Skólastarfið í júní
Vinátta - Samvinna - Ábyrgð
Takk fyrir samstarfið í vetur
Tíminn er fljótur að líða því í næstu viku eru skólaslit og nú fáum við loksins að ljúka skólanum á hefðbundinn máta á sal skólans. Það er gleðiefni að hlutirnir séu aftur komnir í sitt gamla horf og að hefðir og venjur sem skapast hafa hér í Hraunvallaskóla séu ekki lengur háðar takmörkunum heimsfaraldurs. Síðustu ár og misseri hafa sannarlega reynt á þolrifin okkar en framundan eru bjartir tímar og vonandi skemmtilegt og ánægjulegt sumar fyrir alla.
En þó að skóla ljúki senn þá þarf eftir sem áður að halda áfram að byggja upp nýjan orðaforða og nýja þekkingu gegnum lestur. Það er ákaflega mikilvægt að allir nemendur viðhaldi lestrarfærni sinni í sumar og að foreldrar/forráðamenn hvetji og styðji börn sín við það verkefni. Til að koma í veg fyrir afturför í lestri yfir sumartímann er einfalt ráð:
Að lesa að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í ca. 15 mínútur í senn.
Nú þegar við höldum út í sumarið þá vil ég biðja ykkur um að ganga vel um hverfið okkar. Vellirnir í Hafnarfirði er fallegt hverfi með skemmtilega göngustíga, mosa og hraun. Það er mikilvægt að hvert og eitt okkar leggi sitt af mörkum við að halda því snyrtilegu og aðlaðandi. Við skulum vera stolt af því að búa á Völlunum og hjálpast að við gera veg þess sem mestan með góðri umgengni og umtali.
Kær kveðja, Lars Jóhann Imsland skólastjóri
Hraunsel opnunartími
Þriðjudaginn 7. júní er opið kl. 08:00-17:00
Miðvikudaginn 8. júní er opið kl. 11:00-17:00
Fimmtudaginn 9. júní er opið kl. 09:00-17:00
Að loknum fimmtudeginum er Hraunsel komið í sumarfrí en hægt er að skrá í Sumarfrístund, sjá auglýsinu hér neðar.
Þeir sem ætla að nýta sér þessa daga ættu nú þegar að vera búnir að skrá sitt barn. Ef ekki þá vinsamlegast hafið samband við Söru í Hraunseli sem allra fyrst á sarap@hraunvallaskoli.is.
Opið hús og samtalsdagur 7. júní - skertur dagur
Þriðjudaginn 7. júní er opið hús og samtalsdagur. Opið hús er frá kl. 09:00-11:00 þar sem nemendur og forsjáraðilar mæta til þess meðal annars að skoða afrakstur Grúsksins hjá öllum árgöngum og "Gullamöppurnar" í yngri deild. Viðvera nemenda þennan dag verður send heim í vikupóstum árganganna þar sem það er mismundandi viðvera eftir árgöngum.
Nemendur hafa verið að vinna að eftirfarandi þemum í Grúskinu eftir árgöngum:
Yngri deild
1. bekkur er að vinna verkefni um húsdýrin
2. bekkur er að vinna verkefni um Hafnarfjörð
3. bekkur er að vinna verkefni um íslenska þjóðhætti
4. bekkur er að vinna verkefni um hafið
Miðdeild
5. bekkur er að vinna verkefni um Landnám Íslands
6. bekkur ætlar að setja upp ferðaskrifstofur og selja ferðir til Norðurlanda á opna húsinu
7. bekkur ætlar í ferð um Evrópu
Unglingadeild
Grúskið að þessu sinni í unglingadeild verður tileinkað nýsköpun undir slagorðinu "Framtíðin okkar, ekkert vandamál" .Nemendum er ætlað að vinna einstaklings- eða hópaverkefni að lausnum á vandamálum sem þau taka eftir í umhverfi sínu. Nemendur útlista í texta vandamálið og þá lausn sem þau sjá fyrir sér og smíða prótótýpu af lausninni. Að lokum vinna þau stutt myndband þar sem vandamálið og lausnirnar eru kynntar.
