Fréttamolar úr MS

24.09.2021 Góða og gleðilega helgi

Félagsmálastjóri kynntur til leiks

Á vorönn 2021 var ákveðið að gera breytingu varðandi utanumhald félagsslífsins í MS. Ráðin var til skólans tómstundafræðingur, Hólmfríður Kría Halldórsdóttir, í hlutastarf sem félagsmálastjóri.


Ákveðið hefur verið að halda áfram með þetta fyrirkomulag og mun Kría starfa sem félagsmálastjóri skólans í vetur. Hún er tengiliður stjórnenda og miðstjórnar SMS og veitir nemendum aðhald og stuðning við framkvæmd og skipulagningu félagslífsins.

Nýnemadansleikur (loksins!)

Í kjölfar tilslakana í sóttvörnum var tekin sú ákvörðun að flýta nýnemadansleiknum sem skipulagður hafði verið 13. október. Mun dansleikurinn fara fram þann 28. september í Gamla bíói og er óhætt að segja að viðbrögð nemenda hafa verið afar lífleg enda komið vel á annað ár síðan síðast!
Big picture

Aðalfundur foreldraráðs 4. október

Aðalfundur foreldraráðs verður haldinn í Holti (matsal MS) mánudaginn 4. október kl. 20:00.

Aðhald og stuðningur foreldraráðs skiptir skólastarfið mjög miklu máli og eins og við öll vitum vinna margar hendur létt verk. Því er það von okkar að sem flestir sjái sér fært að leggja sitt af mörkum og vera með í þessu mikilvæga starfi, þörfin hefur aldrei verið meiri!


Við hvetjum foreldra til að mæta tímanlega því samkomutakmarkanir miðast við 500 manns - fyrstur kemur, fyrstur fær ...sæti :)