Menntabúðir UT # Eymennt Grunnskóla

Nr. 2 Grunnskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði

Þriðjudaginn 1. nóvember 2016

Kl. 16:15-18:00

Grunnskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði

Aðrar menntabúðir vetrarins


Viðfangsefni menntabúðanna verða fjölbreytt og áhugaverð fyrir öll skólastig. Búðirnar verða haldnar í Grunnskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði þriðjudaginn 1. nóv. 2016 kl. 16:15-18:00.


Dagskráin inniheldur m.a.


Ida Marguerite Semey kennari í MTR segir frá því hvernig hún notar: google drive, vocaroo - upptöku á munnleg færni, skjáupptökur fyrir námsefni quizlet - æfingar í orðaforða og málfræði facebook í kennslu.

Guðríður Sveinsdóttir kennari Dalvíkurskóla kynnir hvernig hún notar That quiz í rafrænum prófum í stærðfræði.

Inga Eiríksdóttir kennari í MTR: kynnir fjölbreytt verkefni og verkefnaskil m.a.

Teiknimyndir: t.d. Pixton á www.pixton.com til að búa til teiknimyndir sem möguleika á að skila verkefni í stað þessa að skrifa skýrslu eða ritgerð.

Hönnun á prentefni : Hver vill ekki getað búið til gott boðskrot, afmæliskort, auglýsingu eða kynningarefni. Með Canva forritinu geti þið útbúið frábæra hluti. Tilvalið til að búa til „digital“l plagöt

Myndvinnsla:Það getur verið gott fyrir nemendur að kunna aðeins á vinna með myndir. Stundum getur verið gott að setja myndir inn í verkefni jafnvel með einhverjum skýringum eða effectum og svo er auðvitað mjög fínt að geta lagað myndir af sjálfum sér svo maður verði enn sætari ;-)

Pixlr Web Express eða Picmonkey ef áhugi er fyrir hendi.

Ólöf Kristín kennari í Grunnskóla Fjallabyggðar kynnir hvernig nýta má QR kóða í kennslu yngstu nemendanna til þess að auka sjálfstæði þeirra og virkni.

Dagskrá:


16:15 -16:30 Skipulag kynnt

16:30 - 17:05 Menntabúðir - fyrri lota

17:05 - 17:25 Hressing

17:25 - 18:00 Menntabúðir - síðari lota


Þeir sem hafa hug á að vera með menntabúð er bent á að koma því á framfæri við skráningu í skráningarforminu hér að neðan.