Fréttabréf Vesturbæjarskóla

Fréttir og upplýsingar um skólastarfið í Vesturbæjarskóla

Big picture

Skóladagatal Vesturbæjarskóla

Við minnum á skóladagatal Vesturbæjarskóla sem er á heimasíðu skólans. Hægt er að sækja dagatalið í Google calendar, sjá hnapp á síðunni.

Samræmd próf

Samræmd próf áttu að vera í lok september hjá 4. - 7. bekk en vegna sóttkvíar hjá nemendum var prófunum frestað:

  • 4. bekkur íslenska 8. okt
  • 4. bekkur stærðfræði 9. okt
  • 7. bekkur íslenska 12. okt
  • 7. bekkur stærðfræði 13. okt

Réttindaráð - Réttindaskóli Unicef

Fyrsti fundur í Réttindaráði var 18. september. Í Réttindaráði Vesturbæjarskóla sitja tveir nemendur úr 2. - 7. bekk, samtals 12 nemendur, ásamt umsjónarmönnum verkefnisins í skólanum, tveimur foreldrum og aðilum frá Skýjaborgum og Frostheimum. Fundað er að jafnaði tvisvar sinnum í mánuði. Hægt er að lesa allt um Réttindaskólaverkefnið á heimasíðu skólans. Þar eru upplýsingar um hverjir sitja í ráðinu, hvenær fundir eru og fundagerðir.

Skertur dagur vegna menntabúða - 14. október

Miðvikudaginn 14. október er skertur dagur hjá nemendum vegna menntabúða kennara. Skýjaborgir og Frostheimar taka við nemendum sem þar eru skráðir kl 13:00 og nemendur á miðstigi fara heim eftir hádegismat.


Vesturbæjarskóli, ásamt Selásskóla og Ingunnarskóla eru í samstarfsverkefninu Austur - Vestur sem miðar að því að kanna og þróa möguleika sem fólnir eru í sköpunar- og tæknismiðjum, stuðla að nýsköpun í kennslu og ýta undir fjölbreyttara nám.

Myndatökur hjá 1., 4. og 7. bekk 15. og 16. október

Eins og venja er fyrir verður myndataka fyrir 1., 4. og 7. bekk. Einstaklingsmyndirnar fara inn í Mentor á nemendaspjöld en einnig stendur foreldrum til boða að kaupa myndir.

Vetrarfrí

Vetrarfrí er 22., 23. og 26. október. Þá er frí í skólanum.
Big picture