NÁTV2IR05

Inngangur að réttarvísindum

Áfangalýsing

Inngangur að réttarvísindum er valáfangi fyrir alla nemendur sem hafa áhuga á vísindalegri nálgun við lausn glæpamála. Í áfanganum eru margvíslegir þættir teknir fyrir s.s. gerð sönnunargagna og söfnun þeirra á vettvangi. Úrvinnsla sönnunargagna í verklegu eða frá raunverulegum eða tilbúnum dæmum um glæpamál. Dæmi um úrvinnslu er greining erfðaefnis (DNA), mat á blóðslettum og leit að vísbendingum um sök með krufningu. Einnig verða kynntar afleiðingar ákveðinna eitrana og fingraför greind. Nemendur kynna sér valin sakamál og þurfa að vinna að lausn verkefna í tengslum við þau. Námið er leiðsagnarnám með áherslu á jafningjafræðslu. Nemendur taka þátt í öflun þekkingar og að móta viðfangsefni kennslustunda með kennara.