DJÚPAVOGSSKÓLI

HUGREKKI - VIRÐING - SAMVINNA

NÓVEMBER

 • 08.nóvember - Baráttudagur gegn einelti - vinadagur í Djúpavogsskóla.
 • 08.nóvember - Skáld í skóla (rithöfundar í heimsókn).
 • 15.nóvember - Starfsmannafundur.
 • 15.nóvember - Fulltrúar í fjölskylduráði í Múlaþingi koma í heimsókn.
 • 16.nóvember - Dagur íslenskrar tungu og gestadagur.
 • 16.nóvember - Grunnskólafulltrúi í Múlaþingi hefur viðveru í Djúpavogsskóla.
 • 20.nóvember - Dagur mennréttinda barna.
 • 25.nóvember - Sameiginlegur skipulagsdagur starfsmanna í Múlaþingi.

NÆSTA VIKA

Mánudagur 07.nóvember

 • Mætum hress eftir drungalegt helgarfrí.

Þriðjudagur 08.nóvember - Vinadagur í Djúpavogsskóla

 • Baráttudagur gegn einelti.
 • Skáld koma í heimsókn.
 • Fagfundur 14:20 - 15:50

Miðvikudagur 09.nóvember

 • 19:30 Foreldrafélag Djúpavogsskóla boðar foreldrafjör.

Fimmtudagur 10.nóvember

 • 14:20 - 15:50 Teymisfundur.

Föstudagur 11.nóvember

 • Förum í gott helgarfrí.

MATSEÐILL NÆSTU VIKU

Big picture

FORELDRAFJÖR Í DJÚPAVOGSSKÓLA

Miðvikudaginn 9.nóvember kl. 19:30 boðar Foreldrafélag Djúpavogsskóla til samkomu.

Eins og segir í auglýsingunni hér fyrir neðan þá er það löngu tímabært að koma saman og hafa gaman.

Ég hvet alla foreldra til að mæta og eiga góða kvöldstund.

Saman eflum við skólastarfið.

Big picture

VINADAGUR Í DJÚPAVOGSSKÓLA

Á þriðjudaginn er baráttudagur gegn einelti. Í Djúpavogsskóla verður vinadagur með áherslu á samvinnu milli bekkja. Hlökkum til að segja ykkur meira frá þessu verkefni í næsta fréttabréfi.

MYNDIR FRÁ DRUNGALEGRI VIKU

ÞING KENNARASAMBANDS ÍSLANDS

Í síðustu viku var 8.þing Kennarasambands Íslands haldið í Reykjavík undir yfirskriftinni, ein heild, ein stétt, ein samtök.

Þingið er haldið fjórða hvert ár og hefur æðsta vald í málum Kennarasambandsins. Á þinginu er mörkuð stefna til næstu fjögurra ára í öllum málaflokkum sem unnið er að innan KÍ.

Undir hatti KÍ eru mörg aðildarfélög og þar á meðal félaga grunnskólakennara og félag skólastjóra.


Á þinginu störfuðu 11 nefndir og ég sat í Skólamálanefnd og var þar fulltrúi Skólastjórafélags Íslands, en í haust var ég kosin formaður Skólastjórafélags Austurlands til næstu tveggja ára og út frá þeirri stöðu hafði ég atkvæðarétt í nefndarvinnu.


Ég óskaði sérstaklega eftir því að sitja í Skólamálanefnd en sú nefnd kom að því að leggja fyrir þingið ályktanir sem m.a. annars snúa að skólaþróun, kennaramenntun, fjölgun kennara, menntun barna á flótta auk þess að fara yfir skólastefnu KÍ 2022-2026.


Það var virkilega áhugavert og fróðlegt að taka þátt í þessari vinnu. Eins og gengur og gerist þegar margir ólíkir koma saman þá er tekist á um áherslur og það þarf að tala sig saman að sameiginlegri niðurstöðu.

Ég er mjög ánægð með niðurstöður í Skólamálanefnd og tel að það sem nefndin lagið fyrir þingið eigi eftir að bæta og efla skólastarf.

Það er mjög mikilvægt að litlir skólar af landsbyggðinni hafi rödd þegar verið er að leggja línur í skólamálum og ég reyndi að koma okkar sjónarmiðum að.


Á heimasíðu KÍ er mikið af góðum upplýsingum sem áhugasamnir geta kynnt sér og ef fólk vill kynna sér niðustöður frá þinginu þá er linkur inn á það á forsíðu.

https://www.ki.is/

Big picture

Bestu kveðjur til ykkar.

Starfsfólk Djúpavogsskóla.