DJÚPAVOGSSKÓLI

GLEÐILEGT NÝTT ÁR

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gott samstarf á liðnu ári.


Hér koma fyrstu vikufréttir ársins 2023

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Djúpavogsskóla.

JANÚAR 2023

17. janúar - Skipulagsdagur - nemendur eiga frí.

18. janúar - Samskiptadagur - nemendur og foreldrar hitta umsjónarkennara og setja sér markmið fyrir vorönnina.

NÆSTA VIKA

Mánudagur 9. janúar

  • Mætum hress og kát eftir gott helgarfrí.


Þriðjudagur 10. janúar

  • Starfsmannafundur 14:20 - 15:50.


Miðvikudagur 11. janúar

  • Góður dagur fyrir heimalestur.


Fimmtudagur 12. janúar

  • 14:20 - 15:50 Teymisfundir.


Föstudagur 13. janúar

  • Förum í gott helgarfrí.

MATSEÐILL NÆSTU TVÆR VIKUR

Big picture

Í DAG KVEÐJUM VIÐ JÓLIN

Meðfylgjandi eru m.a. myndir frá litlu jólunum, álfakóngum og myndband af álfasöng.

Big picture
Big picture
Big picture
Big picture
Big picture
Big picture
Big picture

ÁLFASÖGUR RÍKHARÐS JÓNSSONAR

Í Samveru sungu nemendur vísur Ríkarðs Jónssonar, Álfasöngur, en akkúrat 100 ár eru síðan vísurnar voru fyrst sungnar á þrettándakvöldi á Djúpavogi.


Meðfylgjandi má sjá myndband af nemendum syngja þessar skemmtilegu vísur á 100 ára afmæli þeirra við íslenska þjóðlagið ,,Álfadans“ / ,,Máninn hátt á himni skín“.

Þar má sjá forsöngvara nemenda taka lagið og svo þegar fjöldinn svarar.


https://www.youtube.com/watch?v=u-et9MbMg_Q

Big picture

Fyrir áhugasama þá má finna fróðleik um Ríkharð á gömlu heimasíðu Djúpavogshrepps.

https://djupivogur.is/Mannlif/Menning/merkir-djupavogsbuar/Rikardur-Jonsson/

SKUGGAMYNDIR

Nemendur í 1.- 2.bekk unnu skuggamyndir í náttúrufræði hjá Bellu.

Nemendur voru að læra um ljós og skugga í okkar náttúrulega umhverfi, hvernig þeir myndast og hvað er náttúrulegt ljós eða tilbúið ljós í umhverfinu okkar.


Bella hengdi myndirnar upp á vegg og nú er hægt að giska á hver á hvaða vangasvip og skrifa það hjá hverri mynd, frábært verkefni hjá þeim og gott verkefni inn í helgina, þekkjum við vangasvipinn :)

Big picture

NÝIR GLUGGAR

Egill og félagar nýta alla veðurglugga til að skipa gömlu gluggunum út fyrir þá nýju.

Í dag var gott veður og nokkrir nýir gluggar komnir í.

Þeir félagar eiga hrós skilið fyrir lausnarmiðaða hugsun og hafa útbúið skilrúm sem hægt er að hafa inni í stofunum þannig að ekki verði mikið rask.

Unglingarnir létu þetta ekkert á sig fá :)


Á þrettándanum má maður eiga von á því að rekast á jólasveina og gott ef Gluggagægir var ekki þarna með þeim.

Big picture
Big picture
Big picture
Big picture