Flataskólafréttir

Skólaárið 2020-2021 - 14. ágúst 2020

Kæra skólasamfélag!

Þá er undirbúningur nýs skólaárs kominn á fullt hjá okkur í Flataskóla og við hlökkum til að taka á móti nemendum okkar. Eins og allir vita eru óvissutímar vegna covid-faraldursins en við eigum von á að skólastarfið geti gengið nokkuð hnökralaust fyrir sig. Við reynum þó að gæta varúðar og það hefur meðal annars þau áhrif að við takmörkum aðgengi foreldra að skólanum örlítið. Þannig frestum við hefðbundnum upplýsingafundum fyrir foreldra nýrra nemenda en leitum annarra leiða til að miðla upplýsingum. Þá hvetjum við foreldra ekki til að fylgja börnum sínum á skólasetningu eins og jafnan, nema að um sé að ræða nýja nemendur í 2.-7. bekk (sjá nánar um skólasetninguna hér aftar).

Það eru rúmlega 460 nemendur skráðir í skólann í vetur og er það svipað og áætlanir gerðu ráð fyrir.


Með bestu kveðjum úr skólanum og von um árangursríkt og skemmtilegt skólaár framundan!


Stjórnendur og starfsfólk Flataskóla

Skólasetning

Skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst. Nemendur mæta í hátíðarsal skólans á eftirfarandi tímum:


 • Kl. 9:00 - 2. og 3. bekkur
 • Kl. 10:00 - 4. og 5. bekkur
 • Kl. 11:00 - 6. og 7. bekkur
  Skólasetningin tekur um klukkustund og fara nemendur heim að henni lokinni.
  Við hvetjum forráðamenn nýrra nemenda til að fylgja þeim á skólasetninguna og fá stutt samtal við umsjónarkennara að henni lokinni. Við mælumst til að aðrir nemendur komi án foreldra nema að sérstakar aðstæður kalli á annað.


Nemendur í 4/5 ára bekk og 1. bekk fá tölvupóst og verða boðaðir til samtals ásamt foreldri dagana 21. eða 24. ágúst.


Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst og þá opnar tómstundaheimilið Krakkakot.

Stjórnendur Flataskóla 2020-2021

Töluverðar breytingar hafa orðið á stjórnunarteymi skólans en eins og kunnugt er hurfu þær Ólöf skólastjóri, Helga María aðstoðarskólastjóri og Fanney og Rakel deildarstjórar til annarra starfa við lok síðasta skólaárs. Við fáum reyndar að njóta starfskrafta Helgu Maríu og Rakelar áfram en þær starfa áfram við kennslu hjá okkur. En stjórnendur skólans eru nú sem hér segir:

Ágúst Jakobsson skólastjóri (agustja@flataskoli.is)

Edda Kjartansdóttir aðstoðarskólastjóri (eddakj@flataskoli.is)

Helga Kristjánsdóttir deildarstjóri yngra stigs þ.e. 4/5 ára - 3. bekkur (helgakris@flataskoli.is)

Heiðveig Hanna Friðriksdóttir deildarstjóri eldra stigs þ.e. 4.-7. bekkur (heidveigf@flataskoli.is)

Helga Melsteð deildarstjóri stoðþjónustu (helgame@flataskoli.is)

Skólamatur - skráning

Foreldrar sem óska eftir mataráskrift fyrir börn sín þurfa að skrá þau á vefsíðu hjá Skólamat. Opnað er fyrir skráninguna á skólasetningardaginn, 24. ágúst.

Opnunartími skrifstofu

Skrifstofa skólans er opin kl. 10:00-14:00 til 21. ágúst.

Frá og með 24. ágúst er hún opin kl. 8:00-15:00 alla daga vikunnar nema á föstudögum til kl. 14:30

Hægt er að senda skólanum tölvupóst á netfangið flataskoli@flataskoli.is


Mælst er til að foreldrar/aðstandendur skrái veikindi nemenda á Fjölskylduvef Mentor.is eða með Mentor appinu.
Auk þess er hægt að tilkynna forföll á skrifstofu skólans með tölvupósti eða í síma 513 3500. Vakin er athygli á að ef veikindi vara lengur en einn dag skal tilkynna daglega.

