

Fréttamolar úr MS
3. febrúar 2022
Dagsetningar framundan
21. febrúar - Matsdagur
22. febrúar - Matsdagur
23. febrúar - Einkunnaskil fyrir vetrarönn
24. febrúar - Einkunnasýning
25. febrúar - Annarlok
28. febrúar - Upphafsdagur vorannar / umsjón
Hér er svo hlekkur á skóladagatal skólaársins 2021 - 2022.
Sól hækkar á lofti! Endasprettur vetrarannar að hefjast

Nú er 8. kennsluvika vetrarannar að klárast. Þetta þýðir að senn fer í hönd annasamur tími í skólastarfinu en á sama tíma tími tækifæra og bjartari daga. Spennandi verður að sjá hvernig til tekst með tilslakanir í sóttvörnum og er það von okkar að hægt verði að stíga mikilvæg skref í félagslífinu á næstu vikum! Við hvetjum nemendur til að fara vel með sig, gæta vel að svefni, hreyfingu og mataræði og ljúka önninni með stæl!
Kennslukönnun vetrarannar opin í Innu
Nú hefur verið opnað fyrir kennslukönnun vetrarannar í Innu.
Við hvetjum alla nemendur til að taka þátt í könnuninni en hún er mikilvægur liður í sjálfsmati skólans. Athugið að ekki er hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda.
Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar sem sýna hvar könnunina er að finna í Innu. Einnig bendum við á að í Innu, undir flipanum leiðbeiningar er þessar leiðbeiningar að finna og ýmsar fleiri.



Vel heppnað bílabíó!
Nemendur létu hvikula veðurguðina ekki stoppa sig og skelltu í bílabíó í síðustu viku. Allt fór vel fram og var dágóður fjöldi bíla á svæðinu.

Kósíkvöld á fimmtudögum - þegar aðstæður leyfa

Nú hefur verið slakað á sóttvarnareglum og því vonandi tækifæri framundan til að efla félagslífið í skólanum. Við bíðum spennt eftir því að sóttvarnareglur framhaldsskóla verði endurskoðaðar og um leið og leyfi fæst verður skólinn opnaður þeim nemendum sem vilja koma og njóta samverunnar. Boðið verður upp á þá dægradvöl sem í aðstaða er fyrir. Pílumót, rafíþróttir, bíókvöld, borðtennis og pool hefur verið nefnt en það eru örugglega fleiri góðar hugmyndir þarna úti! Sett hefur verið upp formsskráning til að meta áhuga nemenda og umfang. Hvetjum við áhugasama um að skrá sig hér og hafa samband við Kríu ef þið hafið hugmyndir um eitthvað skemmtilegt til að gera: felagsmalastjori@msund.is
Rafíþróttalið MS stendur í ströngu!

Skólinn er með lið í þremur greinum sem keppa í deildakeppni FRÍS. Spennandi verður að sjá hvort liðið kemst í 8 liða úrslit.
Fréttir af FRÍS er að finna hér og liðið er með instagram: msund_frís
Uppfærðar sóttvarnareglur
Sóttvarnareglur skólans hafa verið uppfærðar með tilliti til nýrrar reglugerðar fyrir skóla.
Nú er nemendum aftur heimilt að taka grímur niður þegar setið er í kennslustund og fjarlægðartakmörk virt (a.m.k. 1 m). Athugið þó að kennari er alltaf verkstjóri í kennslustofu og getur farið fram á grímuskyldu ef aðstæður krefjast þess, s.s. í hópavinnu eða listgreinum.
Ekki er lengur grímuskylda í íþróttum.
Hlekk á sóttvarnareglur skólans í heild sinni er að finna hér. Á heimasíðunni, undir flipanum COVID-19 er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar sem tengjast aðstæðum í dag:
- Sóttvarnareglur MS
- Leiðbeiningar til nemenda í sóttkví og/eða einangrun
- Sóttkví og smitgát - hvenær á það við
