HÚSBRÉFIÐ

11. ÁRG., 16. TBL

DAGSKRÁ VIKUNNAR 11. - 17. JANÚAR

MÁNUDAGUR 11. JANÚAR

Nemendaverndaráðsfundur í Bs kl. 8:30

Stjórnendafundur í Hs kl. 14:45


ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR

Nemendaverndaráðsfundur í Hs kl. 8:15MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR

Deildarfundir í hvoru húsi kl. 14:30


FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR

STARFSDAGUR - Frammistöðumat klárað


FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR

EM karla í handbolta hefst


TAKK FYRIR VIKUNA OG GÓÐA HELGI :)

Þrif á skólalóðum

Hamarsskóli 2. GSnæ

Barnaskóli 10. HF

Áhugaverð atriði næstu vikur


 • Samstarfsdagur fimmtudaginn 14. janúar
 • Allt mat þarf að vera klárt eftir 14. janúar
 • Miðársmat verður birt foreldrum 19. janúar, matið verður ekki prentað út.
 • Umsjónarkennarar: Ýta við þeim nemendum sem eiga eftir að meta sig.
 • Foreldrafundir miðvikudaginn 20. jan., nemendur koma með á þennan fund.
 • Lífshlaupið hest 3. febrúar, hvetjum allt starfsfólk til að vera með. Lífshlaupið er heilsu-og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Grunnskólakeppni í tvær vikur en vinnustaðakeppni í þrjár vikur.
 • Vinnustund, www.vestmannaeyjar.vinnustund.is, hvetjum starfsfólk til að kynna sér kerfið. Hlekkurinn inná sjálfsþjónustuna er; http://smartwebber.vestmannaeyjar.is/skrar/file/vinnustund/sjalfsthjonusta_vinnustundar.pdf

Afmælisbörn vikunnar:

Kristjana Sif 17. janúar

Hrós vikunnar fær

Starfsfólk GRV fyrir koma eldhresst eftir jólafrí

Gáta vikunnar

Oft ég það á borðið ber,

boðar vaktaskipti.

Vökvamælieining er,

undir pillur notað hér.


Svar við síðustu gátu

Kefli

1. lína - kökukefli

2, lína - tvinnakefli

3. lína - háspennukefli

4. lína - spýtukefli

Spakmæli vikunnar

Nýtt ár er eins og óskrifuð bók. Skrifum í hana það sem í lok ársins minnir okkur á gleðið í stað eftirsjár.

Uppskrift vikunnar - Tælensk fiskisúpa

Ofureinföld tælensk fiskisúpa
1 bolli hrísgrjón
2 msk smjör
500 g risarækjur
salt og pipar
2 hvítlauksrif, pressuð
1 laukur, smátt skorinn
1 rauð paprika, rauð, smátt skorin
1 msk rifið engifer
2 msk rautt karrý, Red curry paste frá Blue dragon
2 dósir kókosmjólk, t.d. Coconut milk frá Blue dragon
960 ml nautasoð (eða vatn og 3-4 nautakraftar í teningum)
Safi af 1 límónu
Kóríander til skreytingar (má sleppa)

 1. Sjóðið hrísgrjónin í 1 ½ bolla af vatni. Takið til hliðar og geymið.
 2. Bræðið smjörið í potti við meðalhita og bætið risarækjunum út á pönnuna. Steikið þar til þær eru orðnar bleikar að lit eða í 2-3 mínútur og hrærið reglulega í þeim. Saltið og piprið að eigin smekk. Takið þær úr pottinum og geymið.
 3. Setjið hvítlauk, engifer, lauk og papriku í pottinn og steikið í 3-4 mínútur eða þar til grænmetið er farið að mýkjast. Bætið rauðu karrý saman við og hrærið í 1 mínútu.
 4. Bætið því næst nautasoði og kókosmjólk saman við og hrærið stöðugt í súpunni í 1-2 mínútur svo þetta blandist allt vel saman. Hitið að suðu, lækkið þá hitann og látið malla í um 10 mínútur.
 5. Bætið að lokum risarækjum, hrísgrjónum, límónusafa og kóríander saman við. Berið strax fram.