Moodle dagurinn

Lærum saman og deilum með öðrum

Moodle dagurinn

Kennslumiðstöð Háskóla Íslands heldur Moodle menntabúðir (e. EduCamp/Edcamp), miðvikudaginn 20. apríl n.k., kl. 13:00-15:00 í stofu HT-104 á Háskólatorgi.


Menntabúðir er nýstárleg aðferð til starfsþróunar sem hefur verið aðlöguð að okkar aðstæðum. Aðferðin byggir á óformlegri jafningjafræðslu sem stuðlar að aukinni umræðu og eflingu tengslanets kennara. Þátttakendur miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum.


Menntabúðunum er skipt upp í tvo hluta og í hvorum hluta eru nokkrar stöðvar settar upp með mismunandi kynningum, þar sem kennarar kynna í stuttu máli sitt efni (ca. 10-15 mín.), svara spurningum og spjalla við þátttakendur. Í sumum tilvikum fer kynningin fram tvisvar, það fer eftir þátttakendum. Aðrir þátttakendur ganga á milli stöðva og taka þátt með því að spyrja spurninga og spjalla.


Fyrir utan skipulagðar kynningar geta þátttakendur mætt með spurningar eða „vandamál“ sem þeir vilja fá aðstoð við að leysa.


Moodle-teymi HÍ sem og kennarar af öllum skólastigum munu kynna notkun Moodle í skólasamfélaginu.


Meðal umfjöllunarefna verða:

  • Verkstæðið (jafningjamat)
  • Nýr leiðbeiningavefur
  • Sameiginlegur kennsluvefur meistaranema
  • Moodle í Vogaskóla
  • Skipulag, uppsetning, innihald o.fl.
  • Spurningabanki
  • Twitter blokk, viðurkenningar, hugtakasafn, Wiki
  • Moodle í HA


Skráning fer fram á heimasíðu Kennslumiðstöðvar: www.kennslumidstod.hi.is

Dagskrá

kl. 13:00 kynning og setning

kl. 13:10 vinnustöðvar (fyrri hluti)

kl. 13:45 kaffihlé

kl. 14:00 vinnustöðvar (seinni hluti)

kl. 14:45 samantekt og spjall

Moodle dagurinn - menntabúðir

Wednesday, April 20th, 1-3pm

Háskóli Íslands, Reykjavík, Iceland

Reykjavík

Staðsetning: Háskólatorg, Stofa HT-104.

(Neðstu hæð)