Google Classroom
Fyrstu skrefin
Google Classroom í 5. - 10. bekk í Kópavogi
Það eru margar ástæður fyrir því að við völdum Google Classroom fyrir skólastarfið í Kópavogi. Hér eru aðeins nokkrar:
- Auðveld innskráning. Nemandinn notar Google skólanetfangið sitt og þarf ekki annan aðgang.
- Auðvelt er að tengja skjöl úr Google Drive inn í rafrænu kennslustofuna.
- Kennarinn fær yfirsýn yfir vinnu nemenda og getur brugðist við verkefnum og samræðum.
- Samræða um verkefni innan bekkjar í Google Classroom getur haldið áfram utan rafrænu kennslustofunnar.
- Kennari fær tækifæri til að meta virkni í samræðum.
- Google Classroom er auðvelt í notkun!
Til að byrja
Nýttu þér leiðbeiningar til að byrja.
Allar leiðbeiningar okkar er að finna á vefnum okkar spjaldtolvur.kopavogur.is
Google grunnur
Kennsluráðgjafar hafa tekið saman grunnefni um Google í skólastafi sem þeir hafa lagt til að allir kennarar í 5. - 10. bekk nýti sér. Kennarar í Kópavogi finna efnið einnig í iBooks í spjaldtölvunni sinni.
Nokkur valin öpp sem nýtast vel með Google Classroom
Við höfum tekið saman nokkur öpp sem ganga vel með Google Classroom.
Hvernig skrá nemendur sig inn?
Hér eru slóðir sem þú getur deilt með nemendum og foreldrum sem sýnir þeim hvernig þau geta skráð sig inn í bekkinn. Gott er að fara yfir það með nemendum á fjarfundi hvernig þeir bera sig að en nemandinn getur líka stuðst við þessar leiðbeiningar https://youtu.be/L8pAV9C3zJY
Hér eru leiðbeiningar fyrir foreldra til að aðstoða sitt barn: https://spjaldtolvur.kopavogur.is/foreldraadgangur-i-google-classroom/
Nú er komið að þér...
Farðu í gegnum leiðbeiningarnar og framkvæmdu eftirfarandi:
- Stofnaðu Google Classroom (Rafræna kennslustofu) fyrir þína kennslu
- Settu nemendur inn í kennslustofuna.
- Settu upp verkefni.
- Þegar nemendur hafa lokið við verkefnið skaltu sýna viðbrögð og meta verkefnið.
Þetta er allt og sumt.