Fréttir úr skólanum

Fréttabréf númer 4

TAKK - TAKK - TAKK

Eftirfarandi er fengið að láni (og breytt örlítið) af fésbókarsíðu sem ber nafnið "Færni til famtíðar" en þar er margt jákvætt og gagnlegt fyrir starfsfólk skóla og forráðamenn nemenda að finna og hvet ég ykkur öll til að skoða þessa síðu.


Í dag ætla ég að hrósa og segja takk, segja takk við alla sem eru að leggja sitt að mörkum fyrir samfélagið þessa dagana við mjög krefjandi aðstæður

Við erum öll að gera okkar besta, leggja okkar að mörkum og það besta sem við getum gert ef við erum frísk er að vera HEIMA. Sýna kærleik þeim sem eru fastir heima og aðstoða af bestu getu.

Ég sendi ykkur öllum H - vítamín i dag og það stóran skammt.
Við erum öll i sama liði.

Hverjum ætlar þú að hrósa í dag?

Bangsar í glugga

Undanfarna daga hefur fólk verið hvatt til að setja bangsa úr í glugga. Hugmyndin gengur út á það að börn geti svo farið í göngu­túr með kennurum og/eða foreldrum um bæinn og leitað að böngs­um í glugg­um.

Hér að neðan má sjá myndir af böngsum sem nemendur í 4. bekk fundu í bangsagöngutúr með kennara sínum í morgun en alls fundu þeir 16 hús með böngsum.

Skólanum skipt í hólf

Mæting á morgnana hefur gengið vel þar sem nemendur koma á misjöfnum tíma inn um fjóra innganga. Starfsmenn taka á móti nemendum við alla innganga og passa vel upp á að hópar skarast ekki og sótthreinsa snertifleti á milli hópanna.

Nemendur eru ábyrgir og taka þátt í þessu skipulagi með okkur starfsfólkinu.

Tilhögun í matsal

Nemendur í 1. - 6. bekk snæða hádegisverð í matsalnum og er farið eftir ströngum reglum. Einungis tveir hópar eru í einu í matsalnum og ganga nemendur ákveðna leið til þess að fá mat og eins þegar þeir eru búnir að borða.

Tveir starfsmenn afgreiða mat til nemenda og aðrir tveir aðstoða þá í matsal, hella vatni í glös og ganga frá diskum og glösum að matartíma loknum. Þessir sömu starfsmenn þvo borðin og sótthreinsa á milli hópa.

Nemendur hafa haft orð á því hvað þeir eru ánægðir með þjónustuna sem þeir fá í matsal þessa dagana.

Ég hvet ykkur til að gefa ykkur tíma til að horfa á myndbandið hér fyrir neðan þar sem sjá má hvernig skipulagi er háttað.

26. mars 2020

Hreyfi-snákaspil fyrir alla fjölskylduna

Frábær hugmynd sem gaman er að deila. Nú er bara að prenta út, græja teninga og leikmenn og draga alla fjölskylduna á æfingu 🙂
Big picture

Hugrökku hjarta er ekkert ómögulegt

Hér að neðan má sjá listaverk sem nemendur í 1. og 2. bekk unnu í tengslum við vinnu sína með gildi skólans "Hugrökku hjarta er ekkert ómögulegt".

Markmið verkefnisins var að tengja saman það sem er að gerast í samfélaginu og hvernig við hjálpum hvert öðru að vera hugrökk og jákvæð.

Big picture
2. bekkur