DJÚPAVOGSSKÓLI

HUGREKKI - VIRÐING - SAMVINNA

MARS


 • 14.mars - Dagur stærðfræðinnar og gestadagur. Nemendur í 10.bekk fara í heimsókn í VA.
 • 15.mars - Stóra upplestrarkeppnin haldin í Djúpavogskirkju.
 • 22.mars - Lokaæfing fyrir árshátíð.
 • 23.mars - Generalprufa og sýningardagur.
 • 24.mars - Frágangur eftir árshátíð.

NÆSTA VIKA OG MJÖG MARGT AÐ GERAST HJÁ OKKUR

Mánudagur 13.mars

 • Mætum hress inn í næstu árshátíðarviku.
 • 8:05 - 10:00 Kennsla samkvæmt stundarskrá.
 • 10:00 - 12:30 Æfingar og árshátíðar smiðjur.
 • 12:30 - 14:10 Kennsla samkvæmt stundarskrá, Íris Dögg með auka æfingar.


Þriðjudagur 14.mars - Dagur stærðfræðinnar og gestadagur.

 • 8:05 - 10:00 Kennsla samkvæmt stundarskrá.
 • 10:00 - 12:30 Árshátíðar smiðjur og undirbúningur.
 • 12:30 - 14:10 Kennsla samkvæmt stundarskrá, Íris Dögg með auka æfingar.
 • 14:20 - 15:50 Fagfundur.


Nemendur í 10.bekk fara í heimsókn í Verkmenntaskóla Austurlands.

Hvetjum foreldra til að kíkja í heimsókn til okkar.


Miðvikudagur 15.mars - Stóra upplestrarkeppnin.

 • 8:05 - 10:00 Kennsla samkvæmt stundarskrá.
 • 10:00 - 12:30 Árshátíðar smiðjur og undirbúningur.
 • 12:30 - 14:10 Kennsla samkvæmt stundarskrá, Íris Dögg með auka æfingar


Stóra upplestrarkeppnin í Djúpavogskirkju.

12:00 - 13:00 Nemendur úr báðum skólunum borða saman.

13:00 - 14:00 Æfing fyrir keppendur.

14:00 Hefst keppnin.


Bergþóra, Bryndís, Kolfinna og Hlíf eru fulltrúar Djúpavogsskóla og keppa í upplestri við fulltrúa frá Grunnskólanum á Hornafirði.

Rökkvi verður kynnir.Fimmtudagur 16.mars

 • 8:05 - 10:00 Kennsla samkvæmt stundarskrá.
 • 10:00 - 12:30 Árshátíðar smiðjur og undirbúningur.
 • 12:30 - 14:10 Kennsla samkvæmt stundarskrá, Íris Dögg með auka æfingar.


Föstudagur 17.mars

 • 8:05 - 10:00 Kennsla samkvæmt stundarskrá.
 • 10:00 - 12:30 Árshátíðar smiðjur og undirbúningur.
 • 12:30 - 14:10 Kennsla samkvæmt stundarskrá, Íris Dögg með auka æfingar.
 • Förum í gott helgarfrí.

MATSEÐILL NÆSTU VIKU

Bendum á að það er breyting á matseðli þann 15.mars.

Þessi breyting er tilkomin vegna þess að við eigum von á mörgum gestum í mat vegna

Stóru upplestrarkeppninar og það hentaði vel að hafa pizzur.

Big picture

ÁRSHÁTÍÐAR VIKA 1 OG SKIPULAG FYRIR VIKU 2

Þá er fyrsta árshátíðarvikan okkar að baki. Í heildina gekk þetta mjög vel. Það er stöðufundur á hverjum degi með nemendum. Þar geta þeir sagt okkur hvað gekk vel og hvað þeir vilja laga og svo taka starfsmenn stöðufund eftir kennslu og finna leiðir til að mæta öllum.


Til að halda svona árshátíð þarf að vera skýrt skipulag, allir verða að vita hvað þeir eiga að gera og hvar þeir eiga að vera. Við leggjum okkur fram við að skoða öll sjónarmið og reyna að bregðast við þeim.

Nemendur settu fram þá ósk að fá aukinn tíma til æfinga og við ætlum að mæta því með þessum hætti:


Það verður sem sagt sama skipulag í næstu viku nema Íris Dögg leikstjóri mun hitta þá nemendur sem þurfa meiri tíma í æfingar.Í þessari viku hefur áhersla verið á að æfa lögin, gefa nemendum færi á að æfa sig í að syngja í hljóðnema.

Í næstu viku verður áherslan á að æfa atriðin og persónusköpun og við stefnum á að hafa eina stóra æfingu saman í íþróttahúsinu þegar líður á vikuna.


