Jóla- og nýárskveðja

2015

Kæru ættingjar og vinir nær og fjær

Okkar bestu óskir um að þið hafið átt gleðileg jól og notið þeirra í faðmi þeirra sem þið elskið mest <3


Nú er að koma að áramótum og nýtt ár tekur við. Það er því okkar ósk að það muni verða ykkur hamingjuríkt og enn betra en það sem nú er að líða :) <3


Síðbúin jólakveðja og ánægjuleg nýárskveðja,

Obba, Gunni, Guðberg Ólafur, Sigurjón Birgir og Guðbjörg Ósk

Endilega að hlusta á meðan lesið er ef þið farið lengra .. voða kósý :)

taysonquynhon

Happy New Year - ABBA by taysonquynhon

Á vit ævintýranna....

Þetta ár hefur verið viðburðaríkt ef svo má segja því í sumar ákváðum við að flytja í suðurátt og erum nú lent á Ásbrú í Reykjanesbæ, Skógarbraut 929-2-2A. Það telst víst til Njarðvíkur og erum við orðnir Njarðvíkingar ... Reykjanesbæarbúar.


Kellingin er nefnilega komin í nám við Háskóla Íslands, menntavísindasvið, þar sem hún var svo ótrúlega heppin að fá námsleyfi veturinn 2015-2016. En hún var búin að vera að taka einn og einn áfanga með vinnu og fullu heimilishaldi þannig að það var vel þegið að geta verið einn vetur "bara" í skóla :) Hún er að næla sér í mastersgráðu í upplýsingatækni og miðlun sem vonandi tekst einhvern daginn í nánustu framtíð.... kannski innnan 5 ára eða svo, kannski fyrr, maður veit aldrei. En eftir þennan vetur er ritgerðin nefnilega eftir .... púff !! Annars er ég búin að kynnast fullt af frábæru fólki í náminu mínu, fara á ráðstefnur og menntabúðir og tel ég mig vera afar ríka af góðum kynnum, ört stækkandi tengslaneti og vitneskju eftir þessa fyrstu önn í skólanum.


Heimilisfaðirnn hætti á Kvíabryggju eftir 10 ára þrautagöngu þar meðal misskemmtilegra fanga og fangavarða. Fór að keyra strætó á Grundó en missti það svo og var það hluti af þeirri ákvörðun að við fluttum okkur um set en hann fékk vinnu um leið og hann mætti hér á svæðið. Eiginlega var barist um hann, en hann ákvað að þiggja vinnu hjá fyrirtæki sem heitir Crew ehf og eins og nafnið segir til um er hann að keyra áhafnir. Hann segir nú sjálfur að hann sé að keyra bobbinga ... hehe :) Skilji þeir það sem vilja skilja :) hann er voða ánægður og finnst þetta mjög skemmtilegt starf.


Guðberg Ólafur er hinn ánægðasti hér og er á fullu í fótbolta með Keflavík. Á orðið góðan vin sem heitir Elvar og er með honum í bekk. Hann er líka í boltanum og fara þeir oft með strætó niður í Reykjaneshöll til að leika sér í fótbolta, þó svo að það sé ekki æfing. Bara gaman. Honum gengur vel í skólanum, er í 5 bekk, þó svo að það sé nú komin smá gelgja í gang þar sem skólinn er bara leiðinlegur og hann hatar að þurfa að læra heima... já, svona er lífið. Svo eru kærustumálin farin að hafa smá áhrif á heimilið og því þarf bara að taka eins og öllu öðru, svona er bara lífið :) Flottur fótboltastrákur, áhugasamur og glaður <3


