Communicator 5

Grunnnámskeið í Communicator 5 tjáskiptaforritinu

Fimmtudagur 13. febrúar kl. 13.00

Communicator 5

Unnið verður með Communicator 5 tjáskiptaforritið frá Tobii Dynavox. Farið verður í grunnatriði forritsins og tengt efni. Námskeiðið er samtals þrjár og hálf klukkustund og samanstendur það af innlögn og verklegum æfingum. Gert er ráð fyrir góðri samantekt og umræðum í lokin.


Helstu áhersluatriði á námskeiðinu eru;

  • Grunnatriði í Communicator 5 ásamt helstu stillingum
  • Sono Primo / Sono Flex kynnt til sögunnar
  • Setja upp tjáskiptaborð frá grunni
  • Vinna með valmynda- og tjáskiptaborð og varðveislu þeirra
  • Gagnabanki Communicator 5
  • Gagnsemi samfélagsmiðla
  • Hagnýtar aðferðir í tjáskiptum

Fyrir hverja
Námskeiðið er ætlað fyrir byrjendur, fagfólk og aðstandendur sem vinna með tjáskiptaforritið Communicator 5.


Um kennarana

  • Hanna Rún Eiríksdóttir kennari og ráðgjafi í Klettaskóla
  • Stefán E. Hafsteinsson, iðjuþjálfi og viðskiptastjóri fyrir velferðartækni hjá Öryggismiðstöð Íslands.

Aðrar upplýsingar

  • Þátttakendur þurfa að hafa með sér fullhlaðnar fartölvur og vera búnir að setja upp Communicator 5 uk útgáfu sem er 1,9 gb að stærð. Ítarlegar leiðbeiningar verða sendar við skráningu og þátttakendur fá greinargóðar upplýsingar um hvað þarf að koma með.


Verð: 10.900 kr.

Bent er á niðurgreiðslur stéttafélaga.

Skráning hér:

Dagskrá

13.00-13.15 Kynning

13.15-14.00 Communicator 5, fyrstu skrefin - verkefni

14.00-14.15 Kaffihlé

14.15-15.15 Pageset central, gagnabanki- verkefni

15.15-16.00 Communicator 5 áframhald

16.00-16.30 Samantekt

Möguleikarnir eru margir í Communicator 5

Hér er sýnishorn hvernig hægt er að nota Communicator 5. Emma Lilja notar augnstýritölvu til að tjá sig.

Hlusta á tónlist og syngja

Birt með leyfi foreldra

Hvar námskeiðið er haldið:

Thursday, Feb. 13th, 1-4:30pm

Klettaskóli, Reykjavík, Iceland

Reykjavík

Námskeiðið verður haldið í hátíðarsal Klettaskóla. Gengið er inn um aðaldyr skólans og salurinn er strax á vinstri hönd.

Bílastæði

Bent er á að best er að leggja bílum í bílastæði við Fossvogskrikju og ganga meðfram aðaldyr kirkjunnar í átt að skólanum.