Téin þrjú /tölvur, tækni, tilraunir

Tæknival í Hólabrekkuskóla

Nemendurnir og kennarar

Nemendur fengu kynningu á valfaginu og áhugasamir skráðu sig á lista. Eftir viðtöl við nemendur var ákveðið að velja 15 nemendur sem munu vinna í þriggja manna hópum. Kynjahlutfallið er ójafnt en aðeins 4 stelpur komust að (líka fáar sem sóttust eftir því). Vonandi verður þetta jafnara á næstu árum.

Kennarar í þessu fagi eru þrír, forritunarkennari, smíða- og hönnunarkennari og verkefnastjóri í UT málum (sem virkar líka sem dönskukennari).

Fagið er unnið í samvinnu við tæknifræðinám Háskóla Íslands.

Tölvutætingur

Skólinn fékk fimm óvirkar tölvur til að taka í sundur. Einn nemandinn í hópnum hefur búið til sína eigin tölvu, þannig að sá mun sjá um að fræða aðra nemendur og kennarana sem hafa ekki bakgrunn í öllu því sem við erum að fara að gera.

Forritun

Nemendur læra að forrita tölvustýringar og smátölvur s.s. Arduino og Rasberry pie. Þetta verður notað til að skapa eitthvað sem að virkar, hvort sem það hefur gagnlegan tilgang eða ekki. Dæmi um nokkuð tilgangslausa en mjög spennandi lausn er kaffikannan http://www.instructables.com/id/Tweet-a-Pot-Twitter-Enabled-Coffee-Pot/

Fræðsla á formlegum nótum

Hver hópur undirbýr 2-3 mínútna kynningu á fyrirfram ákveðnu efni sem tengist tækni. Tillögur að efni snúast t.d. um konur í tækni, notkun á gervigreind (og þá kynning á Stephen Hawkin), Nikola Tesla, áhrif internetsins á daglegt líf okkar, áhrif samfélagsmiðla á stjórnmál og svo mætti lengi telja. Hóparnir 5 hafa allir sitthvort fræðilega efnið.

Tilraunir

Nemendur gera nokkrar tilraunir þar sem við vinnum með skapandi eðlis- og efnafræði. Tilraunir eins og rakettuna, vatn og þrýsting í flösku og ýmislegt annað sem sprengir vonandi skólann ekki í tætlur.
Big image

Keilir og gestir

Nemendur fá að fara í heimsókn að Keili (HÍ) og skoða þar aðstöðuna, m.a kannski Hakkit sem er Makerspace fyrir Suðurnesin. Kennarar þar hafa verið kennurum Hólabrekkuskóla innan handar við undirbúning valfagsins. Þegar líður að lokum annarinnar fara þeir aftur í heimsókn og sýna þá verkin sín.

Einnig er von á nokkrum gestum sem láta visku sína leka yfir nemendur okkar og hjálpað nemendum áfram með það sem þeir eru að gera.

Við höfum einnig hug á að heimsækja einhver skemmtileg og viðeigandi fyrirtæki.

Þetta stefnir í spennandi vetur hjá okkur.