Fréttir úr skólanum

Fréttabréf númer 3

Þakkir til skólasamfélagsins

Skólastarfið hefur tekið miklum breytingum síðustu daga og viljum við í Grunnskóla Reyðarfjarðar þakka öllum sem hlut eiga að máli fyrir gott samstarf. Nemendur eru að standa sig gríðarlega vel í þessum breyttu aðstæðum og áskorunum sem þeir standa frammi fyrir á hverjum degi.

Við starfsfólk finnum fyrir miklum stuðningi og jákvæðni vegna þeirra breytinga sem við höfum þurft að gera á skipulagi skólastarfsins síðustu daga og erum við þakklát fyrir það.

Ítrekun á mikilvægum upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra

Föstudaginn 20. mars sendum við upplýsingar frá almannavörnum um samkomubann og börn. Starfsmenn skólans hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og fjarlægðarmörk og hefur það gengið mjög vel.


Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum.


Viljum við minna sérstaklega á eftirfarandi ábendingu frá almannavörnum:

Skólafélagar sem ekki eru í sama hópi í skólastarfinu ættu ekki að vera í návígi utan skóla.

Fjör í frímínútum

Nemendur eru ótrúlega duglegir að finna sér skemmtilega leiki þegar þeir eru í frímínútum og eru útsjónarsamir við að finna leiki þar sem snerting er í lágmarki en samt líf og fjör.

Reikningar vegna Skólasels

Það hefur verið þó nokkuð um að forráðamenn hafa breytt vistunartíma barna sinna í Skólaseli meðan á samkomubanni stendur og þökkum við fyrir liðlegheitin. Tekið verður tillit til þess og reikningar sendir út í samræmi við það.

Börn og sóttkví - Children and the ban on gatherings

Hreyfing dagsins

Guardians Of The Galaxy 'STARLORD' Hiit Workout' for Kids