Meðfylgjandi eru myndir frá æfingum og smiðjum, það er mikið líf og fjör í húsinu og kennsla í öllum rýmum.

Big picture
Big picture
Big picture
Big picture

Elstu nemendur í leikskóla í heimsókn.

Big picture

Sviðsmenn hafa aðstöðu á ganginum og passa vel upp á frágang með góðri hjálp frá Barböru.

ÁRSHÁTÍÐIN OG SAMFÉLAGIÐ

Árshátíð Djúpavogsskóla er risastórt samvinnu verkefni með Cittaslow tengingar í allar áttir.

Á þessum vikum setjum við mikla áherslu á að efla lykilhæfni nemenda.

Í aðalnámskrá grunnskóla segir:


Menntagildi lykilhæfni felst meðal annars í því að þroska sjálfsvitund og samskiptahæfni nemenda og búa þá undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi og getu til að nýta sér styrkleika sína til áframhaldandi náms og starfsþróunar þegar þar að kemur.

Hæfni til tjáningar, gagnrýninnar hugsunar, hæfni til samstarfs við aðra, sjálfsþekkingar, ábyrgðar og sjálfstæðis, frumkvæðis og skapandi hugsunar eru meðal þeirra þátta sem leggja grunn að heildstæðri almennri menntun alla ævi.


Í árshátíðar undirbúningi þurfa allir, bæði nemendur og starfsfólk, að finna hugrekkið sitt og stíga út fyrir þæginda rammann sinn. Við þurfum að bera virðingu fyrir hvert öðru og við þurfum að vera tilbúin að vinna öll saman.


Það er alltaf jafn góð tilfinning að finna hvað samfélagið okkar er tilbúið til að taka þátt í þessu verkefni með okkur og það er komin svo sterk hefð fyrir þessu samfélags verkefni að sumir vinnustaðir gera ráð fyrir því að taka frá ýmiskonar efni í árshátíðar vinnu.


Sem dæmi þá eru nokkrar vikur síðan starfsfólk Við Voginn fór að taka til hliðar ýmislegt sem tengist kaffihúsamenningu og nýtist í sviðsmynd. Strax á mánudaginn kom starfsmaður frá Búlandstindi færandi hendi og gaf okkur tröllakassa í sviðsmynd. Hótel Framtíð er búin að setja upp svið og gera ráð fyrir því að við höfum aðgengi að því. Magnús Kristjánsson lánar okkur tækjabúnaðinn sinn og í ár ætlar Dagur Björnsson og William Óðinn að vera með nemendum á sýningardegi og stýra ljósum og hljóði.

Neisti lánaði okkur karaoke græjuna sem þeir eiga og það er alveg frábært fyrir nemendur að æfa lögin með þessum hætti.


Foreldrar taka alltaf þátt í árshátíðar vinnu og sem dæmi þá man ég ekki eftir sýningardegi án þess að Auja á Hvannabrekku hafi séð um hárgreiðslu og förðun og Birgir Thorberg um ljós og hljóð og margir aðrir sem taka þátt með ýmsum hætti. Foreldrafélagið styður vel við okkur m.a. með því að útvega okkur ýmislegt í gegnum Notó.


Öll þessi hjálp er ómetanleg og ég hvet alla foreldra sem áhuga hafa á að taka þátt í þessu verkefni með okkur að heyra í okkur, eða bara að kíkja í heimsókn í næstu viku milli 10:00 og 12:30 og sjá hvað er að gerast :)

KENNARANEMAR Í VETTVANGSNÁMI

Þó að árshátíðarvinna sé í fullum gangi þessa dagana eru jafnframt nokkrir nemendur á vegum Háskóla Íslands í vettvangsnámi hjá okkur eða launu starfsnámi.

Hanna hefur tekið að sér að leiðsegja þessum kennaranemnum og vera í samstarfi við Háskólann. Þetta eru nú reynsluboltar hjá okkur, en Helga Björk er í vettvangsnámi tengdu námi og kennslu yngri barna og skapandi stærðfræði, Íris Dögg og Ania eru í vettvangsnámi tengdu samfélagsgreinum og skapandi námi og svo Hera Líf og Dröfn sem eru að klára launað starfsnám hjá okkur núna og stefna á útskrift í vor.

Það er því alltaf líf og fjör og nóg um að vera, ekki bara hjá nemendum heldur einnig í starfsmannahópnum.

MEIRA AF SKAPANDI NÁMI

Big picture
Big picture
Big picture
Big picture
Big picture
Big picture

Það er ljóst að það verður mikið um að vera í næstu viku og við hlökkum til að takast á við þessi skemmtilegu verkefni með ykkur öllum.

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Djúpavogsskóla