Fréttabréf Engidalsskóla okt 2021

Ábyrgð - Virðing - Vellíðan

Fréttabréf Engidalsskóla

Kæru foreldrar/forsjáraðilar.

Haustið fer vel af stað og nemendur hafa verið að takast á við margvísleg verkefni bæði verkleg og bókleg. Nemendur eru að sína miklar framfarir í lestri og við nálgumst markmið Menntamálastofnunnar óðfluga. Við leggjum mikla áherslu á lesturinn og hvetjum ykkur til að halda nemendum vel að honum. Það er okkar sýn að heimalestri sé betur sinnt eftir að við tókum annað heimanám út. Með markvissum lestri hvort heldur sem þau lesa sjálf eða lesið er fyrir þau erum við ekki bara að þjálfa lestrarfærni og hraða heldur líka að auka við orðaforða og lesskilning.

Nemendur voru mjög öflugir í Ólympíuhlaupi ÍSÍ þar sem þau fóru samtals 810 km, neðar í fréttabréfinu má sjá myndir frá hlaupinu. Við erum líka á fullu að æfa okkur í uppbyggingunni og velta því fyrir okkur hvernig manneskjur við viljum vera. Við munum öll gera mistök en spurningin er hverning við vinnum úr þeim og lærum af þeim.


Með bestu kveðju stjórnendur Engidalsskóla.

Niðurstöður lestraátaks

Kærar þakkir fyrir samstarfið í lestrarátakinu. Nemendur lásu 446 klukkustundir, 26.760 mínútur, 1.605.500 sekúndur. Drekinn er orðin nokkuð langur og nemendur áhugasamir um að halda áfram að bæta við hann.

Niðurstöður úr lesfimiprófum

Eins og sjá má á meðfylgjandi línuritum hér fyrir neðan vorum við yfir landsmeðaltali í fjórum af þeim sex árgöngum sem tóku prófið núna í september. Á sama tíma í fyrra voru tveir árgangar yfir landsmeðaltali af þeim árgöngum sem tóku prófið. Árangur var góður á lesfimiprófi í maí 2021 þegar fimm af sex árgöngum skólans voru yfir landsmeðaltali.

Síðasta skólaár settum við á stað tvö tveggja vikna lestrarátök. Árangur af þeim sést á niðustöðum úr lesfimisprófunum sem tekin voru í kjölfarið.

Læsisteymi skólans tók ákvörðun um að á þessu skólaári tækjum við þrjú tveggja vikna lestrarátöku, því eins og kom fram á skólaslitum í vor stefnum við á að ná betri árangri þetta skólaárið.

Það er alveg eðlilegt að nemendur lesi örlítið minna á fyrsta lesfimiprófi skólaársins heldur en að vori þar sem prófin þyngjast með hverjum árgangi. Í sumum tilvikum getur það líka verið vegna þess að nemendur lesa lítið yfir sumartímann. Gaman væri að sjá niðurstöður ef við myndum leggjast á eitt og bæta sumarlestur :) spurning hvort við færum enn hærra yfir landsmeðaltal.

Skólinn og heimilin Læsisvefurinn

Endilega kynnið ykkur hvað þessi vefur bíður upp á.

100 orð - Skemmtilegur þjálfunarvefur

Gagnast þeim sem eru að læra að lesa, auka vilja við orðaforða og þeim sem eru að læra íslensku sem annað mál. Hægt er að hlusta á orðin í mörgum flokku.

Uppeldi til ábyrgðar -hlutverk, sáttmálar og skýr mörk

Nú eru allir bekki búnir að skilgreina hvað sé hlutverk (og hvað er ekki hlutverk) nemenda og kennara. Bekkjarsáttmálinn er í vinnslu eða við það að klárast í flestum bekkjum og þá styttist í að við förum að fjalla um þarfirnar okkar og vinna með þær. Við náum líka vonandi að setja fram skýr mörk í skólanum en ljóst er að það verður ekkert ofbeldi leyft í hvaða mynd sem það birtist. Með skýrum mörkum verða líka sett fram viðurlög þegar farið er yfir þau.
Við trúum því að allir geti gert mistök en mikilvægt er að læra af þeim og finna út hvað maður hefði getað gert öðruvísi. Við notum mikið spurninguna hverning manneskja viltu verðs og hér í Engidalsskóla eru nemendur og starfsmenn að velta því fyrir sér. Mikilvægt er að vera meðvitaður um að eina manneskjan sem við stjórnum erum við sjálf. Vonandi nýtist þessi vinna ykkur líka í ykkar uppeldishlutverki en við munum fljótlega bjóða upp á fræðslu fyrir foreldra.

