DJÚPAVOGSSKÓLI

Fréttir úr skólastarfi

OKTÓBER

 • 14.október - Heimsmarkmiðasmiðjur Bootcamp/unglingastig-nánar auglýst síðar.
 • 19.október - Skipulagsdagur starfsmanna, frí hjá nemendum.
 • 20.október - Samskiptadagur, nemendur mæta með foreldrum í viðtal hjá umsjónarkennara og setja sér markmið.
 • 21.-22.október - keppnisdagar, hér ætlum við að endurvekja gömlu keppnisdagana okkar með nýjum sniði.
 • 25.-26.október - VETRARFRÍ :)

NÆSTA VIKA

Mánudagur
 • Fyrirlestur fyrir unglinga.
 • Sjáumst hress og kát.

Þriðjudagur

 • 14:40 Starfsmannafundur (gæti haft áhrif á viðveruna).

Miðvikudagur

 • Góður dagur fyrir auka-lestur.

Fimmtudagur

 • Obba á námsstefnu skólastjóra á Akureyri.
 • Fagfundur

Föstudagur

 • Obba á námsstefnu skólastjóra á Akureyri.
 • Förum hress inn í helgina.

MATSEÐILL Í NÆSTU VIKU

Big picture

CITTASLOW SUNNUDAGUR

Cittaslow sunnudagur var haldinn hátíðlegur í síðustu viku. Þar mátti m.a. kynna sér skólastarf í Cittaslow skóla.
Big picture

Þar mátti m.a. sjá óróa sem nemendur á miðstigi gerðu. Þar voru óskir til jarðarinnar skrifaðar á blað og hengdar á óróann. Flott verkefni hjá þeim.

FRÁ FUNDI FORELDRAFÉLAGSINS

Ársfundur foreldrafélagsins var haldinn á fimmtudaginn. Rétt áður en fundurinn hófst fór rafmagnið af í Djúpavogshreppi. Það var því kertaljós og kósý stemming til að byrja með en þegar leið á fundinn kom rafmagnið aftur og hægt að tengja tölvu við skjávarpa eins og gert er á nútímafundum.

Kertaljósastemmingin stóð samt alveg fyrir sínu :)

Big picture

ÞEMAVERKEFNI Á MIÐSTIGI

Á miðstigi stendur yfir skemmtilegt þemaverkefni um sólkerfið. Verkefnið er samþætt milli námsgreina en hér má sjá nemendur vinna hjá Hildi í listgreinum.