Sigurjón Birgir er eins og hann,, listrænn, hugmyndaríkur og uppátækjasamur með eindæmum. Hann og Gugga eru í 2. GS, en það eru tveir bekkir í þeim árgangi hér í Háaleitisskóla. Hann á erfitt með að tengjast vinum en vonandi kemur það með tímanum. Hann er alltaf að leika við hinn og þennan og gengur það upp og niður. Annars finnst honum almennt gaman í skólanum, er í sérkennslu þar sem hann er með ADHD stimpil og fær því frábæra hjálp frá yndislegum sérkennara sem og sínum frábæra umsjónarkennara. Það er reynt að gera allt fyrir hann sem hægt er. Við erum að reyna að ná honum í körfubolta, eða einhverja aðra íþrótt. Það kannski tekst eftir áramótin :) Kemur í ljós og maður verður bara að halda áfram að reyna !! En hann er yndislega blíður og ljúfur strákur með litla hjartað frá mömmu sinni, röddina og uppátækjasemina frá pabba sínum :) <3


Skottan á heimilinu, Gugga Ósk, er mikil prinsessa og frekjudós :) enda eina stelpan í barna"hópnum". Hún er voða dugleg í skólanum, áhugasöm og blíð ung stúlka. Hún á nokkrar vinkonur sem hún segir að séu auðvitað allar bestu vinkonur sínar. En það kemur að því að sterk böndi myndist á einhverjum vígstöðum, en núna er bara um að gera að hafa gaman af lífinu og tilverunni og njóta þess að vera lítil ung dama og leika sér sem mest. Hún elskar að leika í barbie og Monster High og fer vonandi í dans eða ballet núna eftir áramótin. Bara yndisleg dúlla sem elskar að kúra hjá mömmu sín <3


Stóri strákurinn okkar, Þorgrímur Magni, er löngu fluttur af heiman, er í háskólanum og gengur vel hjá honum og Rebekku minni. Þau leigja á stúdentagörðum upp í Grafarholti, eru á litlum og sætum bíl og svo á strætó. Rebekka er að verða búin með sjúkraliðann í vor og er hrikalega dugleg í því sem hún tekur sér fyrir hendur. <3 Flott par sem síðan ákvað að trúlofa sig í vetur. Bara yndisleg !


Heilsan hefur verið góð á heimilinu, sjö níu þrettán :) Ælupest hefur bankað uppá við og við og er þannig einmitt í kvöld ..púff, ekki gaman !! :( Vonandi búið á morgun ! :)


Annars líður okkur vel hér á Ásbrú, þetta er lítið samfélag margs konar fólks og sem við erum aðeins farin að kynnast. Annars verð ég að viðurkenna að ég fer nú ekki mikið út, stundum spyr Gunni mig hvenær ég fór síðast eitthvað út og ég man það ekki ;-o ... Svolítil viðbrigði frá því sem áður var. En alltaf gott að komast svo í staðloturnar í skólanum og þegar um hópaverkefni er að ræða, þá þarf maður víst að drattast í að klæða sig í brjóstahaldarann og kannski sokka :) heheh ;-p


Skóli krakkanna, Háaleitisskóli, er með öflugu innihaldi og virðist vera að gera góða hluti með börnin. Hann er fyrir nemendur frá 1 til 7. bekk og börnin taka bara strætó í skólann sem er í svona korters fjarlægð ef við löbbum.


Annars er bara gott að frétta, við erum oriðið strætófólk, þar sem bíllinn okkar hrundi loksins núna í lok október og er það bara gaman. Pínku heftandi svona miðað við hvað maður er vanur en maður tekur því bara !! :) Enda erum við komin nær nánustu fjölskyldu og eru allir voða duglegir að kíkja í heimsókn <3 og tel ég mig vera óendanlega heppna að eiga svona yndislega fjölskyldu sem er dugleg að hjálpa til hvenær sem er með hvað sem er og bara að vera TIL <3


Svo er bara hvað næsta ár ber í skauti sér, hvert maður fer eða hvort maður fer og hvað maður gerir, verður bara spennandi að sjá :) <3


Við vonum innilega að þið öll njótið lífsins og takið hverjum degi fagnandi með jákvæðnina að leiðarljósi <3


Knús og kossar inn í ykkar líf !

Obba, Gunni og co