Menntabúðir #Kópmennt

Í Vatnsendaskóla mánudaginn 29. okt. 2018 kl.15:00

Þetta verður eitthvað!

Þá er komið að sameiginlegu menntabúðum skólaársins númer 2. Nú ætlum við að hittast í Vatnsendaskóla. Guðrún Vala Ólafsdóttir í samstarfi við sitt fólk hefur undirbúið dagskrána fyrir #Kópmennt að þessu sinni og er dagskráin afar fjölbreytt. Hana má nálgast hér að neðan auk stuttra lýsinga á hverri búð. Það má með sanni segja að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hver vill ekki sjá hvernig Google og Mentor virka saman? eða Bitsboard í Byrjendalæsi? Þá er þarna sitthvað varðandi tækni og hreyfingu/íþróttir og hvernig hún er nýtt í myndmenntakennslu sem getur etv. átt við fleiri list- og verkgreinar. Forritun með Scratch í hinum ýmsu námsgreinum og svo Seesaw rafræn námsferilmappa og nýir möguleikar í Book Creator. Töfrateningurinn og stuttermabolurinn til að skoða líffæri hljómar spennandi viðfangsefni.


Skráning þátttöku er mikilvæg fyrir undirbúninginn. Því biðjum við væntanlega þátttakendur að skrá sig hér fyrir neðan.


Hlökkum til að sjá ykkur!

Stýrihópurinn

Skráning hér!

- Mikilvægt vegna skipulagningar, en aðgangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum

Dagskrá (google docs) - smellið hér!

Dagskráin er í vinnslu fram að menntabúðum hverju sinni

Big picture

Dagskrá

Monday, Oct. 29th, 3pm

Vatnsendaskóli, Kópavogur, Iceland

Kópavogur

15:00 Mæting - Vísað í stofur

15:00 - 15:30 Fyrri lota

15:30 - 16:00 Kaffihlé, meðlæti og spjall

16:00 - 16:30 Seinni lota

Stýrihópur menntabúða #Kópmennt

Einn tengiliður úr hverjum skóla í Kópavogi myndar stýrihóp Menntabúða #Kópmennt

Hvað eru menntabúðir?

Menntabúðir #Kópmennt eru haldnar einn mánudag í mánuði í grunnskólum Kópavogs og hefjast kl. 15:00. Dagskráin er auglýst fyrirfram. Kennarar á öðrum skólastigum eru hjartanlega velkomin að sækja búðirnar með okkur.


Skólastarf er síbreytilegt og lifandi þar sem mismunandi ytri og innri þættir hafa áhrif á nám og starf starfsmanna og nemenda og þróun skóla sem stofnana. Sýnt hefur verið fram á að árangursrík og fagleg starfsþróun byggist á styðjandi og leiðsegjandi vinnubrögðum eins og samvinnu og samræðu, rýni í eigið starf og skýrum markmiðum og viðmiðum um árangur. Menning sem styður og viðheldur slíkum starfsháttum getur falist í því sem kallað er lærdómssamfélag (e. professioanal learning community).


Ef nám er lykilhugtak í skólastarfi mætti líta á lærdómssamfélag sem yfirhugtak eða umgjörð til að efla nám. Til staðar er lærdómssamfélag þegar samhugur er innan stofnunar eða skóla um það að byggja stöðugt upp nýja þekkingu og nýta hana á vettvangi. Þar vinnur fólk náið saman út frá mótaðri námssýn sem allir skilja á sama hátt. Allt starfsfólk hefur miklar væntingar til nemenda og ber sameiginlega ábyrgð á námi þeirra en einnig hvað á annars námi. Það rannsakar starf sitt og ígrundar það í þeim tilgangi að efla það og stuðla að auknum námsárangri hjá nemendum.


Markmiðið með samstarfinu er að:

- Miðla þekkingu og reynslu - Læra hvert af öðru.
- Skapa samstarfsvettvang sem snýr að starfsþróun og símenntun
- Fá utanaðkomandi aðila til að koma með kynningu á nýjungum í skólastarfi sem lærdómssamfélagið kemur sér saman um að vilja kynna sér betur
- styðja við og styrkja lærdómssamfélagið sem þegar hefur myndast í skólanum