Jákvæður agi á Íslandi

Fréttaskot júní 2021

Kæru félagsmenn!

Nú er að færast smá líf í félagið okkar eftir að allt starf hefur legið í dvala í rúmt ár vegna heimsfaraldursins. Námskeiðahald er komið á dagskrá á nýjan leik og aðalfundur var haldinn fyrir skömmu þar sem kjörin var ný stjórn. Með haustinu er svo hugmyndin að setja af stað mánaðarlega fræðslu- og umræðufundi með fjarfundarformi og verður spennandi að sjá hvernig það gefst. Þá er unnið að þýðingum efnis og bóka og uppfærslu á félagsmannahluta heimasíðunnar þannig að það eru spennandi tímar framundan og vonandi að næstu misseri verði gefandi fyrir okkur öll sem höfum áhuga á jákvæðum aga í lífi og starfi.

Aðalfundur og ný stjórn

Aðalfundur samtakanna var haldinn þann 27. maí og var þar kosin ný stjórn. Í stjórn sitja nú Ágúst Jakobsson, Aníta Jónsdóttir, Jónína Hauksdóttir, Helga Jónsdóttir og Júlía Birgisdóttir. Varamenn eru Berglind Bergvinsdóttir og Sólveig Ósk Guðmundsdóttir. Fundargerð aðalfundarins má nálgast á heimasíðunni eða með því að smella hér..

Námskeið framundan:

Jákvæður agi í skólastofunni - Reykjavík 5.-6. ágúst

Tveggja daga námskeið í Jákvæðum aga verður haldið á höfuðborgarsvæðinu dagana 5.-6. ágúst nk. Smellið til að fá nánari upplýsingar..

Jákvæður agi í skólastofunni - Húsavík 16.-17. ágúst

Tveggja daga námskeið í Jákvæðum aga verður haldið á Húsavík dagana 16-17. ágúst nk. Smellið til að fá nánari upplýsingar..

Jákvæður agi í leikskólanum - Akureyri 30. sept - 1.okt

Tveggja daga námskeið í Jákvæðum aga verður haldið á Akureyri dagana 30. september til 1. október nk. Smellið til að fá nánari upplýsingar..

Þýðingar væntanlegar

Nú er unnið að þýðingum á nýjum handbókum fyrir leikskóla- og grunnskólastig. Áætlað er að íslenskar útgáfur af bókunum hér fyrir neðan verði fáanlegar með haustinu.
Big picture

Heimasíðan - www.jakvaeduragi.is

Við vekjum athygli á lokaða svæðinu á heimasíðu samtakanna en þar er orðið aðgengilegt ýmislegt efni sem nýst getur félagsmönnum í starfi sínu. Lykilorð á lokaða svæðið var sent út til félagsmanna en ef einhver hefur misst á því má senda póst á jakvaeduragi@jakvaeduragi.is

Think tank - ráðstefnur framundan

Félagsmenn í Jákvæðum aga á Íslandi sem lokið hafa tveggja daga grunnnámskeiðum eiga kost á að sækja árlegar ráðstefnur á vegum samtakanna sem kallaðar eru "Think tank". Ráðstefnuhaldið hefur verið í dvala eins og flest annað undanfarið en nú eru eftirfarandi ráðstefnur komnar á dagskrá:

  • Think Tank and Conference, San Diego, United States and Online: October 8 - 10, 2021
  • Think Tank and Conference, Cartagena, Colombia: March 25 - 27, 2022
  • Think Tank Spain, November 2022
  • Think Tank and Conference, Atlanta, United States: Summer 2022
  • Think Tank and Conference, San Diego, United States: Summer 2023

Skráningar eru ekki hafnar ennþá en um að gera að fylgjast með á heimasíðu móðursamtakanna - www.positivediscipline.org

Tæplega 40 skólar og um hundrað félagsmenn

Alltaf bætist í hóp þeirra sem vilja kynna sér Jákvæðan aga og nýta stefnuna í starfi með börnum og unglingum. Nú telst okkur til að það séu orðnir tæplega skólar á Íslandi sem vinna með Jákvæðan aga og þeim fjölgar smátt og smátt. Jafnframt fjölgar í félaginu okkar sem telur nú rétt um 100 félagsmenn.