túlka setningu á myndrænan hátt - reyna að raða henni í rétta röð og búa til myndasögu. Í framhaldi búa þau til nýja sögu þar sem passa þarf uppá uppbyggingu texta

