2. SB, fréttabréf.

apríl og maí. 2016

Kæru foreldrar.


Nú eru bara örfáir dagar eftir af skólanum og bæði þreyta og spenningur kominn í hópinn.


Það hefur því verið mjög skemmtilegt að hafa getað brotið kennsluna upp örlítið meira en venjulega seinustu vikur.


7.bekkur, sem hefur líka verið að læra og gera verkefni um líkamann, kom í heimsókn og hélt kynningu fyrir 2. bekk. Þar kynnti hver hópur sitt viðfangsefni á plakötum og það var gaman að sjá hvað nemendurnir í 2.bekk voru vel með á nótunum. Enda nýbúin að læra um sömu hluti, þó ekki hafi verið farið eins djúpt í þá.


2.SB er líka búin að vera að búa til rafræna bekkjarbók. Þar skrifa krakkarnir stuttann texta um sig og setja inn í bókina. Hver og einn hefur eina blaðsíðu sem hann má hafa eftir sínu höfði. Í lok skólans þegar hún er tilbúin getið þið skoðað hana og sótt á ykkar tæki. Þá kemur hún til ykkar eins og rafræn bók.

Nemendur í 7. bekk kynna verkefnin sín fyrir krökkunum.

Hlaupastíll

Núna í maí komu nokkrir yndislegir vordagar. Við nýttum okkur einn af þessum dögum og fórum út í hlaupastíl.


Þá var búið að koma nokkrum blöðum fyrir víðsvegar hjá steinunum á skólalóðinni með textanum;


Hver er sá veggur víður og hár,

vænum settum röndum

gulur, rauður, grænn og blár

gerður af meistara höndum.


Þau geymdu öll bækurnar sínar á einum stað og svo áttu þau á hlaupa á milli og skrifa niður það sem þau mundu af gátunni. Þangað til að allur textinn var kominn niður i bókina þeirra.


Lausnin við gátunni var svo falin hinum megin á skólalóðinni. Þegar þau voru búin með hlaupastílinn fóru þau að leita.

Til að horfa á stutt myndband af krökkunum í hlaupastíl sláið inn lykilorðið vestur.

Orðaplakat

Með því að klippa niður orð úr allskonar bæklingum urðu ýmsar skemmtilegar setningar til.

Hlaupastíll úr bókinni líkaminn

Hlaupastíllinn var svo skemmtilegur að við ákváðum að prufa að gera hann með öllum árganginum. Þá tókum við fyrir bókina um líkamann. Þar voru setningar eins og "Líkaminn er 60% vatn." "Hjartað er vöðvi", sem þau áttu að leggja á minnið og skrifa niður.
Big image
Stutt myndband af krökkunum. Lykilorðið er vestur.

2.SB

Big image

Leiðin á Arnarhól

Við gerðum stutt myndband um för okkar á Arnarhól og sýndum krökkunum.

Lykilorðið er vestur