DJÚPAVOGSSKÓLI

FRÉTTIR ÚR SKÓLASTARFI

NÆSTA VIKA

Mánudagur 29.nóvember

  • Bootcamp-smiðjur á unglingastigi

Þriðjudagur 30.nóvember

  • 14:40 Teymisfundur

Miðvikudagur 01.desember

  • Fullveldisdagurinn

Fimmtudagur 02.desember

  • 14:40 Fagfundur

Föstudagur 03.desember

  • Skólinn skreyttur og Gunnar Helgason kemur í heimsókn

DESEMBER OG JÓLASTÚSS

Á teymisfundum hafa kennarar undirbúið dagskrá fyrir desember og jólastúss.


Hér má sjá jóladagatalið okkar með helstu viðburðum í desember. Umsjónarkennarar og aðrir kennarar upplýsa svo nemendur og foreldra með hvaða hætti viðburðirnir eru útfærðir á hverju stigi og í sumum tilfellum tengdir hæfniviðmiðum nemenda.

Við vonum að þetta dagatal eigi eftir að nýtast ykkur vel.

Big picture

MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2021

Signý Óskarsdóttir verður með smiðjur fyrir unglingana. Smiðjurnar eru hluti af Bootcamp- verkefni sem skólinn fékk styrk til að vinna með öðrum skólum í Múlaþingi.

1.DESEMBER - FULLVELDISDAGURINN


Fullveldisdagurinn er svo nefndur til minningar um að þann 1. Desember 1918 tóku gildi milli Íslands og Danmerkur Sambandslögin sem voru lög um það hvernig Ísland stóð í sambandi sínu við Danmörku. Í þeim kom meðal annars fram viðurkenning Danmerkur á því að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki. Dagurinn varð smám saman að Almennum Þjóðhátíðardegi fram að Lýðveldistíma og var Íslenski fáninn dreginn að húni í fyrsta sinn sem fullgildur Þjóðfáni þennan dag.

Lítið var samt um hátíðahöld þegar upp á hann var haldið í fyrsta sinn árið 1918 enda veturinn með eindæmum harður og oftast kallaður Frostaveturinn mikli. Katla gaus einnig frá 12. Október til 4. Nóvember og seint í Október barst drepsótt sú sem kölluð var Spánska veikin til landsins og létust hundruð manna. Loks brast á nýtt kuldakast þegar veikin stóð sem hæst og ekki þótti ráðlegt að hafa langa útisamkomu við þessar aðstæður.


Hægt er að lesa meira um fullveldisdaginn hér:

https://islensktalmanak.is/dagar/fullveldisdagurinn-1-desember/

FÖSTUDAGURINN 3. DESEMBER 2021

Nemendur og kennarar hjálpast að við að skreyta skólann, jólalög óma um ganga og Gunnar Helgason les fyrir okkur.

HELLINGUR AÐ GERAST

Það er alltaf líf og fjör hjá okkur, í dag á skipulagsdegi voru starfsmenn að undirbúa námsmat, útfæra skipulag fyrir desember og næstu önn. Við tókum líka þátt í námskeiði frá Háskólanum á Akureyri um leiðsagnarmat. Það námskeið var í boði fyrir starfsfólk skóla í Múlaþingi.


Berglind er að undirbúa tónfundi og jólatónleika með sínum nemendum og fljótlega verður hægt að sækja um tónlistarnám fyrir næstu önn.


Signý og félagar hjá Creatrix fengu styrk til að vinna verkefni í samstarfi við Djúpavogsskóla. Virkilega spennandi verkefni sem má lesa meira um á heimasíðu skólans.


https://www.djupavogsskoli.is/post/samstarfsverkefni-djúpavogsskóla-á-creatrix-ehf

Þessi flotti hópur fór út að tína rusl, vel gert hjá þeim.

Bestu kveðjur og góða helgi.

Starfsfólk Djúpavogsskóla

Big picture