Valkvæður samtalsdagur
Frá kl. 12:00-15:00 er valkvæður samtalsdagur þar sem foreldrum/forsjáraðilum er gefinn kostur á að bóka sig í samtal við kennara. Búið er að opna fyrir samtölin á Mentor og er síðasta tækifæri á að skrá sig föstudagurinn 3. júní.
Íþróttadagur 8. júní
Nemendur í yngri og miðdeild eru í skólanum frá kl. 08:15-11:10 en unglingadeild er frá kl. 08:30-11:10 þar sem þetta er skertur skóladagur.
Útskrift 10. bekkjar
Nemendur útskrifast í þessari röð:
kl. 16:00 10. HBG
kl. 17:00 10. MJ
kl. 18:00 10. MHR
Skólaslit
Skólaslit 1.-9. bekkjar verða fimmtudaginn 9. júní og koma tímasetningarnar fram hér undir. Þá mæta nemendur á sal skólans og eru foreldrar/forsjáraðilar velkomnir með. Það er svo notalegt að geta boðið ykkur foreldrum/forsjáraðilum til okkar aftur. Þegar stundinni í salnum er lokið fara nemendur með umsjónarkennurum sínum upp á sín heimasvæði og fá vitnisburð skólaársins í hendurnar.
Hér eru tímasetningarnar fyrir árgangana:
kl. 09:00 1.-2. bekkur
kl. 09:30 3.-4. bekkur
kl. 10:00 5.-7. bekkur
kl. 10:30 8.-9. bekkur
kl. 11:30 Fjölgreinadeildin
Hraunvallaskóli í 2. sæti í Skólahreysti
Þann 21. maí keppti Hraunvallaskóli í úrslitum í Skólahreysti með geggjuðum árangri en þessir frábæru krakkar lentu í 2. sæti. Það var stór hópur nemenda sem fylgdi liðinu okkar og hvatti það áfram eins og enginn væri morgundagurinn. Innilega til hamingju til okkar frábæru nemenda í Hraunvallaskóla.
Það voru þau Aron Haraldsson, Natalía Dóra S. Rúnarsdóttir, Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir, Magnús Ingi Halldórsson sem skipuðu lið Hraunvallaskóla í ár. Til vara voru Bartosz Magnús Darnowski og Karítas Kristín Traustadóttir.
INNILEGA TIL HAMINGJU HRAUNVALLASKÓLI!
Útskrifarferð 10. bekkjar
Búið að opna fyrir skráningu í Hraunsel veturinn 2022-2023
Frístundaheimilin í Hafnarfirði eru í boði fyrir börn í 1.-4. bekk og starfa við alla grunnskóla sveitarfélagsins. Hlutverk þeirra er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur með m.a. hópastarfi, smiðjum, útiveru og vali. Markmið frístundaheimilanna er að hvert barn fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu.
Umsókn gildir eitt skólaár í senn (ágúst-júní) og þær umsóknir sem berast fyrir 15. júní eru í forgangi. Umsóknir sem berast eftir þann tíma geta farið á biðlista og eru ekki afgreiddar fyrr en í ágúst. Við skráningu er mikilvægt að tryggja að allar upplýsingar séu réttar og sérþarfir skráðar. Þegar barn fær vistun á frístundaheimili þá berst boð um vistun á það netfang sem fylgdi skráningu barns. Boð þarf að staðfesta með svari innan þriggja daga.
Nánari upplýsingar - https://www.hafnarfjordur.is/ibuar/skolar-og-born/fristundaheimili/
Skráningarform - https://fristund.vala.is/umsokn/#/
Tómstund
Athugið að það þarf að velja annan staðinn þegar námskeið er keypt. Skráning fer fram í gegnum https://sumar.vala.is/#/login. Hægt er að kaupa viku í senn og misjafnt hver dagskráin er eftir hvaða vika er valin (sjá dagskrá í viðhengi). Nánari dagskrá er send út til þátttakenda á föstudegi áður en námskeið hefst. Í upphafi námskeiðs velja börnin sér hvaða smiðju þau vilja sækja út vikuna. Námskeiðin eru frá mánudegi til fimmtudags og vikan endar síðan á óvæntu föstudagsfjöri. Endilega fylgist með á Facebook like-síðu Tómstundar https://www.facebook.com/tomstundhafnarfjardar.


