Fréttabréf Síðuskóla

8. bréf - apríl - skólaárið 2021-2022

Kæru foreldrar, nemendur og starfsfólk!

Þessa dagana er nóg um að vera hjá okkur en undirbúningur árshátíðar er á fullu. Árshátíð skólans fer fram í næstu viku. Það er mikil tilhlökkun bæði hjá nemendum og starfsfólki að fá gesti hingað í skólann og gleðjast saman. Breytt skipulag er á viðveru nemenda á árshátíðardögum og hér neðar í bréfinu er að finna skipulag þar um.

Eins og þið hafið tekið eftir þá erum við búin að gera margar tilraunir til að halda útivistardaginn. Við ætlum að gera fimmtu tilraun á morgun, föstudaginn 25. mars. Veðurguðirnir eru hagstæðir og það væri frábært ef þetta gengi allt saman upp hjá okkur.

Eftir árshátíðina er ein kennsluvika fram að páskaleyfi.


Annars höldum við ótrauð áfram, vorið handan við hornið og ekki ástæða til annars en að horfa bjartsýn fram á veginn.

Bestu kveðjur úr skólanum,

Ólöf, Malli og Helga

Útivistardagur - enn reynum við - föstudagur 24. mars

Big picture

Hér kemur skipulag fyrir árshátíðina sem verður haldin fimmtudaginn 31. mars og föstudaginn 1. apríl. Hér er hlekkur á skjalið.


Enginn aðgangseyrir verður á sýningarnar en þar sem aðstæður verið þannig á þessu skólaári að þá hefur verið erfiðara fyrir 10. bekk að safna sér fyrir skólaferðalagi.


Hópurinn er búinn að vera mjög duglegur að æfa árshátíðaratriðið sitt í vetur og þætti okkur því vænt um að þið mynduð styrkja 10. bekkinn með smá aðgangseyri við innganginn.


Aðgangseyrir inn á miðstigsballið á fimmtudaginn er 1000 krónur og 1500 krónur á árshátíðarball unglinganna.

Big picture
Big picture
Nemendur í 10. bekk safna fyrir skólaferðalagi með vöfflusölu að loknum foreldrasýningum. Hvetjum við alla til að eiga notalega stund að lokinni sýningu og styrkja um leið 10. bekkinga.

Upphátt - upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri

Lokahátíð Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri fór fram í Kvosinni í MA í gær.

Það eru nemendur 7. bekkja grunnskóla bæjarins sem taka þátt í keppninni ár hvert. Áður hafa skólarnir haldið forkeppni og valið tvo fulltrúa hver, auk varamanns. Okkar fulltrúar voru þau Alrún Eva Tulinius og Arnþór Einar Guðmundsson og Marinó Steinn Þorsteinsson til vara. Þau stóðu sig frábærlega í jafnri keppni þó svo þau hafi ekki hlotið verðlaunasæti.

Big picture

Fiðringur á Norðurlandi

Fiðringur á Norðurlandi er hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum Akureyrar og nágrennis og verður haldin í fyrsta sinn þann 5. maí í Hofi en þá flytja nemendur frá átta grunnskólum sitt atriði. Síðuskóli tekur að sjálfsögðu þátt og er undirbúningur þegar hafinn. Að lokinni árshátíð verður svo allt sett í á fullt í undirbúningi.

Segja má að Fiðringur sé litli bróðir Skrekks sem haldinn hefur verið í Reykjavík í 30 ár og Skjálftans á Suðurlandi sem leit fyrst ljós í fyrra.

Á döfinni

28. mars

Fundur í skólaráði

31. mars og 1. apríl

Árshátíð Síðuskóla

6. apríl

PISA könnun í 10. bekk

7. apríl

10. bekkur skólakynning Laugar

8. apríl

Síðasti kennsludagur fyrir páskafrí

19. apríl

Skóli hefst að loknu páskafríi

Dagur stærðfræðinnar

Mánudaginn 14. mars var Dagur stærðfræðinnar. Af því tilefni var lögð meiri áhersla á stærðfræði í 2. bekk þann dag. Börnin fengu innlögn í samhverfu eða spegilás og fóru þau ásamt kennara út á sparkvöll og fundu spegilása hans. Börnin hafa einnig verið að vinna með mælingar að undanförnu og var ákveðið að mæla lengd og breidd vallarins í börnum í leiðinni. Í ljós kom að völlurinn er 25 börn úr 2. bekk á lengd og 14 ½ barn á breidd.

Skóladagatal 2022-2023

Skóladagatal næsta skólaárs liggur ljóst fyrir þó eftir eigi að samþykkja það í fræðslu- og lýðheilsuráði. Þessar dagsetningar eru þó ákveðnar. Gott að vita fyrir þá sem vilja skipuleggja sig lengra fram í tímann.


  • Skólasetning verður 22. ágúst
  • Haustfrí föstudaginn 21. október og mánudaginn 24. október
  • Vetrarfrí 23. og 24. febrúar

matseðill

Big picture
Big picture