UT í námi og kennslu

Menntabúðir - Þema: Vendikennsla

Fimmtudaginn 13. nóvember kl. 16:15-18:15

Menntabúðir verða haldnar í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Menntabúðir er samkoma þar sem fólk miðlar af eigin reynslu og þekkingu og aflar sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Þær eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum og kennaranemum. Þátttakendur geta fengið staðfesta viðurkenningu á endurmenntun frá Starfsþróun Menntavísindastofnunar HÍ. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku. Sjá umfjöllun á UT-torgi.Þátttakendur eru beðnir um að koma með framlag í búðirnar. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námsskrárvinnu, varpa fram spurningu eða koma með eitthvað málefni sem þarfnast lausnar.


Þemað að þessu sinni verður vendikennsla.

Dagskráin er enn að mótast en í stórum dráttum er hún svona:


  • kynning á reynslu kennara við Akurskóla
  • kynning á hvernig mismunandi tæki og tól henta mismunandi kennurum (Keilir)
  • kynning á edPuzzle (nýtist m.a. vel til að gera gagnvirk vídeó)
  • kynning á skjáupptökuforritum Screencast-O-Matic, Screenr og Camtasia
  • kynning á nýju Erasmus+ verkefni: FLIP - Flipped Learning in Praxis
  • kynning á hvað ber að hafa í huga við innleiðingu á MET (með eigin tæki(BOYD)) í grunn- og framhaldsskólum.Fylgist með hérna inni því dagskráin getur breyst.


Smelltu hér til að skrá þig.

Menntabúðir - Vendikennsla

Thursday, Nov. 13th, 4:15-6:15pm

Stakkahlíð

Reykjavik, Capital Region