Skólatími nemenda í 1.-7. bekk

Skólinn opnar kl. 8:00 á morgnana og þá geta nemendur mætt. Skólaliðar og stuðningsfulltrúar eru þá á svæðunum og eru með nemendum þangað til kennsla hefst kl. 8:30. Kennslutími nemenda er sem hér segir:


 • 1.-4. bekkur kl. 8:30-14:00
 • 5.-6. bekkur kl. 8:30-14:20
 • 7. bekkur kl. 8:30-14:20 eða 15:00 mánudaga til fimmtudaga en kl. 8:30-13:40 á föstudögum.

Tómstundaheimilið Krakkakot

Nemendum í 1.-4. bekk býðst dvöl í tómstundaheimilinu Krakkakoti að lokinni kennslu og til kl. 17:00 dag hvern. Forstöðumaður Krakkakots er Saga Steinsen - sagast@flataskoli.is

Símanúmer Krakkakots eru 513-3522 og 820-8557

Skráning í dvöl í Krakkakoti fer fram á "mínum Garðabæ" og mjög mikilvægt er að þeir sem óska eftir dvöl fyrir börn sín í vetur gangi frá umsókn þar sem allra fyrst.

Krakkakot opnar á fyrsta kennsludaginn, 25. ágúst en í vikunni 17.-21. ágúst er þar sumardvöl fyrir nemendur sem eru að hefja nám í 1. bekk og voru skráðir í sumardvölina.

4.-5. ára bekkir Flataskóla

Í vetur er 21 nemandi skráður í 4-5 ára bekkinn í Flataskóla. Deildarstjórar í vetur eru leikskólakennararnir Kristín Sigurðardóttir (kristinha@flataskoli.is) og Herdís Jónsdóttir (herdisj@flataskoli.is) en auk þeirra starfa á deildinni þær Elín Guðmundsdóttir og Marley Maniquez. Foreldrar nemenda fá tölvupóst með boðun í viðtal mánudaginn 24. ágúst.

Framkvæmdir í umhverfi skólans

Eins og flestir hafa orðið varir við eru töluverðar framkvæmdir í gangi í umhverfi skólans og hefur aðkeyrslan að skólahúsinu verið lokuð um nokkurra vikna skeið vegna vinnu við hringtorg á Vífilsstaðavegi. Þær framkvæmdir ganga hins vegar ágætlega og mun aðkeyrslan opnast á allra næstu dögum, í tæka tíð fyrir skólasetningu, þó að frágangsvinna verði í gangi enn um hríð. Nú er unnið að hleðslu hraðahindrunar við innkeyrsluna og þegar þeirri vinnu lýkur opnast inn á bílastæðið, væntanlega um eða eftir helgina. Frágangsvinnan við hringtorgið mun standa fram í september en gönguleiðir að skólanum verða tryggðar með girðingum eins og þarf.
Endurbætur á austurhluta skólalóðarinnar eru einnig yfirstandandi og verður þeim ekki lokið fyrr en um næstu mánaðamót. Þær munu hins vegar ekki trufla skólastarfið sem nokkru nemur og við hlökkum til að fá þennan nýja hluta lóðarinnar í notkun með nýjum kastala, rólum o.fl.

Helstu viðburðir framundan:

 • 24. ágúst - skólasetning
 • 25. ágúst - kennsla hefst
 • 2. sept. - fyrirhuguð ferð í Guðmundarlund
 • 10.-18. sept - haustfundir árganga (ef aðstæður leyfa v/ covid)
 • 16. sept - Skipulagsdagur leik- og grunnskóla. Kennsla fellur niður og 4.-5. ára deild lokuð
 • 24.-25. sept - samræmd próf í 7. bekk
 • 30. sept - 1. okt - samræmd próf í 4. bekk

Heimasíða - starfsáætlun - ársskýrslur

Við minnum á að á heimasíðu skólans er að finna helstu upplýsingar um skólastarfið og bendum við nýjum foreldrum sérstaklega á kynna sér hana: http://flataskoli.is/


Einnig er rétt að geta þess að í starfsáætlun hvers árs eru dregnar fram helstu upplýsingar um skólastarfið. Starfsáætlun 2020-2021 er í vinnslu en plagg síðasta árs stendur enn fyrir sínu varðandi helstu upplýsingar og má nálgast það á slóðinni http://flataskoli.is/skolinn/starfsaaetlun-flataskola/


Loks má minna á að á hverju vori gefur skólinn út ársskýrslu sem hefur að geyma helstu upplýsingar um skólastarfið á liðnu skólaári. Skýrslu síðasta árs má vinna á slóðinni: http://flataskoli.is/skolinn/arsskyrsla/