HÚSBRÉFIÐ

12. ÁRG., 6. TBL

DAGSKRÁ VIKUNNAR 3. okt. - 9. okt.

MÁNUDAGUR 3. október

Bohempróf í 1. bekk


ÞRIÐJUDAGUR 4. október

Bohempróf í 1. bekk

Stjórnendafundur í Hs kl. 15:00


MIÐVIKUDAGUR 5. okóber

Norræna skólahlaupið kl. 11:10 - sjá auglýsingu

Fagfundur dönsku í Bs kl. 14:00

Kennara - og deildarfundir í hvoru húsi kl. 14:30

Aðalfundur starfsmannafélagsins í Hs klukkan 16:00


FIMMTUDAGUR 6. október

Lofthræddi örninn hann Örvar, leiksýning fyrir 5. og 6. ára.

Stórnendafundur kl. 14:30 í Bs


FÖSTUDAGUR 7. október

Söngur á sal í Hamarsskóla.


Takk fyrir góða viku og góða helgi.

Þrif á skólalóðum

Barnaskóli 7. JGJ

Hamarsskóli 1. HBG

Áhugaverð atriði næstu vikur

 • Bleikur október - Bleiki dagurinn er 14. október, þann dag hvetjum við nemendur og starfsfólk til að mæta í einhverju bleiku til að sýna samstöðu með þessu verkefni.
 • Skáld í skólum - verður 14. október fyrir öll stig skólans, þá mæta til okkar:
  Óskar Jónasson með Gamandrama fyrir 8. - 10. bekk
  Hildur Knútsdóttir með ritsmiðju fyrir 5. - 7. bekk, Veiðum hugmyndir
  Jóna Valborg Árnadóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir með Má allt í ævintýraheimi fyrir 1. - 4. bekk.
 • Pals stærðfræði 14.okt - námskeið fyrir stærðfræðikennara í 2. - 6. bekk og aðra áhugasama stærðfræðikennara.
 • 14. október er handboltamót og gisting í báðum skólahúsum.
 • Þjóðleikhús fyrir 5. og 6. ára, Lofthræddi örnin hann Örvar verður frumsýndur 6. október, sýningin verður í sal Hvítasunnumanna.

Tilkynningar !!

 • Handavinnuhittingur Í BS 4. október klukkan 20:00, allir velkomnir.
 • Breyting á fundaskipulagi - sameiginlegur kennarafundur verður miðvikudaginn 12. október.
 • Aðalfundur starfsmannafélagsins. 5 október klukkan 16:00, venjuleg aðalfundarstöf. Veitingar í boði.
 • Óskar Jósúason kominn í 100% stöðu frá og með 1. október .
 • Göngum í skólann lýkur 5. okt með Norræna skólahlaupinu, hlaupið fer þó eftir veðurspá. Þeir sem vilja/geta verið brautaverðir hafi samband við Guðnýju Jensdóttur sem fyrst.
 • Handboltalota í íþróttaakademíunni hefst 3. okt.
 • Lesið við sama borð - samstarfsverkefni Bókasafnsins, GRV, Rauða krossins og FÍV. Sjálfboðaliðar aðstoða erlenda nemendur skólans við lestur og heimanám á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:00 - 17:00 fyrir 1. - 3. bekk, á þriðjudögum og fimmtudögum 4. bekkur og eldri.
 • UTÁ- þarfaplattar: Þeir sem eiga eftir að greina sig þurfa að klára það og hengja þá upp.

Limra vikunnar

Hún Björg var að bera út póst

og bogin hún rétt áfram dróst;

það var krefjandi streð
því konan var með

alveg svakaleg sílikonbrjóst.

Afmælisbörn vikunnar

Helga Jóhanna Harðardóttir 9. október

Hrós vikunnar fá

Kennarar og starfsfólk í kringum samræmduprófin. Vel gert.

Þeir kennarar sem sáu um að lestrarprófa allan skólans vegna stöðlunar fyrir Menntamálastofnun. Vel gert.

Spakmæli vikunnar

Vertu jákvæður en samt alltaf tilbúinn.

GRV- google á facebook

Hér má finna leiðbeiningar og ýmislegt tengt google.

https://www.facebook.com/groups/1035022529945313/?fref=ts

GRV - fræðsla á facebook

Endilega fylgjast með á facebook síðunni GRV- fræðsla, þar er alltaf að koma eitthvað fróðlegt og skemmtilegt inn.

https://www.facebook.com/groups/985308401484961/?fref=ts

Mjólkurdagurinn hjá 1. bekk

Big image
Big image
Big image