DJÚPAVOGSSKÓLI

HUGREKKI-VIRÐING-SAMVINNA

SEPTEMBER OG OKTÓBER

SEPTEMBER

 • 25.september Cittaslow sunnudagur.
 • 26.sept, Evrópski tungumáladagurinn.

OKTÓBER

 • 7.-8.október - Obba og Þórdís á námsstefnu skólastjóra í Reykjavík.
 • 11.október Skipulagsdagur-frídagur nemenda.
 • 12.október Samskiptadagur - nemendur og foreldrar hitta umsjónarkennara.
 • 13.október Leikjadagur (áður keppnisdagar).
 • 14.október Leikjadagur.
 • 14.október Gunni og Felix koma í heimsókn.
 • 14.október Fjarðaball á Egilsstöðum.
 • 22.október - fyrsti vetrardagur.
 • 24.október Vetrarfrí.
 • 25.október Vetrarfrí.

NÆSTA VIKA

Mánudagur 26.september
 • Evrópski tungumáladagurinn.
 • Tveir nemendur verða í starfskynningu í skólanum (13:00-14:20).

Þriðjudagur 27.september

 • 14:20 - 15:50 Fagfundur.

Miðvikudagur 28.september

 • Góður dagur til að staldra við.

Fimmtudagur 29.september

 • 14:20 - 15:50 Teymisfundur.

Föstudagur 30.september

 • Nemendur fara í gott helgarfrí.

MATSEÐILL NÆSTU VIKU

Big picture

ÓTRÚLEGA MARGT AÐ GERAST HJÁ OKKUR

Það er óhætt að segja að þetta haust hafi byrjað með viðburðum og fjöri. Sem er frábært, því við söknuðum þess mjög mikið s.l. haust þegar allt var í lás. Í þessari viku fengum við heimsókn frá kvikmyndamönnum sem hafa unnið að mörgum Hollywood myndum. Einn af þeim, Unnsteinn er fyrrum nemandi við Djúpavogsskóla. Nemendum fannst gaman að heyra að hann hafi einu sinni verið í sömu stöðu og þeir og Unnsteini fannst gaman að þekkja svipinn á sumum nemendum en margir foreldrar vorum með honum í Djúpavogsskóla.

Þeir félagar voru með dróna og myndavél sem hafa verið notaðar við myndatökur hjá BBC og í Hollywood. Þeir sýnu brot úr nokkrum myndum sem þeir hafa unnið að og töluðu um tæknibrellur. Nemendur voru mjög áhugasamir og spurðu margra spurninga. Yngstu nemendur fengu að prófa að taka upp og það sló í gegn :)


Hér er hægt að sjá lista yfir myndir sem Unnsteinn (Ummi) hefur unnið við.

https://www.imdb.com/name/nm1946448/?ref_=nv_sr_srsg_0


Hér er hægt að sjá lista yfir myndir sem Paul hefur unnið við.

https://www.imdb.com/name/nm1647892/?ref_=nv_sr_srsg_0

UTÍS - ENDURMENNTUN

Í dag og á morgun eru margir starfsmenn á endurmenntunarnámskeiði. Í dag voru fjölbreyttir fyrirlestrar í þremur stofum.

 • Að breyta kerfum til að styðja farsæld nemenda.
 • Efling hins ótrúlega.
 • Teiknaðu hugsanir þínar.
 • Loftlagsmenntun.
 • Ræktun rafrænna rannsakenda.
 • Lestur og leitarnám.
 • 12 breytingar fyrir nemendamiðað nám.
 • Lestrarnám barna með þroskaraskanir.
 • Kröftug kerfisbreyting.

Á morgun verða þessir fyrirlestrar:

 • Vandamál við einkunnir.
 • Leiðsögn sem hvetur nemendur til að elska að læra.
 • Afhverju er svefn mikilvægur.

Þetta er frábær endurmenntun og skemmtileg samvera hjá starfsfólki.

Big picture

CITTASLOW SUNNUDAGUR

Hér má finna dagskrá fyrir Cittaslow sunnudag, Djúpavogsskóli verður auðvitað með.

https://www.mulathing.is/is/frettir/category/14/cittaslow-sunnudagur-a-djupavogi

KRISTRÚN OG KONICA

Þær eru búnar að vinna vel saman í mörg ár þessar tvær. Nú hefur önnur þeirra sagt upp störfum og flutt sig í Geysi. Við þökkum Konicu samstarfið og erum voðalega þakklát að hafa hana Kristrúnu áfram hjá okkur :)
Big picture

NÝTTUM GÓÐAVEÐRIÐ Í ÚTIKENNSLU

Big picture

LEIÐSÖGN

Við erum svo heppin að hafa leiðsagnarkennara við Djúpavogsskóla. Því að einn dag í viku kemur Jóhanna til okkar og leiðbeinir kennaranemunum okkar, auk þess að leiðbeina okkur öllum með Mentor og fleiri verkefni.
Big picture

Við vonum að þið eigið öll góða helgi og vonandi sjáumst við sem flest á Cittaslow sunnudaginn.

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Djúpavogsskóla.