Bókasafnið

Að venju hefur ýmislegt verið brallað á bókasafninu okkar hér í Engidalsskóla í haust. Við byrjuðum á því að bæta við bókaklúbbana okkar og erum nú með fimm klúbba í gangi. Áhugi nemenda er mikill á klúbbunum og þeir duglegir að krækja sér í verðlaun fyrir góðan árangur.

Á haustin er nóg að gera við að halda uppá allskonar viðburði og byrjuðum við á því að bjóða öllum nemendum í ratleik um safnið í tilefni af „Bókasafns deginum“. Við skelltum í tvo ratleiki annan fyrir yngra stig og hinn fyrir þau eldri. Nemendum fannst skemmtilegt að spreyta sig á að leita að földum fróðleik um safnið og voru verðlaunuð með bókamerki að lokinni þátttöku. Næst var það „Dagur doppunnar“ (International Dot day) þar sem 2. bekkur hlustaði á söguna um doppuna og gerði sínar eigin doppur sem skreyta nú gang skólans. Þegar október gekk í garð vorum við svo tilbúin með bleika litinn, þar sem bleikar bækur og bleikt skraut er í fyrirrúmi. Framundan er svo nóg af skemmtilegum dögum sem við komum til með að halda uppá.

Nemendur í 1. og 2. bekk koma fast á safnið í kennslu og lestur á ýmsum skemmtilegum bókum. Aðrir bekkir koma svo tilfallandi í upplestur, kennslu og önnur skemmtileg verkefni og eru nú nemendur í 7. bekk í tveggja vikna verkefni sem endar á heimsókn á Bókasafn Hafnarfjarðar

Að lokum má ekki gleyma að segja frá því að tveir nemendur okkar í 4. bekk hafa verið svo yndislegir að lána skáldverk sem þær hafa samið og myndskreytt og eru nú til sýnis í skápnum okkar góða á ganginum.

Ólympíuhlaup ÍSÍ í máli og myndum

Föstudaginn 24. september tóku nemendur í Engidalsskóla þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ, veðurguðirnir voru okkur hliðhollir og 203 nemendur hlupu samtals 810 km eða um 4 km per nemanda. Sá sem lengst hljóp fór 21 km. Flottur dagur og fylgja hér nokkrar myndir frá hlaupinu.

List fyrir alla

Leikhópurinn Lotta kom með sýningu fyrir 1. - 4. bekk mikil gleði var í húsinu og fengu nemendur hrós frá leikhópnum.

Umferðamál - til og frá skóla


1. bekkur

Samkvæmt 40. grein umferðarlaga mega nemendur yngri en 7 ára ekki vera ein á hjóli í umferðinni nema með leiðsögn og undir eftirliti aðila sem náð hefur 15 ára aldri. Vegna þessa mega nemendur í 1. bekk ekki ferðast á hjóli til og frá skóla nema undir eftirliti fullorðins einstaklings.

Hjólum skal leggja í hjólagrindur eða við grindverk og læsa. Hjólin má ekki nota á skólatíma. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á hjólum sínum.


2. – 4. bekkur

Nemendum í þessum bekkjum er heimilt að hjóla í umferðinni samkvæmt umferðarlögum. Ef foreldrar kjósa að senda börnin sín í skólann á hjóli þá er það á þeirra ábyrgð. Hjólum skal leggja í hjólagrindur eða við grindverk og læsa. Hjólin má ekki nota á skólatíma. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á hjólum sínum.


5. – 7. bekkur
Nemendum í þessum bekkjum er heimilt að koma á hjólum í skólann. Hjólum skal leggja í hjólagrindur eða við grindverk og læsa. Hjólin má ekki nota á skólatíma. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á hjólum sínum. Þessum bekkjum er einnig heimilt að koma á hjólabretti, hlaupahjóli eða línuskautum í skólann. Mikilvægt er að nemendur noti öryggisbúnað, svo sem hlífar og hjálma og eru foreldrar beðnir um að ganga eftir því við sín börn að fara eftir þeim tilmælum. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á sínum búnaði.

Nemendum sem orðnir eru 13 ára er heimilt að koma á léttu bifhjóli í flokki 1 í skólann en verða að fylgja reglum sem gilda um notkun slíkra hjóla sjá: https://eplica.samgongustofa.is/media/umferd/Lett-bifhjol-i-flokki-I.2017.3.pdf

Skemmtilegar myndir úr smiðjuvinnu nemenda í 5. - 7. bekk

Nestismál

Big picture