Fréttabréf Naustaskóla

10. tbl. 14. árgangur desember 2021

Kæra skólasamfélag

Nú þegar þetta er skrifað er skólaárið að verða hálfnað og aðventan með sínum jólahefðum hefur hafið innreið sína. Þrátt fyrir ýmsar takmarkanir reynum við að halda í okkar góðu jólahefðir. Nemendur eru búnir að skreyta skólann fallega og á föstudaginn ætla nemendur og starfsfólk að mæta í jólapeysum eða með jólasveinahúfur. Fram undan eru síðan jólaþemadagur sem kennarar skipuleggja af mikilli alúð með fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum þar sem að allir ættu að finni einhver viðfangsefni við sitt hæfi. Þessar skemmtilegu jólahefðir gleðja nemendur og starfsfólk og gefa kærkomna tilbreytingu í skammdeginu. Á síðasta degi fyrir jólafrí höldum við litlu jólin en skipulag þeirra verður auglýst seinna vegna þess að við þurfum að taka mið af aðstæðum og fjöldatakmörkunum í samfélaginu. En stefnan er að halda litlu jólin eins hefðbundin og hægt verður miðað við aðstæður og gera daginn sem skemmtilegastan fyrir nemendur.

Alltaf eru einhver forföll í stórum starfsmannahópi og í nóvember fór Halla Jóhannesdóttir myndmenntakennara í veikindaleyfi – á meðan mun Bryndís Arnardóttir kenna fyrir hana.

Fyrir hönd starfsfólks Naustaskóla þakka ég fyrir gott samstarf á þessu hausti og þakka ykkur einnig fyrir stuðning og sveigjanleika þegar þurfti að grípa til mismunandi sóttvarnaraðgerða eins og sóttkvíar og smitgátar. Starfsfólk Naustaskóla á einnig skilið hrós fyrir elju, góða samvinnu og framúrskarandi lausnaleit til þess að skólastarfið geti gengið sem best við oft erfiðar aðstæður.

Gleðileg jól!

Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri.

Á döfinni í desember 2021

1. des - Fullveldisdagurinn

3. des - Jólasveinahúfu/Peysudagur

13. des - jólaþema

20. des - Litlu Jól

21. des - 3. jan - Jólafrí

3. jan - starfsdagur - Skólinn lokaður fyrir nemendur

4. jan - fyrsti skóladagur eftir jólafrí

Mikilvægt í myrkrinu!

Minnt er á að sleppistæði eru við Kjarnagötu og Lækjartún sem nýta á ef börnum er ekið í skólann. Eitthvað hefur borið á að bílum sé lagt á hringtorgið við aðalinngang skólans, sem skapar mikla hættu. Hjálpumst að við að láta umferðina ganga vel á morgnana og einnig eru nemendur hvattir til þess að ganga í skólann

Litlu jól 2021

Þar sem að núverandi sóttvarnarreglur gilda til 8. desember þá höfum við ákveðið að bíða með endanlegt skipulag litlu jólanna þar til eftir þann tíma.

Við munum þess vegna senda út loka skipulag í kringum 9.-10. desember.


Við munum gera okkar besta til þess að gera litlu jólin eins hugguleg og hægt er en vonandi þurfum við ekki að halda rafræna jólatónleika eins og í fyrra :)

Skráningar í leyfi og veikindi

Við minnum á að nota mentor eða hringja í ritara til þess að láta vita hvort barnið ykkar sé í leyfi eða veikt.

Landnámsþema

Nemendur í 2.- 3. bekk hafa verið mjög dugleg í landnámsþema í nokkrar vikur. Alltaf jafn skemmtilegt að læra um landnám íslendinga.
Big picture