Skólastarfið framundan

5. október

Upplýsingar til nemenda

Nú hefur tekið gildi ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar. Hertar aðgerðir tóku gildi á miðnætti og gilda um land allt. Ráðgert að þær muni gilda næstu tvær vikurnar, til og með 19. október 2020. Líkt og aðrar sóttvarnarráðstafanir eru þær þó háðar stöðugu endurmati.



Nú reynir á okkur öll að halda áfram náminu. Við búum mörg að ýmiss konar reynslu frá skólalokuninni í vor sem mun nýtast okkur.

Kennsla nýnema

Kennsla nýnema í bóknámi fer að mestu fram á Teams og Moodle. Kennarar í hverjum áfanga láta vita í upphafi viku hvernig kennslunni verður háttað.


Kennsla í NÁSS (náms- og starfsfræðslu) fer fram í skólahúsnæðinu skv. stundatöflu. Í tengslum við þá tíma verður boðið upp á vinnustofur í bóklegum tímum. Í vinnustofurnar mæta nýnemakennarar og aðstoða nýnema við námið.


Kennsla nýnema í verknámi fer þannig fram að verklegir áfangar verða kenndir skv. stundatöflu sem og NÁSS-áfanginn. Bóklegir áfangar verða að mestu á Teams og Moodle en nemendur í verknámi eru hvattir til að mæta í þær vinnustofur sem þeir geta.

Big picture

Kennsla eldri nemenda í bóknámi

Kennsla eldri nemenda fer að langmestu leyti fram í fjarnámi, á Teams og Moodle. Kennarar í hverjum áfanga láta vita í upphafi viku hvernig kennslunni verður háttað.


Einstaka nemendur þurfa að mæta skv. stundatöflu nema annað komi fram frá kennurum á Moodle. Eru það nemendur í eftirtöldum áföngum:

  • EFNA3EJ05 stofa 7, kennari: Jónas Þór Birgisson
  • KVMG1IK05 stofa 10-12, kennari Einar Þór Gunnlaugsson
  • SJÓN1LF05 stofa 10-12, kennari Bryndís G. Björgvinsdóttir
  • TEIK1VB05 stofa 10-12, kennari Bryndís G. Björgvinsdóttir
  • TÓNL1HS05 stofa 8, kennari Andri Pétur Þrastarson

Kennsla á starfsbraut

Kennsla á starfsbraut verður skv. stundarskrá.

Kennsla í verknámi

Allir verklegir áfangar verða kenndir skv. stundatöflu. Bóklegir áfangar verða kenndir í fjarnámi á Teams og í Moodle.

Frá og með 6. október þurfa allir nemendur og kennarar að nota maska. Skólinn útvegar nemendum og starfsfólki maska og verða þeir staðsettir við inngang í skólann. Mikilvægt er að nemendur kynni sér vel rétta notkun á möskum.


Fyrir þá nemendur sem eiga að mæta í kennslu í skólahúsnæðið gildir áfram að huga að almennum sóttvörnum, spritta sig við innkomu og kennslustofur verða sótthreinsaðar eftir kennslustundir.

Hvernig mæti ég í í tíma í Teams?
Office 365 leiðbeiningar

Hér má finna allar helstu leiðbeiningar um Office 365, s.s. Teams o.fl.

Nemendaþjónusta

Þjónusta við nemendur er með sama sniði og verið hefur. Nemendur geta bókað tíma hjá náms- og starfsráðgjafa eða áfangastjóra hér.


Við hvetjum nemendur til að leita til námsráðgjafa með allt sem snýr að náminu.

Mötuneytið lokað

Mötuneyti skólans verður lokað til 19. október nema fyrir íbúa heimavistar.