Fréttabréf Síðuskóla

9. bréf - maí- skólaárið 2021-2022

Kæru foreldrar, nemendur og starfsfólk!

Við viljum byrja á því að óska ykkur gleðilegs sumars og þakka fyrir veturinn! Það er farið að síga á seinni hlutann á þessu skólaári og margt um að vera á næstunni. Þessa vikuna er mannréttindavika og í dag fór fram góðgerðarhlaup UNICEF.

Skólaslitin verða föstudaginn 3. júní, þau verða hér í skólanum fyrir 1.-9. bekk og 10. bekkur verður útskrifaður Glerárkirkju eins og við höfum gert. Við sendum nánara skipulag út þegar það liggur fyrir.

Við erum byrjuð að skipuleggja næsta skólaár og liggur nokkurn veginn fyrir hverjir verða umsjónarkennarar í árgöngunum. Það er þó ekki alveg ljóst í öllum árgöngum og munum við senda út niðurröðun umsjónarkennara um leið og þetta verður tilbúið hjá okkur. Nokkrar breytingar verða á starfsmannahópnum á næsta skólaári en það skýrist betur þegar líða fer á mánuðinn þar sem auglýsingar eru á vef Akureyrarbæjar.

Þeim sem hjóla í skólann fjölgar hratt þessa dagana og við hvetjum alla til að draga úr akstri einkabílsins þegar orðið er snjólaust og bjart. Við viljum ítreka það að allir nemendur á grunnskólaaldri eiga að nota hjálma.

Við vonum að allir séu klárir fyrir lokasprettinn á þessu skólaári.


Bestu kveðjur úr skólanum!

Ólöf, Malli og Helga

Vika mannréttinda í Síðuskóla

Þessa viku eru nemendur að vinna verkefni sem tengjast mannréttindum og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Á hverjum degi svara nemendur spurningum eins og

  • Hvað er nóg?
  • Hvað ef allir sýna virðingu?
  • Hvað ef allir hefðu sömu tækifæri?
  • Hvað get ég gert?

Nánari upplýsingar um Heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna

UNICEF hlaupið

Í dag var góðgerðarhlaup UNICEF í Síðuskóla. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má fá nánari upplýsingar, en einnig smella á tengil sem inniheldur myndir. UNICEF - hlaupið er fræðslu- og fjáröflunarverkefni þar sem íslenskum börnum gefst tækifæri á að fræðast um aðstæður jafnaldra sinna víða um heim og með hollri hreyfingu safna fé fyrir starfi í þágu barna í fátækari ríkjum heims. Hér má sjá myndir frá deginum.

Síðuskóli keppir í Skólahreysti

Miðvikudaginn 4. maí kl. 20 keppum við í Skólahreysti í beinni útsendingu á RÚV. Hér er liðið okkar og við verðum að sjálfsögðu með rauða litinn okkar.


Hraðabraut: Mikael Örn Reynisson og Sigfríður Birna Pálmadóttir

Upphífingar, dýfur: Óttar Örn Brynjarsson

Hreystigreip, armbeygjur: Stefanía Ýr Arnardóttir

Varamenn: Daníel Snær Ryan og Daníela Ósk Arnarsdóttir

Big picture

Plokkað á Degi jarðar

Nemendur Síðuskóla fóru út á Degi jarðar, 22.apríl og næstu daga og plokkuðu rusl á skólalóðinni og í nágrenni skólans. Umhverfisnefnd skólans hittist svo síðastliðinn föstudag til að vigta ruslið sem tínt var og reyndust þetta vera alls 81 kg. Gaman er frá því að segja að úrgangurinn virðist minnka ár frá ári því þegar byrjaði var að vigta 2018 var heildarþyngdin rúm 118 kg og í fyrra voru kílóin 103. Draga má þá ályktun að umgengnin verði betri ár frá ári.


Vel gert nemendur og starfsfólk Síðuskóla!

Big picture

Viðurkenningar fræðsluráðs

Á föstudaginn voru veittar viðurkenningar fræðsluráðs en skv. skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega veita þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Að þessu sinni fengu tveir starfsmenn skólans viðurkenningu fyrir störf sín við skólann en það voru þær Helga Lyngdal deildarstjóri og Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir sérkennari, sem hefur sinnt kennslu nemenda sem eru með íslensku með annað tungumál (ÍSAT) í vetur. Myndin sem fylgir fréttinni var tekin við þetta tækifæri. Við óskum þeim innilega til hamingju með viðurkenningarnar.

Myndir frá árshátíð Síðuskóla

Um síðustu mánaðamót var árshátíð skólans haldin. Virkilega vel tókst til og þökkum við nemendum og starfsfólki fyrir þeirra frábæra framlag. Það var mjög ánægjulegt að geta loksins fengið til okkar gesti.


Hér má sjá myndir frá árshátíðinni.

Árshátíðarball í unglingadeild

Árshátíð miðstig og unglingastig

Árshátíð miðstig

Foreldrasýning 3. og 4. bekkur

Foreldrasýning 1. og 2. bekkur

Reiðhjól og hjálmar

  • Nemandi sem kemur hjólandi í skólann gerir það á ábyrgð foreldra/forráðamanna sem meta færni barnsins og aðstæður á hjólaleiðinni. Skv. 44. grein umferðarlaga mega börn yngri en níu ára ekki hjóla á akbraut án leiðsagnar og eftirlits aðila sem hefur náð 15 ára aldri. Þar af leiðandi getur skólinn ekki mælt með að þeir nemendur komi á hjóli í skólann nema í fylgd fullorðinna.
  • Samkvæmt umferðarlögum er börnum yngri en 16 ára skylt að nota reiðhjólahjálm.


Ákvörðun er foreldra og á ábyrgð þeirra.

Skóladagatal 2022-2023

Búið er að samþykkja skóladagatal næsta skólaárs. Það er komið inn á heimasíðu skólans, einnig er hægt að skoða það hér.


Skóladagatal skólaárið 2022-2023.

Á döfinni

2.-6. maí

Mannréttindavika

3. maí

Geðlestin heimsækir 8.-10. bekk

4. maí

Síðuskóli tekur þátt í Skólahreysti í íþróttahöllinni kl. 20, bein útsending á RÚV

5. maí

Fiðringur á Norðurlandi í Hofi, hæfileikakeppni grunnskólanna þar sem 8. 9. og 10. bekkingar taka þátt

23.-25. maí

Skólaferðalag hjá 10. bekk

26. maí

Uppstigningardagur - lögbundinn frídagur

27. maí

Skipulagsdagur, opið í Frístund

30. maí

Fundur í skólaráði

Matseðill maí-júní

Big picture
Big picture