Hvalrekinn

Október 2019

Big picture

Það er komið haust ....

Ágætu foreldrar,


Starfið er komið vel á veg þetta skólaárið og mikið búið að vera í gagni undanfarið. Í síðustu viku vorum við með Ólympíuhlaup ÍSÍ þar sem allir nemendur skólans tóku þátt og hlupu 2,5, 5,0 eða 10 km. Það voru margir nemendur sem luku við 10 km hlaup.

Samverur hjá yngstu- og miðdeild erum á sínum stað og bekkirnir eru byrjaðir að halda sínar samverur þar sem foreldrum þeirra er boðið að koma og horfa á.


Um komandi helgi eru skipulagsdagur á föstudaginn og vetrarfrí á mánudag og þriðjudag. Þá er skólinn lokaður. Miðvikudaginn 30. október verður nemendaviðtalsdagur þar sem foreldrar mæta með nemendum og fara yfir þessar fyrstu vikur á skólaárinu. Nánar um skráningu á tíma hér fyrir neðan.


Síðustu vikur höfum við sem störfum í skólanum orðið vör við slæmt orðbragð hjá sumum nemendum. Höfum við heyrt nemendur nota ljót og niðrandi orð um samnemendur þar sem talað er niður til trúarbragða og litarhátt. Þetta er eitthvað sem við viljum ekki heyra í Hvaleyrarskóla.

Ennfremur er orðið “snitch” notað hjá börnum þá vísa þau til þess að sá sem segir frá er “snitch” og það sé verulega slæmt og þau geti ekki verið “snitch”. Hvaðan þetta er komið er kannski erfitt að segja til um. Við höldum samt að þetta sé að einhverju leyti komið frá áhorfi barnanna á You tube og ákveðna tónlistarmenn sem tala og sýna mjög óviðeigandi hegðun. Það er gott að spyrja sig vitum við hvað börnin okkar eru að horfa á?

Við kennarar og starfsfólk Hvaleyrarskóla langar til að sporna við þessu og beina börnunum á rétta braut með því að tala við þau og útskýra hvað felist í þvi hvernig við tölum við hvort annað hvar sem við erum. Núna eins og alltaf áður er mikilvægt að skólinn og heimilin gangi í takt í þessum málum eins og öllum öðrum.


Það styttist í langri helgi fyrir nemendur og vonum við að þið foreldrar eigið góðar stundir með ykkar börnum á skipulagsdaginn og í vetrarfríinu. Njótum þess að eiga stundir saman.


Stjórnendur

Skipulagsdagur og vetrarfrí

Föstudaginn 18. október er skipulagsdagur í Hvaleyrarskóla. Þann dag fellur öll kennsla niður. Frístundaheimilið Holtasel er opið fyrir þau börn sem þar eru skráð.

Vetrarfrí verður síðan í framhaldinu, mánudaginn 21. og þriðjudaginn 22. október. Við vonum að nemendur og fjölskyldur þeirra hafi það gott í fríinu. Sjá nánar hér fyrir neðan dagskrá í vetrarfríinu.

There will be no school for students on Friday the 18th of October as it is an inservice day for teachers and staff. Holtasel is open for children who are registered.

There will be a Winter break on Monday the 21st and Tuesday the 22nd of October. We hope all our students and their families will enjoy their winter break.

Námsviðtöl 30. október

Það líður að foreldraviðtölunum sem verða miðvikudaginn 30. október. Föstudaginn 18. október verður opnað fyrir skráningu í Mentor þar sem þið getið valið ykkur tíma sem lausir eru og hentar ykkur best. Síðasti dagur skráningar er föstudagurinn 25. október.

Þeir foreldrar sem þurfa á túlkaþjónustu að halda geta ekki valið sér tíma heldur verður þeim úthlutaðir tímar sem raðaðir eru upp fyrir túlkaþjónustuna.

Ef þið hafið einhverjar óskir fram að færa eða athugasemdir, þá er ykkur velkomið að koma þeim á framfæri við okkur á skrifstofunni og við munum sjá hvort hægt sé að bæta úr eða koma þeim áleiðis til umsjónarkennara barnanna.


