Fréttamolar úr MS

12. janúar 2022

Dagsetningar framundan

21. janúar, föstudagur - Valdagur nýnema

25. janúar, þriðjudagur - Matsdagur

26. janúar, miðvikudagur - Matsdagur


Hér er svo hlekkur á skóladagatal ársins 2021 - 2022.

Nýjar reglur um samkomutakmarkanir og sóttkví

  • Prófauppröðun í öllum stofum og 1 m á milli nemenda. Hér eru reglurnar í heild sinni.


Miðannarmat nú aðgengilegt í Innu

Miðannarmat (stöðumat) er nú aðgengilegt nemendum og forráðaaðilum í Innu.


Miðannarmatið er gefið í hverri námsgrein og er byggt á ástundun, prófum, raunmætingu og verkefnum nemenda í greininni fyrri hluta annarinnar og gefur leiðbeinandi upplýsingar um stöðu nemenda í námi sínu.


Matskvarðinn er þrískiptur:


  • G: Gott (frammistaða á bilinu 8 - 10) merkir að með sama áframhaldi mun nemandi ná góðum árangri í áfanganum. Nemendur eiga hrós skilið og eru hvattir til að halda áfram á sömu braut.


  • V: Viðunandi (frammistaða á bilinu 5 - 7) merkir að nemandi stendur sig þokkalega og góðar líkur á að með sama áframhaldi muni hann standast lágmarkskröfur eða ná þokkalegum árangri í áfanganum. Fái nemandi V er mikilvægt að slaka hvergi á í námi og jafnvel að gera betur.


  • Ó: Ófullnægjandi (frammistaða á bilinu 1 - 4) merkir að nemandi stendur sig ekki nægilega vel í náminu og mun með sama áframhaldi að öllum líkindum falla í áfanganum. Einkunnin Ó í grein gefur þau skilaboð að nemandinn verði að taka sig verulega á í náminu og leita alls mögulegs stuðnings við námið sem kostur er á.


Við hvetjum nemendur og forráðaaðila að fara yfir miðannarmatið (stöðumatið) saman og skipuleggja framhald námsins í ljósi þess. Einnig bendum við á að námsráðgjafar skólans eru til viðtals og geta bent á leiðir fyrir nemendur sem þurfa að bæta stöðu sína. Nemendum með matið ófullnægjandi í tveimur námsgreinum eða fleiri er bent á að hafa samband við námsráðgjafa.


Það er von okkar að matið verði nemendum almennt hvatning í náminu.

Hér má sjá hvernig hægt er að nálgast miðannarmatið í Innu

Leiðbeiningar í Innu

Í gegnum Innu er nú hægt að nálgast ýmsar leiðbeiningar með aðgengilegum hætti - með því að smella á flipann Leiðbeiningar.


Nú þegar eru þarna aðgengilegar leiðbeiningar fyrir eftirfarandi:


  • Að veita aðganga að upplýsingum í Innu (s.s. Strætó)
  • Miðannarmat
  • Skráning kyns
  • Veikindi og leyfi
  • Töflubreytingar



Smátt og smátt verður bætt þarna inn eftir því sem leiðbeininga er þörf.


Ef nemendur eða forráðaaðilar óska eftir leiðbeiningum sem ekki er að finna þarna sendið þá tölvupóst til konrektors, liljaj@msund.is og óskið eftir leiðbeiningum.

Big picture
Big picture

MS keppir við MR í kvöld á ruv.is kl.20.20!

Skólinn teflir fram öflugu liði í ár sem ætlar að selja sig dýrt gegn verðugum andstæðingi í 1. umferð Gettu betur.


Lið MS skipa þau


  • Tinna Dögg Þórðardóttir
  • Kristján Orri Hugason
  • Theódór Ingi Ingason,


Varamenn og liðstjórar eru Jóhann Borg Kristjánsson og Baldvin Orri Friðriksson.


Þjálfarar liðsins eru Jónas Örn Helgason og Jóhann G. Thorarensen, kennarar skólans.


Við hvetjum alla til að fylgjast með.


Gangi ykkur vel!!!

Big picture