Jákvæður agi á Íslandi

Fréttaskot september 2021

Kæru félagsmenn!

Nú er skólastarf komið í fullan gang og því tímabært að koma félagsstarfinu á ról. Enn fjölgar í hópi þeirra skóla sem vinna að innleiðingu á Jákvæðum aga og er að gleðiefni.

Í vetur ætlum við að brydda upp á þeirri nýbreytni að nýta okkur fjarfundaformið til samskipta meðal félagsmanna. Verður gaman að sjá hvernig það tekst til en fyrsti fjarfundurinn verður miðvikudaginn 6. október - sjá nánar hér neðar.

Hér á eftir er að finna nokkra punkta frá félaginu sem við biðjum ykkur um að skoða og bregðast við eftir atvikum.


Fyrir hönd stjórnar,

Ágúst Jakobsson

Þýðingar á handbókum væntanlegar

Nú líður að því að þýðingar á handbókunum hér fyrir neðan fari að verða tilbúnar til prentunar. Um er að ræða nýjustu útgáfur af handbókum um Jákvæðan aga fyrir leikskólastig annars vegar og grunnskólastig hins vegar. Til að aðstoða okkur við að áætla það magn sem við þurfum að láta prenta til að byrja með langar okkur að biðja áhugasama kaupendur um að skrá sig á eftirfarandi slóð. Ekki er um skuldbindingu að ræða en við munum hafa samband við þá sem skrá sig þegar bækurnar eru komnar úr prentun, gefa upp endanlegt verð og taka við endanlegri pöntun eða afpöntun. Verð ræðst að mestu af prentkostnaði en gera má ráð fyrir að það gæti orðið um 6000 kr. á handbók. Áhugasamir skrái sig hér:

https://forms.gle/dGrR2VcFeV3V4y7i7

Big picture

Námskeið framundan:

Jákvæður agi í skólastofunni 8.-9. nóvember 2021

Tveggja daga námskeið í Jákvæðum aga verður haldið í Reykjavík dagana 8.-9. nóvember nk. Áhersla á grunnskólastigið. Smellið til að fá nánari upplýsingar..

Jákvæður agi í leikskólanum 24.-25. janúar 2022

Tveggja daga námskeið í Jákvæðum aga verður haldið í Reykjavík dagana 24.-25. janúar nk. Áhersla á leikskólastigið. Smellið til að fá nánari upplýsingar..

Innheimta félagsgjalda

Nú erum við að fara að setja í gang innheimtu félagsgjalda fyrir árið 2021. Eins og ákveðið var á aðalfundi sl. vor er árgaldið 5000 kr. og verður það innheimt með valgreiðslum í heimabanka félagsmanna. Til að einfalda málin biðjum við þá sem hugsa sér að hætta sem félagsmenn í samtökunum að láta vita sem allra fyrsta með því að senda tölvupóst á jakvaeduragi@jakvaeduragi.is

Fræðslu og umræðufundur

Í vetur er hugmyndin að hafa mánaðarlega fræðslu- og umræðufundi þar sem félagsmenn geta hist með rafrænum hætti, fræðst um efni sem tengist Jákvæðum aga, rætt saman og skipst á þekkingu og reynslu. Fyrsti fundurinn verður miðvikudaginn 6. október kl. 16:30. Þar byrjum við á að fá innlegg frá Arnrúnu Magnúsdóttur þar sem hún segir frá vinnu með lausnahringinn í leikskólum. Að því búnu skiptum við okkur í umræðuhópa þar sem við getum skipst á skoðunum og reynslusögum. Slóðin á fundinn er https://zoom.us/j/95581028442