Fréttir úr skólanum
Fréttabréf númer 3
Þakkir til skólasamfélagsins
Við starfsfólk finnum fyrir miklum stuðningi og jákvæðni vegna þeirra breytinga sem við höfum þurft að gera á skipulagi skólastarfsins síðustu daga og erum við þakklát fyrir það.
Ítrekun á mikilvægum upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
Föstudaginn 20. mars sendum við upplýsingar frá almannavörnum um samkomubann og börn. Starfsmenn skólans hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og fjarlægðarmörk og hefur það gengið mjög vel.
Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum.
Viljum við minna sérstaklega á eftirfarandi ábendingu frá almannavörnum:
Skólafélagar sem ekki eru í sama hópi í skólastarfinu ættu ekki að vera í návígi utan skóla.
Fjör í frímínútum
4. bekkur Strákarnir í 4. bekk voru mjög athafnasamir í virkisgerð og náðu glæsilegri byggingu áður en rigningin setti strik í reikninginn. | 5. bekkur Annar hópurinn í 5. bekk var löngum stundum í eltingaleik sem heitir api á jörðu. | 5. bekkur Hinn hópurinn í 5. bekk var í annars konar eltingaleik þar sem nemendur nýttu sér pýramídann til hins ýtrasta. |
4. bekkur
Reikningar vegna Skólasels
Börn og sóttkví - Children and the ban on gatherings
Embætti landlæknis hefur tekið saman leiðbeiningar vegna barna í sóttkví.
Börn í sóttkví:
https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item39957/B%C3%B6rn%20%C3%AD%20s%C3%B3ttkv%C3%AD.pdf
Börn með sértækar umönnunarþarfir í sóttkví – leiðbeiningar til forráðamanna:
Gagnlegar upplýsingar um sóttkví og áhrif hennar á nemendur og starfsfólk skóla:
Children and the ban on gatherings, English version:
https://www.ahs.is/wp-content/uploads/2020/03/Children-and-the-ban-on-gatherings-20.03.2020.pdf