Fréttabréf Grænna skrefa
Fræðsla, nýjustu fréttir, viðbætur á heimasíðuna og fleira.
Hvað er að frétta?
Athugið!
Búið er að uppfæra grænu skrefin, fækka aðgerðum um nokkrar, umorða og bæta nýjum inn. Það er því búið að búa til alveg NÝTT VINNUSKJAL sem er búið að setja inn á vef Grænna skrefa. Ég mæli með því að allir sem eru að byrja á nýju skrefi, hvort sem það er að byrja á byrjuninni eða byrja á skrefi 2, 3 eða 4, sæki sér nýja skjalið og byrji að vinna með það. Aðrir sem eru í miðju kafi að innleiða eitthvað skref halda áfram með gamla skjalið og fara svo að vinna eftir nýja skjalinu þegar byrjað verður á næsta skrefi.
Einnig eru komin ný veggspjöld. Það er þó allt í lagi að hafa eldri gerðina af veggspjöldum hangandi uppi en þau sem panta núna veggspjöld hjá mér munu fá nýju gerðina.
Nokkrir nýir límmiðar voru líka búnir til. Endilega skoðið þessa nýju, þeir sjást hér í lok myndagallerís og eru ekki með bláum ramma.
---------------------- ------------------- -------------------- ------------------- ------------------- --------------------
Nú fer að fækka tilkynningum um nýja meðlimi í Grænu skrefunum því að við erum alveg að ná því að allir starfsstaðir borgarinnar séu orðnir þátttakendur. Þó vantar ennþá einhverja uppá en þeir eru ekki margir. Þeir sem eru nýir inn frá síðasta fréttabréfi og við bjóðum velkomna eru:
- Leikskólarnir Geislabaugur, Sólborg, Ægisborg, Rauðaborg, Stakkaborg, Laufskálar og Kvarnaborg.
- Grandaskóli
- Íbúðakjarninn Rökkvatjörn
Svo hafa þónokkrir staðir fengið viðurkenningu þennan síðasta mánuð:
Skref 1 - Leikskólinn Reynisholt - Landnámssýningin / Borgarsögusafn -
Félagsmiðstöðin Gleðibankinn (Hlíðaskóla)
Skref 2 - Leikskólinn Hálsaskógur
Skref 3 - Íbúðakjarninn Laugavegi 67a - Breiðholtslaug
Skref 4 - ÍTR skrifstofa, Borgartúni
Hjólað í vinnuna hefst 4. maí
Ein af aðgerðunum í fyrsta skrefinu er að taka þátt í Hjólað í vinnuna. Það er ekki að ástæðulausu sem það er sett sem skilyrði í Grænu skrefunum. Reykjavíkurborg hefur sett sér lýðheilsustefnu og umhverfisstefnu fyrir utan öll markmiðin í Græna planinu, Grænu skrefunum, Aðalskipulaginu og samgöngustefnu borgarinnar um að draga úr umferð.
Lýðheilsa og umhverfismál eru sambærileg málefni að mörgu leiti og þegar við hugum að umhverfinu erum við oftast að gera eitthvað gott fyrir okkur sjálf í leiðinni.
Í Hjólað í vinnuna verkefninu er ekki endilega öll áherslan lögð á að hjóla. Allir geta tekið þátt, líka þeir sem ekki hjóla. Verkefnið skiptist í tvo flokka, kílómetrakeppni og keppni í fjölda daga og það er langeinfaldast að skrá vinnustaðinn í keppni um fjölda daga og nýta þetta tímabil til þess að hvetja til útiveru, vistvænni samgangna, heilbrigðs lífsstíls og hópeflingar.
Það má skrá göngu- og skokk til og frá vinnu. Það má skrá göngu frá heimili að strætóstoppistöð og svo frá strætóstoppistöð til vinnu.
Ef tekið er þátt í kílómetrakeppni þá gæti keppnisskapið orðið til þess að fólk fer úr strætó 1 eða jafnvel 2 stoppistöðum fyrr, bara til að safna fleiri metrum, en það er líka í góðu lagi.
Það er gaman að lesa reynslusögurnar á heimasíðu Hjólað í vinnuna. Hér eru nokkur brot úr þeim:
- "Þetta byrjaði mjög rólega allir hjóluðu eða gengu beina leið í vinnuna og svo heim, síðan læddist keppnisskapið að fólki og nú er svo komið að keppnin er orðin æði hörð, fólk er allt að einn klukkutíma á heimleið sem áður tók aðeins 5 mín, og hringir í mig þegar heim er komið til að athuga hvot þeim hafi tekist að komast í fyrsta sæti."
- "Ég er ekki vön því að ganga oft í vinnuna og mín helsta hreyfing í vinnunni er að fara og sækja mér kaffi í bollann minn inn í mötuneyti. Þetta átak hefur hins vegar hvatt mig og aðra til að nota umhverfisvænan máta til að komast til og frá vinnustað og það er allt í einu orðið auðveldara að fá bílastæði við skólann hef ég heyrt."
- "Við byrjuðum með 1 lið fyrir 4 árum og þá vorum við 3 af ca. 40 manna starfshóp. Í dag eru liðin 3 og þurfti því að finna 2 listjóra til viðbótar :) þar sem við erum 21 af 40 manna hóp sem erum að taka þátt."