Hinsegin félagsmiðstöð
Ertu hinsegin, í hinsegin pælingum, áhugasamur, áhugasöm, áhugasamt um hinsegin málefni og langar að koma í félagsmiðstöð þar sem öll eru velkomin?

Tómstundamiðstöð skólans
HraunselHlutverk frístundaheimila er að bjóða upp á fjölbreytt frístunda- og tómstundastarf án aðgreiningar fyrir börn á aldrinum 6-9 ára eftir að kennslu lýkur. Markmið starfsins er að efla sjálfstraust og félagsfærni. Starfsemi frístundaheimila hefur áhrif á félagsþroska barna og er vettvangur þar sem þau æfa sig í vináttu og samskiptum. Börnin læra gagnkvæma virðingu, traust og umburðarlyndi í gegnum leik og starf. Umhverfi frístundaheimila einkennist af öryggi og fagmennsku. Aðstæður eiga að einkennast af jákvæðum samskiptum og lýðræðislegum starfsháttum. Í frístundaheimilinu er hlustað, rætt saman og ekki síst er pláss fyrir allar tilfinningar. Hér er dagskrá uppbrotsdaga í JÚNÍ. Hraunsel er opið alla virka daga frá kl. 13:20-17:00. | Mosinn miðdeildMarkmið félagsmiðstöðva er að ná til allra nemenda í miðdeildum og unglingadeildum skólanna og gefa þeim tækifæri á að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli. • Félagsmiðstöðin skal vera vettvangur þar sem börn og unglingar fá tækifæri til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum. | Mosinn unglingadeild Markmið félagsmiðstöðva er að ná til allra nemenda í miðdeildum og unglingadeildum skólanna og gefa þeim tækifæri á að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli. Félagsmiðstöðin skal vera vettvangur þar sem börn og unglingar fá tækifæri til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum. Hér er dagskrá fyrir JÚNÍ en Mosinn er opinn á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 19:30-22:00. Við hvetjum alla til að mæta enda hefur þátttaka í tómstundastarfi ákaflega jákvæð áhrif á nemendur. |
Hraunsel
Hlutverk frístundaheimila er að bjóða upp á fjölbreytt frístunda- og tómstundastarf án aðgreiningar fyrir börn á aldrinum 6-9 ára eftir að kennslu lýkur. Markmið starfsins er að efla sjálfstraust og félagsfærni. Starfsemi frístundaheimila hefur áhrif á félagsþroska barna og er vettvangur þar sem þau æfa sig í vináttu og samskiptum. Börnin læra gagnkvæma virðingu, traust og umburðarlyndi í gegnum leik og starf. Umhverfi frístundaheimila einkennist af öryggi og fagmennsku. Aðstæður eiga að einkennast af jákvæðum samskiptum og lýðræðislegum starfsháttum. Í frístundaheimilinu er hlustað, rætt saman og ekki síst er pláss fyrir allar tilfinningar.
Hér er dagskrá uppbrotsdaga í JÚNÍ. Hraunsel er opið alla virka daga frá kl. 13:20-17:00.
Mosinn miðdeild
Markmið félagsmiðstöðva er að ná til allra nemenda í miðdeildum og unglingadeildum skólanna og gefa þeim tækifæri á að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli. • Félagsmiðstöðin skal vera vettvangur þar sem börn og unglingar fá tækifæri til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum.
Mosinn unglingadeild
Hér er dagskrá fyrir JÚNÍ en Mosinn er opinn á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 19:30-22:00. Við hvetjum alla til að mæta enda hefur þátttaka í tómstundastarfi ákaflega jákvæð áhrif á nemendur.