Skapandi skólastarf

Fréttabréf - haust 2018

Námskeið - haustönn 2018

Miðstöð skólaþróunar býður upp á námskeiðaröð í skapandi skólastarfi í haust í samstarfi við fræðslusvið Akureyrarbæjar.


Námskeiðin eru kennurum og starfsfólki Akureyrarbæjar að kostnaðarlausu. Þau eru einnig opin fyrir kennara utan Akureyrar og kostar hvert námskeið 5000 kr.

Dagskrá


15. október

Mánudagur - Opið hús - Komdu og skoðaðu Snjallvaginn!


22. október

Mánudagur - Osmo Words FULLT


29. október

Mánudagur - Osmo Words FULLT

Mánudagur - Stop Motion hreyfimyndagerð FULLT


1. nóvember

Fimmtudagur - Róbótar og forritun í skapandi skólastarfi


8. nóvember
Fimmtudagur - Osmo Words FULLT


12. nóvember

Mánudagur - Puppet Pals sögugerð fyrir leikskóla og yngsta stig grunnskóla


15. nóvember

Mánudagur - Osmo Words FULLT


5. desember

Miðvikudagur - Snjallsmiðja, tækni og sköpun (Makerspace)


11. desember

Þriðjudagur - Ozobot - smár en knár, Lego Wedo - tækni og sköpun


Hægt er að skrá sig á námskeiðin með því að smella á heiti þeirra.
Nánari upplýsingar um hvert og eitt námskeið má finna hér fyrir neðan.

Nánar um námskeiðin

OSMO Words

4. október - Hásalir

22. október - Stofa N201

29. október - Stofa K203

8. nóvember - Stofa N203

15. nóvember - Stofa N201

14:30-16:00


Margir skólar hafa fjárfest í Osmo kennslutækinu sem hægt er að nota með Ipad spjaldtölvum, með því að læra að gera verkefni í Words smáforritinu má auka notagildi Osmo til muna.


Á námskeiðinu verður kafað dýpra í Osmo Words og skoðað hvernig hægt er að nota það til að efla hljóðkerfisvitund og stafakunnáttu í leikskóla og yngstu bekkjum grunnskóla. Appið er einnig sniðugt í tungumálakennslu.


Á námskeiðinu læra þátttakendur að búa til verkefni í OSMO Words á netinu og færa þau yfir í smáforritið. Verkefnin er hægt að gera hvort heldur sem er í tölvu eða Ipad. Þátttakendur geta komið með eigin tæki eða fengið lánuð tæki hjá MSHA.


Kennari: Íris Hrönn Kristinsdóttir


Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið 22. október - FULLT

Smelltu hér til að skrá þig á námskeið 29. október - FULLT


Smelltu hér til að skrá þig á námskeið 8. nóvember - FULLT


Smelltu hér til að skrá þig á námskeið 15. nóvember - FULLT

Snjallvagninn

15. október

Stofa K203

14:00-16:00.


Markmiðið með Snjallvagninum er að kynna töfraheima tækninnar fyrir kennurum og nemendum og auðvelda skólum að innleiða snjalltækni í skólastarf.


Á Snjallvagninum eru vönduð tæki sem frumkvöðlar í kennslufræðum hafa mælt með, tæki sem hafa reynst vel í kennslu um allan heim. 15. október verður hægt að kíkja í heimsókn á MSHA og kynna sér það sem Snjallvagninn hefur upp á að bjóða, skoða, prófa, fá ráðgjöf og spjalla við aðra.


Allir velkomnir, heitt á könnunni.

Stop Motion - hreyfimyndagerð

29. október

Stofa K201

14:00-16:00


Stopmotion er tækni til að búa til stuttmyndir. Teknar eru myndir sem skeytt er saman og mynda þannig hreyfimynd.


Margir kannast eflaust við leirkalla- og brúðumyndbönd sem gerð eru með þessari tækni. Fígúrurnar lifna við þegar hreyfingar þeirra eru myndaðar og settar saman í runu. Þegar myndbandið er spilað virðast persónurnar hreyfast af eigin rammleik.


Hreyfimyndagerð getur verið mjög skemmtileg leið til að segja sögur og hana má nota á öllum skólastigum. Á námskeiðinu verður smáforritið Stop Motion Studio notað til að búa til hreyfimyndirnar. Smáforritið er fáanlegt bæði fyrir Apple (Ipad) og Android spjaldtölvur.


Kennari: Sólveig Zophoníasdóttir

Róbótar og forritun í skapandi skólastarfi

1. nóvember

14:00-16:00


Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig hægt er að nota forritun á skapandi hátt í skólastarfi og tengja verkefnin námskránni. Þátttakendur fá tækifæri til að prófa mismunandi róbóta og læra að forrita þá til ýmissa verka.


Lögð verður áhersla á að þátttakendur fái að prófa nokkrar tegundir róbóta og geti eftir námskeiðið séð fyrir sér hvaða róbótar gætu hentað þeim í kennslu.


Róbótarnir sem kynntir verða eru Code-a- pillar, Blue-bot, Kubbur, Ozobot, Sphero, Sphero Mini, Dash og Dot.


Námskeiðið hentar vel fyrir kennara sem eru að stíga fyrstu skrefin í forritun.