- "Það eru líka 3 fraukur í liðinu sem búa í öðru bæjarfélagi sem hittast flest alla morgna og fá sér göngutúr um miðbæinn áður en þær koma til vinnu. Þær eru búnar að skoða flest hús, garða og glugga miðbæjarins."
- "Við í Sjálandsskóla tökum að venju þátt í hjólað í vinnuna. Við reyndar útvíkkum keppnina sem við köllum hjólað í skólann. Allir nemendur eru hvattir til að koma hjólandi eða gangandi í skólann - kennararnir skrá niður þá sem hjóla eða ganga og yngri nemendurnir fá perlur á band fyrir hvern hjólaðan/gengin dag. Á miðvikudaginn tókum við stöðuna og fengum þá frábæru niðurstöðu að fyrstu 6 dagana í átakinu höfðu 80,6% nemenda komið hjólandi/gangandi í skólann."
Á heimasíðu Hjólað í vinnuna má sjá reglurnar undir flipanum "Um hjólað"
Athugið að einnig má skrá "allar vinnutengdar ferðir á vinnutíma þ.e. á fundi og sendiferðir sem annars hefðu verið farnar á bíl að því gefnu að viðkomandi hafi nýtt sér virkan ferðamát í vinnu".
Sem sagt, verið dugleg að skrá ferðir á fundi ef þið farið gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum.
Nýtt námskeið Landverndar um loftslagsmál Landvernd hefur verið með nokkur námskeið um loftslagsmál sem ég hef verið að auglýsa og þónokkrir frá Reykjavíkurborg hafa skráð sig. Námskeiðið er 6 vikna fjarnámskeið ætlað einstaklingum sem vilja prófa sig áfram og leggja sitt af mörkum í þágu loftslagsmála. Fjallað er um samgöngur, matarvenjur, húsnæði, neyslu og hvernig við getum hvatt fleiri til dáða. Námskeiðið er alveg FRÍTT, 1x í viku á kvöldin í 6 vikur og næsta námskeið byrjar 11. maí. Til að skrá sig á námskeiðið og fá það frítt þarf að smella hér https://landvernd.is/vefskoli/ og skrifa afsláttarkóðann lv2021 og helst að vinnustaður sé Reykjavíkurborg. | Fræðsla um pappír Hvaða máli skiptir það að kaupa umhverfisvottaðan pappír? Hvernig er stýring sjálfbærra skóga? Hvaða mýtur eru lífseigar um pappírsframleiðslu? Kristjana Guðbrandsdóttir frá Iðunni, fræðslusetri og Lilja Björk Guðmundsdóttir frá samtökum iðnaðarins verða með fræðslu fyrir okkur um pappír og pappírsframleiðslu. Fyrirlesturinn ber heitið: Staðreyndir og sleggjudómar, sjálfbærni pappírs og íslensks iðnaðar. Fyrirlesturinn verður á TEAMS mánudaginn 23. maí, kl. 14 og tekur u.þ.b. hálftíma með spurningum. Sendið póst á graenskref@reykjavik.is til að skrá ykkur á fræðslufundinn. | Plaköt til endurnýtingar Nú hafa gátlistar grænu skrefanna verið uppfærðir og þar með einnig vinnuskjalið og veggspjöldin. Ég er því með nokkur eldri plaköt í gulu, rauðu, grænu og bláu. Ef einhver vinnustaður hefur áhuga á því að nýta þennan litaða pappír, til dæmis til að klippa út litaða hlutann og nota í föndur, klippa út myndirnar eða nota til að skrifa og teikna aftaná, þá vil ég endilega koma plakötunum í endurnýtingu í stað þess að farga þeim. Hafið samband við mig ef þið hafið áhuga á þeim, graenskref@reykjavik.is |
Nýtt námskeið Landverndar um loftslagsmál
Til að skrá sig á námskeiðið og fá það frítt þarf að smella hér https://landvernd.is/vefskoli/ og skrifa afsláttarkóðann lv2021 og helst að vinnustaður sé Reykjavíkurborg.
Fræðsla um pappír
Kristjana Guðbrandsdóttir frá Iðunni, fræðslusetri og Lilja Björk Guðmundsdóttir frá samtökum iðnaðarins verða með fræðslu fyrir okkur um pappír og pappírsframleiðslu. Fyrirlesturinn ber heitið: Staðreyndir og sleggjudómar, sjálfbærni pappírs og íslensks iðnaðar.
Fyrirlesturinn verður á TEAMS mánudaginn 23. maí, kl. 14 og tekur u.þ.b. hálftíma með spurningum.
Sendið póst á graenskref@reykjavik.is til að skrá ykkur á fræðslufundinn.
Plaköt til endurnýtingar
Næsti tengiliðafundur
Ekki er um eiginlegan fyrirlestur að ræða en þetta er góður staður til að ræða saman um grænu skrefin og aðgerðirnar.
Næsti tengiliðafundur verður á TEAMS fimmtudaginn 19. maí kl. 09.00. Vinsamlegast sendið póst á graenskref@reykjavik.is til þess að skrá ykkur á fundinn.