The parent talks will be on Wednesday, October 30. On Friday, October 18th, Mentor will be opened where you can choose the time that is available and best suited to you. The last day of registration is Friday, October 25th.

Those parents who need interpreting services cannot choose a time, but they will be allocated hours that are arranged for the interpreting service.

If you have any requests or comments, please feel free to send them to us at the office and we will see if they can be remedied or brought to the children's tutor.

Fjölbreytt dagskrá í vetrarfríi

Mánudaginn og þriðjudaginn 21.-22. október er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar. Venju samkvæmt verður frítt í sund í vetrarfríinu og menningarstofnanir standa fyrir fjölbreyttri dagskrá þessa daga og helgina á undan. Nánari upplýsingar um dagskrána er hægt að nálgast á meðfylgjandi tenglum á íslensku, ensku og pólsku.


Vetrarfrí – frítt í sund og fjölbreytt dagskrá menningarstofnana

Winter break – free admission to the swimming pools and a lot of fun things to do at the museums and library

Ferie zimowe – darmowe wejście na baseny oraz wiele ciekawych zajęć w Bibliotece oraz Muzeach w Hafnarfjörður

Ytra mat MMS

Eins og fram kom í pósti til ykkar foreldra frá skólastjóra í haust þá er Hvaleyrarskóli í ytra mats úttekt hjá Menntamálastofnun. Vettvangsheimsókn í skólann átti að eiga sér stað í lok september. Upp komu veikindi hjá matsaðilum þannig að heimsóknin hefur frestast.

Vettvangsheimsókn matsmanna frá Menntamálastofnun verður vikuna 25. - 29. nóvember.

Fréttir frá foreldrafélaginu

Foreldrafélag Hvaleyraskóla hefur ákveðið að styrkja bekkjatengla fyrsta til fimmta bekkjar um hámark 5.000 kr. á önn til þess að gera eitthvað skemmtilegt með bekkjunum. Fyrirkomulagið er þannig kvittanir fyrir útlögðum kostnaði auk samantektar á heildarkostnaði er send á póstfang foreldrafélagsins (foreldrafelag@hvaleyrarskoli.is). Þar sem koma þarf fram nafn bekkjar og tilefni (hvað var gert með bekkjunum) og nafn, kennitala og bankaupplýsingar bekkjatengils. Gefum okkur um viku til að endurgreiða útlagðan kostnað.

Gjafir frá foreldrafélaginu til skólans

Skólanum bárust í haust gjafir frá stjórn foreldrafélagsins. Um var að ræða dýnu og jafnægisslá sem nemendur geta notað á samverum og einnig geta foreldrar nýtt sér þessi áhöld á bekkjarkvöldum. Einnig barst skólanum pottur úr pottjárni sem nýttur verður til útikennslu.

Þökkum við stjórn og foreldrum kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf.

Lokun á undirgögnum

Vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði verður undirgöngunum við Þorlákstún/Tjarnarvelli og aðliggjandi stígum lokað mánudaginn 7. október 2019. Gangandi og hjólandi vegfarendum er bent á hjáleið meðfram Suðurbraut og Ásbraut um undirgöng undir Reykjanesbraut við Hvaleyrarholt.
Gert er ráð fyrir að ný göngubrú verði opnuð á sama stað í byrjun næsta árs.

Sjá nánar: http://bit.ly/2oMT2V5

Big picture

KURTEISI ~ ÁBYRGÐ ~ SAMVINNA

Á döfinni

  • Námsviðtöl 30. október.
  • Vinavikan 4. - 8. nóvember.
  • Fjölgreindaleikarnir verða 6. og 7. nóvember.
  • Baráttudagur gegn einelti er föstudaginn 8. nóvember.
  • Sameiginlegur skipulagsdagur í grunn- og leikskólum Hafnarfjarðar föstudaginn 15. nóvember.

Hvalrekinn


Opnunartími skrifstofu:

Kl. 7:45 - 15:30 mán-fim

Kl. 7:45 - 14:00 fösFréttabréf Hvaleyrarskóla. Sent á foreldra nemenda skólans og skólasamfélagið.