Kennarar: Sólveig Zophoníasdóttir og Íris Hrönn Kristinsdóttir


Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið.

Puppet Pals sögugerð fyrir leikskóla og yngsta stig grunnskóla

12. nóvember

14:30-16:00

Á námskeiðinu verður fjallað um sögugerð barna og kennt á þrjú forrit Puppet Pals HD, Puppet Pals 2 og Chatter Pix sem hægt er að nýta til sögugerðar.


Farið verður yfir hvernig hægt er að nota mismunandi kveikjur að sögugerð og hvernig hægt er að kenna börnum að byggja upp sögur með því að nota sögukort.


Fjallað um það hvernig hægt er að vinna sögurnar frá grunni út frá listaverkum barnanna þannig að sköpunarverk þeirra fái að njóta sín.


Þátttakendur fá tækifæri til að prófa forritin og búa til sínar eigin sögur.


Kennari: Íris Hrönn Kristinsdóttir


Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið.

Snjallsmiðja - Makerspace

5. desember

14:00-16:00


Hugmyndafræði Snjallsmiðunnar eða Makerspace gengur út á að auka tæknilæsi nemenda samhliða því að efla sköpunarkraft þeirra og sjálfstæði í vinnubrögðum. Unnið er út frá þeirri hugmynd að hönnun og sköpun eigi ekki heima í sérstökum kennslustundum heldur í öllu námi.


Í Snjallsmiðjunni vinnum við með róbóta á skapandi hátt, notum fjölbreyttan efnivið og sköpunarkraftinn til að leysa verkefni.


Sköpunarsmiðjan hentar vel fyrir kennara á öllum skólastigum sem hafa áhuga á að nýta tækni í skapandi skólastarfi


Kennarar: Sólveig Zophoníasdóttir og Íris Hrönn Kristinsdóttir


Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið.

Ozobot, smár en knár - Lego Wedo, tækni og sköpun

11. desember
14:00-16:00


Ozobot eru litlir róbótar sem hægt er að forrita með spjaldtölvu eða með litakóðum. Litakóðunin er sérstaklega skemmtileg þar sem að Ozobot getur greint línur, liti og kóða bæði á pappír og stafrænu yfirborði, svo sem á spjaldtölvu. Auðvelt er að læra kóðana og búa til þrautabrautir og völundarhús fyrir róbótann. Ozobot eru fyrirferðarlitlir en bjóða upp á marga áhugaverða og skapandi möguleika, þeir hafa þann kost að hægt er að forrita þá bæði með skjá og án.


Ozobot passa vel bæði í leik- og grunnskólum. Þeir eru þróaðir með það í huga að nám eigi að fara fram í gegnum leik og samvinnu.


Lego Wedo er svipað og hið klassíska legó sem allir þekkja en með viðbættum forritunarmöguleikum. Nú er hægt að búa til sín eigin vélmenni og forrita þau til að gera alls kyns verkefni og þrautir.


Lego Wedo var hannað til að kveikja forvitni og ýta undir sköpunarkraftinn.


Vinnustofan skiptist í tvennt og fá þátttakendur klukkutíma með handhægu smáu Ozobot róbótum þar sem þeir læra að forrita þá bæði með litakóðum og með smáforritinu Ozoblockly og klukkutíma í Lego Wedo frábæra tæknilegóinu með forritunarmöguleikunum.


Kennarar: Sólveig Zophoníasdóttir og Íris Hrönn Kristinsdóttir


Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið.

Big picture

Snjallvagninn

Snjallvagninn

Snjallvagninn er þróunarverkefni sem miðar að því að efla kennara í að nýta tækni í skólastarfi. Á Snjallvagninum eru ýmis nýstárleg og spennandi kennslutæki á borð við rótbóta, tæknilegó og þrívíddargleraugu.


Hugmyndin er að á Snjallvagninum verði að finna nýjustu kennslugögn í upplýsingatækni og miðlun hverju sinni og að Snjallvagninn sé færanlegur þannig að hægt sé að mæta þörfum nemenda og kennara víðsvegar um land með kynningum og námskeiðum. Lögð er áhersla á tæknina sem þverfaglegt kennslutæki þar sem lært er í gegnum leik og lausnaleit.

Snjallvagninn

Smelltu hér fyrir ofan til að skoða kynningu á Snjallvagninum og þeim græjum sem á honum eru

Snjallvagninn á ferð og flugi

Það er tilvalið að fá Snjallvagninn í heimsókn á starfsdaga, starfsmannafundi og stigsfundi.


Íris og Sólveig mæta með græjur og halda stuttar vinnusmiðjur þar sem að kennarar fá tækifæri til að kynnast fjölbreyttum snjalltækjum, fikta, spjalla og prófa sig áfram. Heimsóknirnar eru sniðnar að hverjum skóla og eru skólunum á Akureyri að kostnaðarlausu.


Nánari upplýsingar: Sólveig (sz@unak.is) og Íris Hrönn (iris@unak.is)

Menntabúðir

#Eymennt

Að lokum hvetjum við alla áhugasama um upplýsingatækni að mæta á menntabúðir #Eyþings. Spennandi vettvangur fyrir kennara til að læra hver af öðrum. Allir eru velkomnir og það kostar ekkert að vera með!
Big picture

Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri

Endilega hafið samband við MSHA ef einhverjar spurningar vakna.